Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.05.2013, Side 49

Morgunblaðið - Sunnudagur - 19.05.2013, Side 49
19.5. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 49 Vinur við veginn ALLIR S EM KAU PA GRILL H JÁ OLÍS FÁ AFSLÁT T AF INNIHA LDI Á G ASI 25% Char-Broil Tru-Infrared grill 2 brennarar 79.900 kr. 13.317 kr. léttgr. í 6 mánuði hugsaði ég með mér, og bað um tíma fyrst á morgnana svo ég kæmist á réttum tíma í vinnuna. Þetta hafði svo sem ekki mikil áhrif á mig en eftir tuttugu geislanir var ég spurður hvort ég vildi ekki gera hlé á meðferðinni til að hvíla mig. Ég hélt nú ekki, illu væri best aflokið. Eftir tíu geisla í viðbót var meðferðin búin og meinið á bak og burt. Ég hef verið hraustur síðan. Það eru bara nokkrir dagar síðan ég var síðast hjá lækninum mínum, Helga Sigurðssyni, og hann staðfesti að allt liti vel út. Helgi hefur hugsað frábærlega um mig.“ Blöðruhálskrabbamein er mjög algengt hjá karlmönnum, sérstaklega eftir miðjan aldur, og hvetur Ingvar alla karla sem náð hafa fimmtugu að láta skoða sig. „Greinist meinið snemma er gott að eiga við það, sé það komið á seinni stig er það mun erf- iðara.“ Láttu ekki svona, kona! Ingvar kveðst aldrei hafa orðið óttasleginn meðan hann glímdi við krabbameinið. „Mitt eigið krabbamein truflaði mig aldrei. Konan mín hafði miklu meiri áhyggjur af því en ég. Ég sagði henni bara að láta ekki svona.“ Hann brosir. Ekki liggur fyrir greining á því hvort um er að ræða stökkbreytta brjóstakrabba- meinsgenið í fjölskyldu Ingvars sem Angel- ina Jolie vakti athygli á í vikunni en honum þykir það blasa við. Þessi tíðni brjósta- krabbameins í einni og sömu fjölskyldunni geti varla verið tilviljun. Ekki að undra að dótturdóttir hans, Anna Kristrún Ein- arsdóttir, dóttir Rebekku heitinnar, hafi tekið ákvörðun um að láta fjarlægja bæði brjóst sín, líkt og Jolie. „Það er skiljanleg ákvörðun hjá henni. Hún ætlar ekki að brenna sig,“ segir Ingvar en fjallað var um það mál í fréttum Stöðvar 2 í vikunni. Ingvar á eina eftirlifandi dóttur og tvo syni á aldrinum 46 til 59 ára. Ekkert þeirra hefur kennt sér meins. Steinunn, eiginkona Ingvars, er á hinn bóginn undir læknishendi nú vegna frumu- breytinga og hefur krabbamein ekki verið útilokað í því sambandi. Hún er á leið í frekari rannsóknir. Frumubreytingarnar eru ekki í brjósti. Æð sprakk í náranum Fleira en krabbamein hefur herjað á Ingv- ar. Fáeinum árum áður en hann greindist með það sprakk æð í náranum á honum með þeim afleiðingum að nárinn bólgnaði allur upp. Ingvari leist ekki á blikuna og hringdi á sjúkrabíl. Með bílnum kom læknir sem gaf þegar í stað fyrirmæli um að gera allt klárt á spítalanum fyrir bráðaaðgerð. „Aðgerðin heppnaðist vel og læknarnir björguðu lífi mínu. Ég var í mun meiri lífs- hættu þarna en þegar ég fékk krabbamein- ið,“ segir hann. Eftir sína reynslu ber Ingvar spítölum þessa lands vel söguna. „Að leggjast inn á spítala á Íslandi er eins og að leggjast inn hjá bestu vinum eða ættingjum. Það er allt fyrir mann gert og starfsfólkið í hæsta gæðaflokki. Það er einn og einn maður, að- allega innan spítalanna sjálfra, sem talar þessa þjónustu niður og vekur ótta með fólki úti í samfélaginu. Þeir ættu að skammast sín! Hér er allt gert til að hlynna að sjúkum. Stundum dugar það bara ekki til.“ Ingvar Þorsteinsson ásamt eiginkonu sinni, Steinunni Guðrúnu Geirsdóttur, sem kölluð er Lillý. Hún lést úr krabbameini árið 1963. Ásta Ingvarsdóttir, þá helsjúk, ritaði minning- argrein um Rebekku systur sína, ásamt eig- inmanni sínum, Brynj- ólfi Eyvindssyni, í Morg- unblaðið 21. febrúar 2008. Þar sagði meðal annars: „Látin er langt um aldur fram Rebekka Ingvarsdóttir, systir og mágkona. Kletturinn í fjölskyldunni er horfinn og eftir stendur tómarúm og syrgjandi ættingjar. Rebekka var búin að berjast við illvígan sjúkdóm undanfarin rúm þrjú ár, en baráttuna háði hún skipu- lega og af festu. Það voru einmitt einkenni Rebekku. Hún var mjög skipulögð kona, hvort sem um var að ræða vinnuna, sem fylgdi henni hvert sem hún fór, málefni fjölskyldunnar eða tómstundir. Aðrir geta vottað um starfshæfni Rebekku, en við getum staðfest að þeir sem leituðu til hennar varðandi ráð eða hjálp fengu alltaf góðar móttökur og úrlausn sinna mála.“ Þegar Ásta var jarð- sungin, 25. mars 2008, minntist mágur hennar og eiginmaður Rebekku heitinnar, Einar Ágúst Kristinsson, hennar í Morgunblaðinu. Þar segir meðal annars: „Alltaf þegar ég spurði Ástu hvernig hún hefði það var svar hennar að hún hefði það fínt og svo brosti hún út að eyrum. Þegar þær Rebekka lágu saman uppi á Landspítala sagði Rebekka við mig: „Ég skil ekki í henni Ástu, hérna er hún fár- veik og liggur bara og prjónar!“ En þetta einmitt lýsir henni Ástu best, þessari dásamlegu manneskju sem ég kveð hér og bið að skila kveðju frá mér og börn- unum til systur sinnar. Binni minn, þú hefur misst góða konu og Auður, Inga Lilly og Bjarni elskulega móður. Missir tengdaforeldra minna, Ingvars og Lillýjar, er mikill en að missa tvær dætur með mánaðar millibili er meira en leggjandi er á eldri hjón, en Ásta og Rebekka skilja eftir sig dásamleg börn sem munu hugsa vel um ömmu sína og afa.“ Sagðist alltaf hafa það fínt Ásta Ingvarsdóttir Kletturinn í fjölskyldunni Rebekka Ingvarsdóttir * „Mitt eigið krabba-mein truflaði migaldrei. Konan mín hafði miklu meiri áhyggjur af því en ég. Ég sagði henni bara að láta ekki svona.“

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.