Morgunblaðið - 25.01.2014, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.01.2014, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 2014 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Þetta er aðeins fyrir gamlan karl eins og mig að eiga við. Við erum með rörmjalta- kerfi. Þetta gengi ekki hjá mjaltaþjóni,“ segir Ingimundur Vilhjálmsson, bóndi í Ytri-Skógum undir Eyjafjöllum. Hann hef- ur það erfiða hlutverk að mjólka Tígul- stjörnu, afturðahæstu kú landsins. Tígulstjarna stendur í fjósi félagsbúsins í Ytri-Skógum. Hún hefur alltaf mjólkað vel en aldrei eins og á síðasta ári þegar úr henni komu 12.112 kg mjólkur. „Það var sérstakt ár hjá henni í fyrra. Hún bar í desember 2012 og ber ekki aftur fyrr en í maí á þessu ári. Hún hefur því getað mjólkað vel allt árið,“ segir Ingimundur. Hann er lengi að mjólka Tígulstjörnu. „Þessi kýr er að sumu leyti gölluð. Hún er síðjúgra og selur illa. Mjólkin gengur illa niður þótt hún sé laus í henni,“ segir Ingi- mundur. Hann segist alltaf verða að hjálpa Tígulstjörnu við mjaltir „Ég sest undir hana og strýk júgrið til að auka mjólkur- gengdina niður,“ segir hann. „Ég get ekki mælt með því að taka und- an henni naut,“ segir Ingimundur sem tel- ur víst að hún hefði fljótt komist á nauts- mæðraskrá hjá sæðingastöðvunum ef hún væri laus við þennan galla. Átti að geta þekkt kálfinn Tígulstjarna er með skakka stjörnu í enni. Nafnið tengist því. Hugmyndin kem- ur frá litlum strák á Hvolsvelli, Sigurði Anton Péturssyni, sem er áhugasamur um búskapinn. „Hann sá hjá okkur nokkra kálfa og þegar hann kom heim sendi hann mér teikningu af kálfshaus með þeim skila- boðum að ég ætti að geta þekkt þennan kálf. Hann ætti að heita Tígulstjarna. Hann teiknaði stjörnuna skökku rétt og ég lét hann að sjálfsögðu ráða nafninu,“ segir Ingimundur. »19-20 Aðeins fyrir gamlan karl að eiga við  Afurðahæsta kýr landsins selur illa  Bóndinn þarf að strjúka júgur Tígulstjörnu til að ná úr henni mjólkinni  Ungur áhugamaður um búskap teiknaði kálfinn og fékk að ráða nafninu Ljósmynd/Birna Sigurðardóttir Gölluð Tígulstjarna skilar miklum afurðum en eigendurnir þurfa að hafa fyrir henni. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 43,3% fylgi í nýrri könnun MMR en spurt var um fylgi flokka í bæjar- stjórn. Næst kemur Björt framtíð með 16,9% fylgi, Samfylkingin hefur 15,6%, Framsóknarflokkur 9%, Vinstri grænir 7,5% og stuðningur við annað mælist 7,7%. Könnunin var gerð 17. til 21. janúar og tóku 515 einstaklingar þátt í henni. Þátttakendur voru 18 ára og eldri og valdir af handahófi úr hópi um 17.000 álitsgjafa MMR sem valdir hafa verið í tilviljunarúrtaki úr þjóð- skrá. Könnunin var netkönnun og stuðningsmannafélag Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjarstjóra Kópavogs, var verkkaupi. Harðar deilur innan bæjarstjórn- ar vegna tillögu um leiguíbúðir virð- ast því hafa óveruleg áhrif á fylgi Sjálfstæðisflokksins sem fékk 30,2% atkvæða í kosningum 2010. Ríflega 65% tóku afstöðu Á bak við 43,3% fylgi Sjálfstæðis- flokksins í könnuninni eru 146 þátt- takendur. Af 515 þátttakendum í könnuninni tóku 336 afstöðu (65,3%). Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig fylgi frá könnun sem Félagsvís- indastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið í nóvember sl. Þá mældist flokkurinn með 41,4% fylgi. Píratar voru þá með 7,7% fylgi en mælast nú með 4,4% í könnun MMR. Sjálfstæðismenn bæta við sig Hvaða flokk myndir þú kjósa í Kópavogi?* *Lagðar voru allt að tvær spurningar fyrir svarendur um stuðning þeirra við stjórnmálaflokka. Allir voru spurðir spurningar 1: „Ef kosið yrði til bæjarstjórnar í Kópavogi í dag, hvaða flokk myndir þú kjósa?“ Þeir sem sögðu „Veit ekki/ óákveðin(n)“ við spurningu 1 voru spurðir spurningar 2: „En hvaða flokkur yrði líklegast fyrir valinu?“ Heimild: MMR 45% 40% 35% 30% 25% 20% 15% 10% 5% 0% List a S jálf - stæ ðisfl okk s List a B jart rar fram tíða r List a S am - fylk ing ar List a Fr am - sók nar flok ks List a V inst ri græ nna Ann að 43,3% 16,9% 15,6% 9,0% 7,5% 7,7%  Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 43,3% fylgi í Kópavogi í nýrri könnun MMR  Eykur fylgið frá könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands í nóvember Nýbygging Framhaldsskólans í Mosfellsbæ í Há- holti var vígð við hátíðlega athöfn í gær. Skólinn hóf starfsemi sína árið 2009 og var í bráða- birgðahúsnæði þar til nýja byggingin var tekin í gagnið nú í haust. Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra var á meðal þeirra sem héldu ávarp við athöfnina í gær. Kostnaðurinn við bygginguna nam um 1,6 milljörðum króna. Morgunblaðið/Árni Sæberg Nýja skólabyggingin formlega vígð Hátíðleg athöfn í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ í gær Samninga- viðræðum í makríldeilunni lauk í London í gær án niður- stöðu. Ákveðið var að hittast að nýju í Bergen á þriðjudag í næstu viku. Sig- urgeir Þorgeirs- son, formaður ís- lensku samninganefndarinnar, segir málin hafa þokast áfram, en alls óvíst sé hvort takast megi að ganga frá samningum í næstu viku. Auk Íslands sátu fulltrúar ESB, Noregs og Færeyja fundinn. Fram kemur í tilkynningu að Sig- urður Ingi Jóhannsson, sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra, fagni því að viðræðunum skyldi ekki hafa verið slitið þótt þeim hafi lokið án niðurstöðu. Svo lengi sem samningaviðræður standi yfir sé enn von um að saman náist. Það beri að reyna til þrautar að ná samkomulagi á vísindalegum grunni. Samninga- viðræður um makríl á ís  Viðræðum haldið áfram á þriðjudaginn Sigurður Ingi Jóhannsson Dómstólaráð ákvað á fundi sínum í gær að breyta reglum um birtingu nafna í dómum héraðsdóms og um birtingu dóma almennt. Öll nöfn verða hér eftir birt í einkamálum. Símon Sigvaldason, formaður ráðsins, segir að reglurnar séu nú svipaðar og þær voru fyrir 1. jan- úar sl. en þá tóku gildi reglur sem kváðu á um að nöfn væru máð úr mörgum flokka dóma fyrir birtingu á vefsíðu dómstóla. Eina ástæðu þess að breyta reglunum til baka segir hann vera að tímafrekt sé að má nöfn úr dómum. Snúa við reglum um birtingu nafna í dómsmálum Símon Sigvaldason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.