Morgunblaðið - 25.01.2014, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 25.01.2014, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 2014 STÆRSTA SUNDLAUG MIÐJARÐARHAFSINS 5 sinnum stærri en Laugardalslaugin ÍSLENSKIR BARNAKLÚBBAR Á 0 KR. Swim a’hoy! Hér lærir barnið að synda í sumarfríinu Dance Stars Núna geta bæði þú og börnin lært að dansa í fríinu! Sjóræningja- klúbbur Barnaklúbbur með sjóræningjaskemmtun Chillout Klúbbur Griðarstaður ungling- anna með allskonar afþreyingu FJÖLSKYLDUPARADÍS Eitt okkar vinsælasta hótel Á Pegasos World er ein stærsta sundlaug Miðjarðarhafsins og einnig glæsilegur sundlaugargarður með frábærum vatnsrennibrautum. Stutt er á ströndina, en íslenskir barnaklúbbar og íslensk fararstjórn er á hótelinu. Ís er í boði allan daginn og úrvalið í „allt innifalið“ er ótrúlegt. Allt innifalið frá154.000,- Börn undir 16 ára aldri frá 84.000,-  BEINT FLUG FRÁ KEFLAVÍK TIL TYRKLANDSnazar.is · 519 2777 100% ALLT INNIFALIÐ LÚXUSFRÍ FYRIR ALLA! Nyt kúnna jókst á síðasta ári þrátt fyrir að mörgu leyti óhagstætt veður síðastliðið vor og sumar. Á móti kem- ur að menn gátu sleppt fram af sér beislinu í haust og vetur þegar ljóst varð að mjólk vantaði á markaðinn. Meðalafurðir á árskú voru 5.521 kg mjólkur á síðasta ári, 15 kg meira en á árinu 2012. Kemur þetta fram í uppgjöri á skýrsluhaldi naut- griparæktarfélaganna sem Ráðgjaf- armiðstöð landbúnaðarins hefur birt. Nytin í kúnum er alltaf að aukast og hafa afurðir sem hver kýr skilar að meðaltali aldrei verið meiri. Sem dæmi um þróunina má nefna að meðalnyt árskúa 26 búa reikn- aðist yfir 7.000 kg á nýliðnu ári en 20 bú náðu því marki árið áður. Kýrnar í Skagafirði mjólkuðu mest að meðaltali, 5.976 kg sem er þó 120 kg minna en á árið á undan. Nytin minnkaði einnig í Rang- árvallasýslu en í Árnessýslu mjólk- uðu kýrnar heldur betur en á árið á undan. Búin sem taka þátt í skýrsluhald- inu minnkuðu heldur frá árinu á und- an. Meðalbústærð í árskúm reiknast 38,5 kýr en var 38,9 kýr á árinu á undan. Brúsastaðir á toppnum Afurðahæsti mjólkurinnleggjand- inn var Brúsi ehf. á Brúsastöðum í Vatnsdal, með 7.693 kg á árskú. Nythæsta kýrin á skýrslu- haldsbúunum var Tígulstjarna nr. 411 í Ytri-Skógum undir Eyjafjöll- um. Hún mjólkaði 12.112 kg á árinu. Afurðahæstu kýrnar 2013 Kýr Kg mjólkur Bú 1. 0411 Tígulstjarna 12.112 Ytri-Skógar 2. 1123 Huppa 11.735 Stóra-Ármót 3. 0306 Ausa 11.628 Garðakot 4. 722 11.372 Þrándarholt 5. 0528 Drottning 11.332 Stóra-Hildisey 2 6. 339 11.223 Fremstafell 2 7. 0389 Gugga 11.151 Brakandi 8. 0508 Setta 11.078 Brúsastaðir 9. 0562 Raun 11.049 Hrepphólar 10.0268 Óð 10.972 Dalssel 1 11. 0194 Díana 10.966 Seljavellir 12.0504 Lea 10.956 Reynistaður 13.1528301-1126 Spræna 10.942 Torfur 14.0157 Bomba 10.895 Hóll Heimild: rml.is Afurðahæstu kúabúin 2013 Meðaltal eftir hverja árskú Bú Skýrsluhaldarar Árskýr Kg mjólkur 1. Brúsastaðir Brúsi ehf 45,4 7.693 2. Stóru-Tjarnir Stóru-Tjarnir ehf 41,7 7.524 3. Ytri-Skógar Félagsbúið 21,8 7.482 4. Syðri-Bægisá Helgi Bjarni Steinsson 31,3 7.475 5. Kirkjulækur 2 Eggert Pálsson 45,3 7.433 6. Botn 2 Björn og Svavar 61,8 7.421 7. Lyngbrekka Sigurður og Bára 48,6 7.399 8. Sólheimar Valdimar Óskar Sigmarsson 32,7 7.394 9. Gunnbjarnarholt Arnar Bjarni og Berglind 104,6 7.281 10.Hraunháls Guðlaug og Eyberg 24,5 7.270 11. Miðdalur Guðmundur og Svanborg 24,9 7.225 12.Reykjahlíð Sveinn Ingvarsson 68,1 7.208 13.Hurðarbak Hurðarbaksbúið ehf 38,6 7.204 14.Hóll Jón og Hrefna 32,1 7.204 Afurðir aldrei verið meiri Gróa Lárusdóttir er fjórði ætt- liðurinn sem býr á Brúsastöð- um og ef til vill sá síðasti. Langamma hennar, Gróa Bjarnadóttir, keypti jörðina af Þingeyraklaustri á árinu 1902. Gróa og Sigurður eiga eina dóttur. Hún er búsett á Akur- eyri og þau eiga ekki von á því að hún taki við búskapnum. „Hún hefur taugar til sveit- arinnar og kemur til að hjálpa okkur þegar við þurfum á að halda. En hún hefur ekki gam- an af kúm,“ segir Sigurður. Þau vonast til að jörðin verði áfram byggð. „Þegar við höfum ekki lengur bolmagn til að reka þetta almennilega aug- lýsum við búið til sölu. Reyn- um svo að velja einhvern sem við höfum trú á að láti jörðina ekki drabbast niður,“ segir Gróa. Fjórði ættliðurinn og sá síðasti 110 ÁR Í ÆTTINNI Í fjósi Þótt fjósið hafi verið tæknivætt og ekki þurfi að fara til mjalta er kúabúskapur áfram bindandi og vinnudagurinn oft langur. Gróa hugar að mjólkurkú sem bíður í röðinni við mjaltaþjóninn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.