Morgunblaðið - 25.01.2014, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 25.01.2014, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 2014 H a u ku r 0 1 .1 4 MÁLMIÐNAÐUR Í SJÁVARÚTVEGI Viðskiptatækifæri á www.kontakt.is TIL SÖLU Stórt og rótgróið iðnfyrirtæki í málmiðnaði sem byggir bæði á sölu innanlands og á útflutningi. Viðskiptavinir eru framleiðslufyrirtæki á sjávarfangi. Bæði er þar um að ræða mikilvæga samninga við fasta viðskiptavini um viðhald og varahluti sem og stök verkefni í vélalausnum. Fyrirtækið hefur mikla sérstöðu og á auðvelt með að hasla sér völl á fleiri mörkuðum erlendis Við teljum að hér sé á ferðinni einstakt tækifæri fyrir fyrirtæki á svipuðu sviði eða öfluga menn með þekkingu og áhuga á tækni, markaðsmálum og útflutningi. Gámur með tæpum tíu tonnum af fatnaði frá Rauða krossinum á Ís- landi hefur verið sendur til Hvíta- Rússlands til dreifingar þar. Rauði krossinn sendir að jafnaði út tvo fatagáma á ári í samstarfi við syst- urfélag sitt í Hvíta-Rússlandi sem sér um að koma fatnaðinum til fá- tækra barnafjölskyldna og annarra skjólstæðinga þar í landi. Um 450 sjálfboðaliðar Rauða krossins vinna að verkefninu hér- lendis, en það kallast Föt sem fram- lag. Sjálfboðaliðarnir útbúa staðl- aða ungbarna- og barnapakka með hlýjum ullarflíkum, teppum og öðr- um fatnaði. Um 26 prjóna- og saumahópar eru að störfum um allt land við að framleiða í pakkana. Ánægja Sonja 9 ára varð afar glöð þegar hún fékk húfu frá Rauða krossinum. Tíu tonna fatagjöf Laugardaginn 25. janúar verða stofnuð Hollvinasamtök Heilbrigðisstofn- unar Vesturlands. Stofnfundurinn verður í starfsstöð HVE á Akranesi (sjúkrahúsinu) og hefst kl. 12.00. Áður en dagskrá fundarins hefst verður boðið upp á léttan hádegisverð. Í tilkynningu segir að tilgangur stofnunar hollvinasamtakanna sé m.a. standa vörð um öfluga heilbrigðisþjónustu á Vesturlandi, taka þátt í um- ræðu um stöðu mála, þróun og mikilvægi þjónustunnar. Einnig að styðja við starfsemi HVE með söfnun fjár til mikilvægra tækja, sem komi þeim íbúum á Vesturlandi til góða, sem nýta þjónustu HVE. Hollvinasamtök HVE stofnuð á Akranesi Íslenska málfræðifélagið og Málvís- indastofnun Háskóla Íslands boða til 28. Rask-ráðstefnunnar um ís- lenskt mál og almenna málfræði laugardaginn 25. janúar 2014 kl. 9.30-16 í fyrirlestrasal Þjóðminja- safnsins. Erindin á ráðstefnunni eru fjöl- breytileg að efni. m.a. um notkun bókstafsins ð í skrifum almennings á 19. öld, um mál leikskólabarna, um mál tvítyngdra Vestur- Íslendinga o.m.fl. Einnig verður minnst málvísindamannsins Jóns R. Gunnarssonar (1940-2013) en hann var fyrsti fasti kennarinn í almenn- um málvísindum í HÍ. Málfræðiráðstefna Kvenréttindafélag Íslands og Kven- félagasamband Íslands bjóða upp á súpu og spjall í hádeginu á Hall- veigarstöðum mánudaginn 27. jan- úar klukkan 12. Á fundinum verður rætt um stöðu kvenna í stjórnmálum á landsbyggðinni. Gestir fundarins eru Arna Lára Jónsdóttir, bæjar- fulltrúi á Ísafirði, Arnbjörg Sveins- dóttir, forseti bæjarstjórnar á Seyð- isfirði, og Ásgerður K. Gylfadóttir, bæjarstjóri Hornafjarðar. Aðgangur og veitingar eru ókeypis. Ræða stöðu kvenna STUTT BAKSVIÐ Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Fjölgun lögreglumanna um 44 á þessu ári er skref í rétta átt en alls ekki nóg svo löggæslan geti talist ásættanleg. Innanríkisráðherra sam- þykkti nýverið tillögur þverpólitískar nefndar um skiptingu 500 milljóna fjárveitingar til eflingar löggæslunni, en í þeim felst m.a. að lögreglumönn- um verður fjölgað um 44 á árinu. Að auki verður fjölgað sérstaklega um átta lögreglumenn til að rannsaka skipulagða glæpi og kynferðisbrot. Haraldur Johannessen ríkislög- reglustjóri segir það ánægjulega þró- un að fjölgað sé í lögregluliðinu og löggæslan í landinu efld, en enn vanti nokkuð upp á. Hann vill að löggæslan komist á þann stað sem hún var á fyr- ir hrun og helst lengra. Færist nær markmiðinu „Það var okkar mat hjá ríkislög- reglustjóra á árunum fyrir hrun að það þyrfti að fjölga lögreglumönnum, sem þá voru í kringum 720, upp í um 900 á árinu 2013 en síðan þá hefur þeim fækkað um hundrað. Það eru nú á bilinu 600 til 620 lögreglumenn starfandi á landinu. Með þessari 500 milljóna króna föstu fjárveitingu inn í rekstrargrunn lögreglunnar á næstu árum erum við að horfa á viðsnúning niðurskurðaráranna. Þessi aukning færir okkur nær því markmiði að fjölga lögreglumönnum og styrkja lögregluna en það verður líka að horfa til fyrirhugaðra skipulagsbreytinga á lögregluliðunum; fækkunar lögreglu- umdæma og stækkunar lögreglulið- anna eins og frumvarp innanríkisráð- herra gerir ráð fyrir. Við höfum þá trú að sú skipulagsbreyting muni efla löggæsluna í landinu enn frekar,“ segir Haraldur. Tillögur þingmannanefndarinnar miða fyrst og fremst að því að efla lög- regluliðin á landsbyggðinni, auka sýnilega löggæslu og efla rannsókn- arstarf lögreglu. Formaður nefndar- innar er Vilhjálmur Árnason, þing- maður Sjálfstæðisflokksins. Hann segir að stöðugildin 44 sem fjölgað verður um muni hafa mikil áhrif en þau séu aðeins fyrsta skrefið af mörg- um, enn vanti tölverðan fjölda lög- reglumanna. „Nú er verið að vinna að löggæslu- áætlun, m.a. til að sjá hvað þarf að gera mikið til þess að við getum verið sátt með ástandið. Samkvæmt drög- um að löggæsluáætlun vantar enn um þrjá milljarða í málaflokkinn fram til ársins 2017. Sem dæmi eru fleiri sér- hæfðari störf að myndast innan lög- reglunnar sem kosta mikla vinnu, t.d. varðandi netöryggismál og kynferð- isbrot. En með skiptingu þessara 500 milljóna vorum við meira að einblína á viðbragðsgetu og almenna löggæslu,“ segir Vilhjálmur. Hópurinn mun starfa áfram og fylgjast með því að til- lögurnar gangi eftir. Yfirmenn lögregluumdæmanna á landsbyggðinni sem blaðamaður ræddi við eru sammála um að með fjölgun lögreglumanna komist staðan í viðunandi horf, nú verði hægt að veita lágmarks-löggæslu. Betra eftirlit og öflugri vaktir Óskar Bjartmarz, yfirlögreglu- þjónn á Seyðisfirði, segir að í hans umdæmi starfi nú sex lögreglumenn. Þeim mun fjölga um þrjá. Ásættan- legast væri að hafa þá ellefu. Óskar segir að fyrirhuguð fjölgun muni hafa þau áhrif að menn geti þá unnið í lengri tíma tveir saman á vakt sem gerir vaktirnar öflugri. Á Vestfjörðum mun lögreglumönn- unum fjölga um tvo, fara úr 18 í 20. Samkvæmt skýrslu sem var gefin út í byrjun síðasta árs um framtíðarlög- gæslu á Íslandi ættu lögreglumenn á svæðinu að vera 27 talsins. Hlynur Hafberg Snorrason, yfirlögreglu- þjónn á Vestfjörðum, segir lögregl- una búna að vera að berjast í bökkum síðan 2009 og því gott að sjá fram á bjartari tíma. Með tveimur mönnum í viðbót og aukafjármagni til aksturs lögreglubíla verði hægt að sinna bet- ur eftirliti á svæðum sem eru fjarri starfsstöðvunum, en það hafi verið erfitt síðustu ár. Verða 23 en ættu að vera 36 Hjá lögreglunni á Selfossi fjölgar lögreglumönnum um fjóra og verða þá 23 talsins, einn er þegar kominn til starfa. „Árið 2007 var talið að lög- gæsluþörf í Árnessýslu væri 34 til 36 menn og við erum enn langt frá þeirri tölu,“ segir Oddur Árnason, yfirlög- regluþjónn á Selfossi. Fyrirhuguð fjölgun lögreglumanna á árinu létti á álaginu en sé ekki nóg. „Ég fagna því að menn séu snúnir til lands í þessum niðurskurði en það er langt í land að menn séu komnir til þess horfs sem var áður en niðurskurðurinn byrjaði.“ Víðfeðmasta lögregluumdæmið er umdæmi lögreglunnar á Húsavík. Þar hafa starfað sex lögreglumenn auk yf- irlögregluþjóns, þeim mun fjölga um þrjá á árinu. Strax eftir áramót kom einn þeirra til starfa á Þórshöfn og auglýst hefur verið eftir öðrum til starfa á Húsavík. „Við höfum að mestu þurft að einskorða löggæsluna við útköll og bráðatilvik en með þessu gefst aukið svigrúm til þess að sinna sýnilegri löggæslu og þeim svæðum sem hafa verið afskipt,“ segir Svavar Pálsson, lögreglustjóri á Húsavík. Skref í rétta átt en ekki nóg  Fjölga á lögreglumönnum á landinu um 44 á árinu  Lögreglumenn verða þá 657 talsins en ættu að vera nær 900  Viðsnúningur niðurskurðaráranna segir ríkislögreglustjóri  Léttir á álaginu Fjöldi lögreglumanna 1. janúar 2014 og fyrirhuguð fjölgun Grunnkort/Loftmyndir ehf.*Sérstakur saksóknari er ekki inn í þessum tölum Ríkislögreglustjórinn 73 +2 611: Lögreglumenn 1. janúar 2014 +44: Fyrirhuguð fjölgun Höfuðborgarsvæðið 301 +8 Suðurnes 84 +2 Selfoss 19 +4 Hvolsvöllur 7 +2 Vestmannaeyjar 8 +3 Eskifjörður 14 +3 Seyðisfjörður 6 +3 Akureyri 31 +4 Sauðárkrókur 7 +2 Blönduós 6 +1 Akranes 9 +2 Borgarnes 7 +2 Snæfellsnes 7 +1 Vestfirðir 18 +2 Lögregluskólinn 7 Húsavík 7 +3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.