Morgunblaðið - 25.01.2014, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 25.01.2014, Blaðsíða 42
42 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 2014 Vertu vinur okkar á facebook www.facebook.com/weledaísland Weleda birkisafinn er bragðgóður drykkur sem örvar vatnslosun og styður við náttúrulega út- hreinsun líkamans, birkisafinn léttir á líkamanum, losar bjúg og byggir hann upp. Það er mikilvægt fyrir líkamalega vellíðan. Í samhljómi við mann og náttúru. Lesið meira um lífrænar vörur á weleda.is * Lyf og heilsa, Apótekarinn, sjálfstætt starfandi apótek og heilsuverslanir um allt land. Vilt þú létta á líkamanum eftir jólahátíðina? Weleda Birkisafinn hjálpar! 20% afsláttur í janúar* Stokkseyri Hrafnhildur fæddist 2. maí kl. 6.57. Hún vó 3.810 g og var 53 cm löng. Foreldrar hennar eru Kol- brún Hulda Tryggvadóttir og Kristinn Óskarsson. Nýir borgarar Akranes Fylkir fæddist 26. maí kl. 1.12. Hann vó 4.265 g og var 55 cm langur. Foreldrar hans eru Telma B. Helgadóttir og Orri Jónsson. J ón Þorsteinn fæddist í Reykjavík 25.1. 1954 og ólst þar upp en bjó eitt ár í Hollandi sem barn og gekk þá í hollenskan skóla. Þá var hann í sveit í nokkur sumur í Efri-Tungu í Örlygshöfn í Rauðasandshreppi. Jón Þorsteinn gekk í Vogaskóla, lauk stúdentsprófi frá MT 1974, prófi í viðskiptafræði frá HÍ 1982 og MBA-prófi í rekstrarhagfræði frá Schiller International Univers- ity í Heidelberg í Þýskalandi 1987. Jón Þorsteinn var sölu- og mark- aðsstjóri og síðar framkvæmda- stjóri hjá Sápugerðinni Frigg 1975- 91. Hann starfaði sjálfstætt sem rekstrarráðgjafi á árunum 1991- 2000, var framkvæmdastjóri fyrir K. Richter hf. 2000-2007, vörustjóri hjá Húsasmiðjunni 2007-2010 og er vörustjóri og ráðgjafi hjá Líflandi frá 2010. Jón Þorsteinn hefur setið í stjórnum ýmissa fyrirtækja og fé- lagasamtaka og hefur komið að skipulagningu ýmissa tónlistar- viðburða. Hann var einn af skipu- leggjendum Trukka- og rækjudags- Jón Þorsteinn Gunnarsson rekstrarhagfræðingur – 60 ára Með dætrunum Jón Þorsteinn, klæddur að hætti karlakóramanna, með dætrum sínum, Láru, Berglindi og Lilju. Skemmtilegur sögu-, söng- og hestamaður Í hestaferð Jón Þorsteinn og Hrund, kona hans, á ferð að Fjallabaki sl. sumar. Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Ég held upp á nóttina sem móðir mín fæddi mig á þorrablóti ísveitinni,“ segir Sigríður Jónsdóttir, bóndi, kennari og ljóð-skáld, búsett í Arnarholti í Biskupstungum. Hún fagnaði ár- unum 50 í gær með sveitungum sínum á þorrablóti í Aratungu. Það er viðeigandi því fyrir 50 árum komst móðir hennar ekki á blót því Sigríður vildi ólm komast í heiminn. Afmælishald og þorrablót geti ekki passað mikið betur saman; gleðjast með rúmlega 300 stór- skemmtilegum manneskjum sem koma með matinn sinn sjálfar á blótið og njóta þess að hlæja að heimagerðum skemmtiatriðum, það getur ekki klikkað, segir Sigríður. Að þessu sinni bauð hún upp á fordrykk, „bara til að fá smáathygli,“ segir hún hressilega. Áfangi Sigríðar er enn merkilegri fyrir þær sakir að hún fagnar einnig ástinni. „Fyrir 25 árum reyndi maðurinn minn við mig í fyrsta skipti. Ég hef því verið með honum hálfa ævina og vonast til að ná öðrum 25 árum með honum.“ Sigríður er ljóðskáld og hefur gefið út þrjár ljóðabækur. Sú nýj- asta kom út fyrir jólin og nefnist Undir ósýnilegu tré. Hún segist ekki skrifa mikið þessa stundina. „Þetta gerist voðalega hægt. Þeg- ar maður er nýbúinn að gefa út bók á maður ekkert. Er alveg tóm- ur.“ Þegar talið berst aftur að fyrirhuguðu blóti, dásamar hún fé- lagsheimilið Aratungu sem er komið í einstakan hátíðarbúning. Að því sögðu segir hún ekki útilokað að yrkja um þetta einstaka hús sem geymir mötuneyti fyrir skólann. thorunn@mbl.is Sigríður Jónsdóttir er 50 ára í dag Þorrablótsbarn Sigríður er alltaf á þorrablóti á afmælisdaginn og segir fátt geta verið betra enda sveitungarnir einstaklega fjörugir. Fagnar á þorrablóti með sveitungum Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.