Morgunblaðið - 25.01.2014, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 25.01.2014, Blaðsíða 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 2014 ✝ Bára Elíasdóttirfæddist á Dalvík 1. mars 1921. Hún lést hinn 14. janúar 2014 á Dvalarheim- ilinu Dalbæ, Dalvík. Foreldrar hennar voru Elías Hall- dórsson og Friðrika Jónsdóttir. Systkini Báru eru: Bjarki, f. 15.5. 1923, d. 21.1. 2013, Björn, f. 6.10. 1925, d. 14.6. 2010, Þórunn, f. 11.1. 1931, d. 14.10. 2007, Stef- án, f. 12.8. 1934, lést af slysför- um 11.6. 1951. Bára giftist Árna Arngrímssyni, f. 29.2. 1920, d. 17.6. 1996. Börn Báru og Árna eru: 1) Jórunn Árnadóttir Karls- son, f. 28.1. 1944, d. 13.1. 1990, maki Sture Karlsson. Synir þeirra: a) Jan Arne, b) Björn Gunnar. Sonur hans er Jónatan. Bjarni, maki Tina Sofia Tariq. Synir þeirra: Felix Jaki og Nóam Frosti. b) Bára, sambýlis- maður Vanya Bonynge, c) Máni, sambýliskona Maria Have. d) Logi, sambýliskona Malin Joh- ansson. Bára bjó á Davlík allt sitt líf, þar stundaði hún ýmis störf, m.a. fiskvinnslu, síld- arsöltun og verslunarstörf. Bára vann um árabil við versl- unarstörf hjá KEA á Dalvík. Einnig stundaði hún nám við Húsmæðraskóla. Bára og Árni bjuggu lengst af í húsi sínu á Goðabraut 3 eða þar til hún flutti á Dalbæ, heim- ili aldraða. Þau stofnuðu versl- unina Höfn sem var á fyrstu hæðinni í Goðabrautinni. Einnig ráku þau malarnám. Þegar búð- in var seld fór Bára að vinna í fiskvinnslu og svo aftur í Kaup- félaginu. Seinustu árin voru þau hjónin í trilluútgerð. Bára verður jarðsungin frá Dalvíkurkirkju í dag, 25. janúar 2014, og hefst athöfnin kl. 13.30. 2) Vignir Árnason, f. 8.1. 1947, maki Petra Helling Árnason. Börn þeirra: a) Jónína, b) Gunnar, sam- býliskona Nele von Pein. 3) Þorsteinn Máni Árnason, f. 17.9. 1949, sam- býliskona María Sigurjónsdóttir. Dætur hans: a) Dagmar, sambýlismaður Magn- ús Magnússon. Dóttir þeirra: María Rakel. b) Arna, c) Linda Rún, sambýlismaður Bubacar Cae Balde. 4) Elías Björn Árna- son, f. 29.4. 1955, maki Svandís Hannesdóttir. Börn þeirra: a) Ágústa Ingibjörg, b) Torfi. 5) Friðrika Þórunn Árnadóttir, f. 5.10. 1959, maki Sigurður Bjarnason. Börn þeirra: a) Árni Segja má með sanni að líf okk- ar allra sé ein óvissuferð. Ferða- lagið frá Jaðri í gegnum Víkur- hólana tvo, Bjarkabraut 3, Goðabraut 3 og að Dalbæ, verður vart skráð í smápistil. Í hug- skotssjónum okkar ber fyrir kon- una sem meitluð var atorku, elju og útsjónarsemi með leiftrandi augnaglampa sem ekkert gat stöðvað. Heimskreppan, Dalvík- urskjálftinn og styrjaldir voru smámunir miðað við mótlæti sjúkdóma sem við var að etja og tóku sinn toll. Draumar um að kynnast framandi tungumálum, löndum og álfum gátu ekki ræst sem skyldi, þá komu sér vel heimaverkefni okkar krakkanna sem urðu henni gott nesti í sam- skiptum við framandi gesti. Ef orða var fátt var gott að eiga meðfædda glettni, látbragð, kát- ínu eða bendingar. Afi gat þá allavega gert „honor“ eins og hann einn kunni. Bára og Árni voru ávallt nefnd í sömu and- ránni, slík var samstaðan og sam- heldnin á meðan beggja naut við. Að byggja Goðabraut var djörf ákvörðun. A 774 var keyptur sem varð síðar upphafið að malar- námi, vinnuvéla- og vörubílaút- gerð. Jarðhæðin var tekin undir verslun. Búðin var aldrei kölluð annað en Bárubúð. Hrollur fór um kaupfélagsmenn í héraði og bann var sett á afgreiðslu mjólk- ur frá KEA. Sölumennska var ömmu í blóð borin og sér til að- stoðar hafði hún vaskar konur. Eitt sinn á Þorláksmessu var allt á kafi í snjó og vöruþurrð orðin alger, hugkvæmdist einni döm- unni að ruslafatan væri nú ekki afleit og gæti örugglega glatt eitthvert göfugt hjarta á hátíð- inni. Var hún þrifin í hvelli, pakk- að í jólapappír og afhent gegn vægu gjaldi. Sumir bændur í hér- aði áttu erfitt með að láta sjá sig í Bárubúð vegna reikningsvið- skipta við KEA og beittu brögð- um til að þeir gætu nálgast varn- ing, s.s. fallega blússu, eða Kanters-undirföt sem Dóda syst- ir valdi af smekkvísi fyrir sunn- an. Mestu unaðsstundir ömmu og afa voru er þau eignuðust báta sem voru nokkrir og af ýmsum stærðum og gerðum. Í um- ræðunni við Hauk í Sæbóli voru margir „dágóðir stubbarnir“ veiddir. Búsældarlegt og gnótt matar var á heimilinu og var forðinn slíkur af brauðmeti, fiski og feitu keti að enst hefði í mörg misseri. Skiptistuðull á matföng- um var tíðkaður, þar sem fiskur var góð og gild býtti fyrir land- búnaðarafurðir úr sveitinni. Ömmu óx ásmegin er bökunarvél með tímastilli kom á heimilið. Þetta var ígildi lengingar á sólar- hringnum. Meðan dottað var í stólnum gat vélin framleitt afurð sem ef til vill gat orðið ígildi leiguverðs á tveimur spólum af barnaefni hjá Sigga á Sigurhæð- um. Stórt hjarta manngæsku og umburðarlyndis einkenndi ömmu. Þegar hún kvaddi okkur að aflokinni dvöl á Dalvík var hún aldrei að tönglast á að við skyld- um passa okkur á þessu og hinu, heldur sagði: „Skemmtið ykkur vel.“ Þannig var ábyrgðin alfarið komin á undirrituð. Elsku langamma, amma, mamma og tengdó; nú er þú ríst upp úr myrkri andlátsins, skaltu varða veginn að bjartasta engl- inum sem hefur beðið þín svo lengi, haltu fast í hönd hans á vit nýrra ævintýra. Við leggjum kveðjuorð þín, ykkur afa til munns. Dagmar, María og Magnús, Linda Rún og Arna María og Þorsteinn Máni. Elsku amma Bára, okkar bestu minningar um þig og afa Árna eru þegar við komum í heimsókn norður á Dalvík í dek- ur til ykkar og fórum á skíði í Böggvisstaðafjalli. Á „hótel Goðabraut 3“ var allt- af mikið um að vera og glatt á hjalla. Vel tekið á móti öllum sem þangað komu í mat og gistingu. Borðið svignaði undan kræsing- um, þú varst snilldarkokkur. Á kvöldin var oft tekið í spil. Elías settist við píanóið, þú, Dagmar og Barbara á trúnó í eldhúsinu eftir að búið var að baka með yngstu barnabörnunum. Enginn fór tómhentur frá þér, matar- gjafir og handprjónaðar lopa- peysur sendir þú fjölskyldum bæði hér heima og erlendis. Þú hugsaðir svo vel um alla. Á sumrin var garðurinn og blómarækt þér hugleikin, frúin á ermalausum bol, brún og sælleg að vökva uppáhaldsblómin sín, dalíurnar. Oft var farið út á fal- lega Eyjafjörðinn á Hansa. Afi Árni við stýrið og við að veiða á sjóstöng. Allar þessar minningar eru okkur mjög kærar. Við trúum því að þið afi séuð sameinuð á ný, kát og glöð eins og alltaf. Arna Þorsteinsdóttir, Áslaug Kristjánsdóttir og Barbara Kristín Kristjánsdóttir. Hún Bára frænka okkar kvaddi þennan heim 14. janúar tæplega 93 ára að aldri. Mikið var hún nú búin að bíða eftir því að komast til hans Árna síns og hafði kvatt okkur nokkrum sinn- um undanfarin ár með þeim orð- um að nú væri þetta væntanlega síðasti Fiskidagurinn sem hún lifði. Svo mættum við aftur að ári til Dalvíkur, á næsta Fiskidag, og hún fagnaði okkar alltaf jafn innilega eins og ætíð þegar við vorum börn og kíktum inn á Goðabrautinni. Það geislaði af henni Báru hlýjan og manngæsk- an. Það var svo gaman að koma í heimsókn til hennar og sérstak- lega með erlenda gesti. Hún tal- aði ekki erlend tungumál en skildi ótrúlega mikið. Sjálf talaði hún bara við erlendu gestina á ástkæra, ylhýra málinu og það var aldrei neitt vandamál. Það gat reyndar orðið vandamál stundum að segja nei takk, Bára mín, þegar hún lagði alls konar kræsingar á borðið og nánast skipaði okkur að borða og borða mikið. En það lærðist með tím- anum að þetta var ekki skipun heldur væntumþykja. Það lýsir Báru og Árna, manni hennar, svo vel að í fjöldamörg ár tóku þau að sér gamlan Færeying, hann Hansa, og gáfu honum mat. Eitt af verkefnunum sem Bára fól okkur systkinunum þegar við komum í heimsókn var að fara með mat til Hansa og bíða svo eftir því að hann kláraði matinn svo við gætum tekið matarílátin til baka. Þau nefndu einmitt litla fiskibátinn sinn Hansa, honum til heiðurs og fóru með okkur krakkana á sjó hvenær sem færi gafst. Það voru ógleymanlegar stundir að krækja í ýsu í grennd við Hrísey í stafalogni á sumar- kvöldi. Bára var laus við allan tepruskap eða sýndarmennsku. Það var alveg í hennar anda að fara á milli húsa á Dalvík á sparksleðanum sínum íklædd úlfapelsi. Morgunblaðinu fannst ástæða til að birta mynd af henni ásamt viðtali á sínum tíma vegna þessa ferðamáta, en sjálfri fannst henni þetta nú ekki vera frétta- efni. Maður átti auðvitað að nýta þær flíkur sem til voru og þegar kalt er í veðri er pelsinn bara til- valinn. Bára hafði alltaf ákveðnar skoðanir á mönnum og málefn- um, en fordómafull var hún ekki. Hún vildi rökræða hlutina og sleppti öllum sleggjudómum. Við Lóló erum ævarandi þakklát fyr- ir að hafa þekkt þessa kjarnorku- konu og hvað við lærðum margt gott af henni og Árna. Við sendum samúðarkveðjur til frændfólks okkar og þökkum starfsfólkinu á Dalbæ fyrir frá- bæra umhyggju og ástúð til Báru um árabil. Við vitum að þar leið henni alltaf vel. Takk, elsku Bára, fyrir sam- fylgdina um áratuga skeið. Guð blessi þig. Stefán Bjarkason og Þorbjörg Garðarsdóttir, Björk Bjarkadóttir og Kristján Friðriksson. Elsku Bára frænka. Nú ertu komin heim eins og þú orðaðir það og ég veit að móttökurnar hafa verið góðar og margir mætt- ir til að fagna heimkomu þinni. Ég gleðst svo sannarlega með þér, Bára mín, að fá loksins lang- þráðu hvíldina en á sama tíma finn ég fyrir söknuði yfir því að geta ekki spjallað við þig, skálað í sérríi við þig, maulað Mackintosh úr skálinni þinni og fundið hlýjuna sem þú gafst mér og mínum svo ríkulega af. Viðhorf þín til lífsins eru öðr- um til eftirbreytni, þú varst bjartsýn að eðlisfari, sást alltaf það góða í öllum og máttir ekki vita af einum né neinum sem átti erfitt án þess að rétta hjálpar- hönd, þú hélst utan um stórfjöl- skylduna af myndarbrag enda elst sex systkina sem fóru öll á undan þér. Elsku Bára mín, þú munt ávallt eiga stóran sess í hjarta mínu, takk fyrir allt og allt. Þín yngsta „dóttir“ eins og þú kallaðir mig. Bryndís. „Nú er ég alveg á förum, Sibba mín, enda minn tími löngu kominn. Ég vona bara að það verði þokkalegt veður svo pilt- arnir þurfi ekki að hafa mikið fyrir þessu. Það er ómögulegt að taka grafir í illviðri.“ Þetta var eitt af því sem við ræddum í minni síðustu heimsókn til Báru í byrjun árs. Svo fengum við okk- ur smá bláberjalíkjör og vorum sammála um að ber eru alltaf góð – en best í fljótandi formi. Það eru mikil forréttindi að fá að kynnast fólki eins og Báru sem alltaf sá það jákvæða í tilverunni og hafði einstaka hæfileika til að lesa fólk. Var fljót að koma auga á kosti þess og átti alltaf til hvatningarorð handa þeim sem hún sá að þurftu þess með. Alla sína tíð var hún full af fróðleiks- fýsn og forvitni á lífið, alltaf tilbúin að taka á móti nýjungum og gefa af sér – sem henni féll mun betur en að láta hafa fyrir sér. Við deildum saman íbúð í rúmt ár og hún tók mér eins og dóttur og mínum eins og eigin fjöl- skyldu. Þegar við yfirgáfum hús- ið hennar Báru þá leigði hún fjöl- skyldu frá Lettlandi íbúðina með sér. Tungumálið var ekki þrösk- uldur hjá Báru frekar en annað. Opinn hugur og mannþekking hennar gerði það að verkum að hún gat alltaf talað við alla. Hún fullyrti að þau skildu öll allt sem þau þyrftu að skilja og hún sagð- ist vera að kenna þeim svolítið í íslensku þannig að þeim liði bet- ur í þessu nýja samfélagi. Ég man að hún var svo glöð þegar hún sagði mér frá þessu nýja sambýlisfólki sínu og hversu heppin hún væri að fá að kynnast framandi matarmenningu á gam- alsaldri. „Ég er orðin of gömul til að ferðast mikið, en þau eru svo yndisleg að bjóða mér í allskonar matarveislur og ég fæ þannig að kynnast þeirra heimalandi. Að hugsa sér hvað ég er heppin.“ Bára Elíasdóttir var stór kona – mikilmenni sem eftir var tekið. Athafnakona sem var langt á undan sinni samtíð, var óhrædd að synda á móti straumnum, heiðarleg og lét sér annt um sam- borgara sína. Nú hefur Bára mín lokað fal- legu brúnu augunum sínum og eflaust hefur hann Árni tekið á móti henni hinumegin eins og hún vænti. Við sem henni kynnt- umst erum heppin að hafa átt þess kost að verða henni sam- ferða, en við munum sakna gleð- innar og hlýjunnar sem alltaf umlukti hana og geyma minn- ingu um góða konu. Börnum hennar, tengdabörn- um og öðrum afkomendum votta ég mína dýpstu samúð. Sigurbjörg Árnadóttir. Bára var elst í systkinahópi móður okkar. Þau ólust upp á Dalvík við góða samheldni föl- skyldunnar á stormasömum tím- um heimskreppu, Dalvíkurj- arðskjálftans og hernaðarátaka sem m.a. skoluðu tundurduflum á friðsælar fjörur. Fjölskyldan var samhent, frændrækni einstök og umhyggja systkinanna hvert fyr- ir öðru eftirtektarverð. Það létti undir síðar á ævinni, þegar gaf á bátinn, að eiga traustan frænd- garð. Í foreldrahúsum á Víkur- hóli ríkti einstök gestrisni og Bára, öðrum fremur, tók upp það merki. Hún var gjafmild og var í essinu sínu við fjölmenn veislu- höld þar sem hún var gestgjafi. Borðin hlaðin kræsingum með úrvali margra tegunda, hvort heldur boðinn var matur eða kaffiveitingar. Við sem vorum gestir hennar höfðum ekki bara á henni matarást, hún var skemmtileg viðræðu, margfróð og sýndi hugðarefnum okkar áhuga og spurði hvetjandi spurn- inga. Minnið brást henni sjaldan. Bára var sívinnandi dugnaðar- forkur. Auk umsvifa á stóru heimili voru þau hjónin í atvinnu- rekstri, Árni í malarvinnslu með tilheyrandi tækjum og vélum en hún setti upp verslun. Öll störf- uðu börnin, harðdugleg og vinnu- söm, með foreldrunum að tryggja afkomuna. Bára hafði ung starfað í KEA og var eins og fiskur í vatni við verslunarstörf. Öll sú vinna sem lögð var í versl- unina hefði ekki verið möguleg nema fylgt hefði ástríða fyrir starfinu. Hún var útsjónarsöm og fljót að finna með kúnnanum hvað hentaði í lit og stærðum og ráðvilltir eiginmenn á Þorláks- messu áttu í henni verndarengil. Þau hjónin áttu einnig smábáta- útgerð og veiðiferðir í sumar- bjartri nóttinni skildu efir stór- kostlegar minningar. Heimilinu með börnum, ömmu og rekstri öllum varð að stýra styrkum hætti, en sú stjórnsemi var góð- viljuð og hæfilega föst. Bára var hlý og bóngóð og lagði fús lykkju á leið sína fyrir aðra. Lífið var ekki alltaf dans á rós- um. Glímt var við áföllin af ein- beitingu, þrautseigju og æðru- leysi. „Þetta er bara svona“ sagði hún um það sem ekki varð breytt. Sannfærð um líf að loknu þessu var hún tilbúin til ferðar- innar og ef einhver vildi koma pakka með henni væri það ábyggilega ekkert mál. Hvíl í góðum friði frænka sæl. Þínir systursynir. Friðrik, Björgvin, Stefán og Yngvi Rafn Yngvasynir. Bára Elíasdóttir ✝ Sigríður Valdi-marsdóttir fæddist 4. febrúar 1918 í Böðvarsnesi í Fnjóskadal. Sig- ríður lést 15. des- ember 2013 á Gre- nilundi á Grenivík. Foreldrar henn- ar voru Svanhildur Sigtryggsdóttir og Valdimar Valdi- marsson. Bræður hennar eru: Kristján bóndi í Böðvarsnesi, f. 1920, d. 2010, og Sigtryggur, f. 1927, bifreið- arstjóri á Akureyri. Sigríður stofnaði nýbýlið Böðvarsgarð ásamt Gunnari Guðnasyni, f. 1910, d. 1959, og bjó hún þar allan sinn búskap. Börn þeirra Gunnars eru Valdi- mar Guðni, f. 30.3. 1941, d. 12.7. 2002. Eftirlifandi kona hans er Kristjana Kristjánsdóttir frá Eyrarbakka. Börn þeirra eru: Sigríður, Gunnar Sigurður og Kristján Valdimar. Sigíður á Bjarka Þór og Gunnar á Valdimar Eld. Krist- ín Svanfríður, f. 25.2. 1943. Maður hennar er Guð- mundur Þórisson frá Melum. Þeirra sonur Gunnar, á tvo syni, Ara og Albert. Böðvar, f. 26.5. 1952. Gunnur Sigdís, f. 4.5. 1954. Maður hennar er Bergur Ketilsson frá Sölvholti í Flóa. Þeirra dætur eru Heiðrún og Svandís, en hún á Daníel Berg, Ívar og Sigdísi Erlu. Útför Sigríðar fer fram frá Grenivíkurkirkju í dag, 25. jan- úar 2014, og hefst athöfnin kl. 13. Jarðsett verður í heimagraf- reit. Móðir mín var fædd á miðjum frostavetrinum mikla 1918 og á hennar ævi urðu mestu breyt- ingar á lífsháttum Íslendinga nokkru sinni. Þá voru engir veg- ir, ekki vélknúin tæki, engar tryggingar eða annar stuðningur við fátækt fólk. Ef illa fór varð hver einstaklingur að reiða sig á samhjálp náungans. Hún ólst upp á dæmigerðu sveitaheimili þar sem allir lögðu krafta sína fram til að komast af og voru for- eldrar hennar heiðarlegar og sterkar manneskjur sem hlynntu að sínu fólki og einnig vandalaus- um. Fordómalaus og hreinlynd gekk hún sinn veg inn í nýja og breytta tíma en með bjartsýni að leiðarljósi byggðu foreldrar mín- ir nýbýli á hennar æskuslóðum, þar sem þau bjuggu sinn búskap og hún síðan eftir lát föður míns 1959. Móðir mín var mikið nátt- úrubarn sem hugsaði vel um all- ar sínar skepnur og naut þess að rækta garðinn sinn og fáir áttu fallegri stofublóm. Hún var bók- hneigð og sýndi hæfileika til skrifta ásamt að vera drátthög og fór í myndlistarnám eftir að hún hætti búskap nærri sjötug að aldri. Skólagangan var ekki löng en hún var fróðleiksfús og las mikið eftir því sem tími gafst til og var fróðari en margur lang- skólagenginn. Á ferðum um landið var með ólíkindum hvað hún vissi mikið um staðhætti þó að hún hefði aldrei komið á stað- inn. Allir sem heimsóttu hana muna gestrisnina sem var henni í blóð borin, rausnarlegar veiting- ar og alltaf tilbúin að ræða lands- ins gagn og nauðsynjar. Vinföst og ættrækin enda leituðu margir til hennar bæði ungir og gamlir. Hún var fagurkeri og hafði gam- an af fallegum hlutum og klæði- legum fötum. Þótt hún væri heimakær fannst henni gaman að heimsækja nýja staði og fór t.d. til Bandaríkjanna og Kanada sjötug að aldri. Á efri árum dvaldi hún oft hjá börnum sínum og leið best ef hún gat létt undir með þeim, gert eitthvert gagn eins og hún orðaði það. En á sumrin vildi hún vera í dalnum fallega og þar var hugurinn lengstum. Síðustu árin dvaldi hún á Grenilundi þar sem starfs- fólkið er einstaklega elskulegt og hugsaði frábærlega um hana til síðustu stundar. Erum við fjöl- skylda hennar þakklát þessum hetjum sem þar vinna. Ég vil fyrir hönd okkar fjölskyldunnar frá Hofi þakka henni samfylgd- ina og alla umhyggju sem hún sýndi okkur öllum. Gunnur. Sigríður Valdimarsdóttir Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Suðurhlíð 35, Rvík. • Símar 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Alúð • Virðing • Traust Áratuga reynsla Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Allan sólarhringinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.