Morgunblaðið - 25.01.2014, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.01.2014, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 2014 Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Afstaða samninganefndar ríkisins um svigrúm til launahækkana hefur ekkert breyst þó mörg félög á al- menna vinnumarkaðnum hafi fellt nýgerða kjarasamninga, skv. upp- lýsingum Gunnars Björnssonar, for- manns nefndarinnar. „Okkar afstaða er alveg óbreytt,“ segir hann. Samninganefnd ríkisins hefur kynnt öllum viðsemjendum sínum sama boð sem byggist á sömu kostn- aðaráhrifum og í kjarasamningunum á almenna markaðinum. „Okkar afstaða er alveg sú sama. Ríkið er alveg sannfært um að þessi leið til þess að reyna að ná niður verðbólgunni sé sú eina rétta. Ef eitthvað er höfum við styrkst í þess- ari afstöðu okkar að nú þurfi að sýna fram á að svona aðferðafræði þurfi til að menn nái samstöðu og þá þýðir ekki fyrir neinn að skorast undan því,“ segir hann. Gunnar segir stöðuna óljósa á vinnumarkaðnum. Álíka stórir hópar á almenna markaðnum hafi sam- þykkt eða fellt kjarasamningana og sambærileg staða hafi ekki komið upp áður. Samsetning hóps opinberu starfsmannanna sé þó með þeim hætti að stærsti hluti hans samsvari þeim hópum á almenna markaðnum sem samþykktu samningana. ,,Þessi almenna nálgun er alveg óbreytt, að til þess að ná tökum á verðbólgunni þurfa launahækkanir að vera innan þeirra marka sem markmið Seðlabankans segir til um,“ segir Gunnar og kveðst taka undir orð framkvæmdastjóra Sam- taka atvinnulífsins að ekki hafi orðið til meiri peningar til ráðstöfunar við úrslit atkvæðagreiðslnanna. Samningafundur fór fram í fyrra- dag á milli samninganefndar ríkisins og SFR, sem er stærsta aðildarfélag BSRB. Þar bar þó tíðindin af at- kvæðagreiðslum um kjarasamn- ingana á almenna vinnumarkaðnum lítið á góma enda vildu menn fá tóm til að sjá hver þróunin yrði. Samningar ríkisstarfsmanna renna flestir út í lok janúar og eru litlar líkur taldar á að takast muni að ganga frá samkomulagi fyrir þann tíma úr því sem komið er. Útflutningsgreinar og verð- mætasköpunin ráði för Forsvarsmenn á almenna vinnu- markaðinum hafa sagt að nú ætti ríkið að taka við keflinu og leiða framhaldið með samningum við sína starfsmenn. Spurður um þetta segir Gunnar að þetta yrði í algjörri and- stöðu við það sem menn hafi lagt upp með í upphafi viðræðnanna, ,,þar sem við værum að reyna að taka í meira mæli upp sambærilegt verk- lag og er almennt á Norðurlöndun- um. Þar er það mjög skýrt að út- flutningsgreinarnar, þar sem verðmætasköpunin verður til, ráða ferðinni.“ Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, segir að samningafundurinn í fyrradag hafi verið ágætur en þar hafi menn fyrst og fremst rætt önn- ur mál en launaliðina. Hann segir að viðsemjendur muni bara halda sínu striki í viðræðunum óháð úrslitum atkvæðagreiðslunnar á almenna vinnumarkaðnum. ,,Þetta slær okkur ekkert út af laginu,“ segir hann. „Ríkið var búið að leggja svipaða útfærslu á borðið í okkr viðræðum og í samningunum hjá SA og ASÍ. Við lítum svo á að sú útfærsla og það tilboð sé bara út af borðinu. Það dettur engum heilvita manni í hug að semja út frá því núna þegar búið er að fella það víðast hvar í þjóðfélaginu,“ segir hann. ,,Það þarf að hugsa þetta upp á nýtt,“ bætir hann við. Árni Stefán segir að megin- áherslur félagsins séu að ná fram leiðréttingu á launamun milli opin- bera markaðarins og almenna mark- aðarins og að samið verði um svo- kallaða jafnlaunapotta til að útrýma kynbundnum launamun. Ríkið hvikar ekki frá tilboði sínu um laun  Formaður SFR segir tilboð ríkisins hafa verið slegið út af borðinu eftir að fjöldi ASÍ-félaga hafnaði kjarasamningunum Morgunblaðið/Árni Sæberg Við afgreiðslu Eftir úrslit kosninga um kjarasamningana er aðeins hluti starfsmanna með nýja kjarasamninga. Starfsfólk á bensínafgreiðslu- stöðvum er t.a.m. sumt í VR sem samþykkti og sumt í Eflingu sem felldi. „Nú er mikilvægt að orð standi,“ segir í nýrri umfjöllun Samiðnar um nið- urstöður atkvæðagreiðslna um kjara- samningana. Tvö aðildarfélög Sam- iðnar felldu samninginn en 98% félagsmanna samþykktu hann. „Í samningunum gáfu atvinnurek- endur og stjórnvöld fyrirheit um efnahagslegt aðhald og stjórnvalds- gerðir til að tryggja framgang samn- ingsins og ekki síst að samningurinn skilaði launafólki kaupmáttaraukn- ingu,“ segir í umfjöllun Samiðnar. „Það er mikilvægt að staðið verði við gefin fyrirheit gagnvart þeim sem samþykktu samninginn og á það bæði við um aðgerðir stjórnvalda til að draga úr neikvæðum áhrifum gjald- skrárhækkana sem komu til fram- kvæmda um síðustu áramót og vinnu- lag vegna undirbúnings kjarasamnings til lengri tíma. Samskipti stéttarfélaga og samtaka atvinnurekenda byggjast á gagn- kvæmu trausti og að staðið sé við gerða samninga. Miðað við þá stöðu sem upp er komin er mikilvægt að það liggi fyrir skýr ásetningur allra sem bera ábyrgð á nýgerðum kjara- samningi að við hann verði staðið og allt verði gert til að ná þeim mark- miðum sem stefnt var að,“ segir þar. SGS-félög taki höndum saman Í umfjöllun um stöðuna og næstu skref segir Vilhjálmur Birgisson, for- maður Verkalýðsfélags Akraness, á vefsíðu félagsins að komin sé upp afar skrýtin og flókin staða. ,,Samstaðan er það sem skilar árangri. Því ber fé- lögum innan Starfsgreinasambands Íslands skylda til þess að taka hönd- um saman og vinna að því að ná þeim markmiðum sem voru fólgin í kröfu- gerðinni, og forystan verður að átta sig á því að þeir launataxtar sem ís- lensku verkafólki standa til boða eru einfaldlega allt of lágir og langt undir öllum opinberum framfærslu- viðmiðum.“ omfr@mbl.is „Staðið verði við gefin fyrirheit“  Umræða að fara í gang í ASÍ-félögum um næstu skref Morgunblaðið/Styrmir Kári Viðræður Fulltrúar SGS á fundi við upphaf kjaraviðræðna sl. haust. Lítil þátttaka í flestum ASÍ-félögum í atkvæðagreiðslum um kjarasamn- ingana hefur vakið athygli en er þó ekkert einsdæmi. Hjá mörgum stærri stéttarfélögum hefur verið dræm þátttaka í kosningum um samninga á umliðnum árum. Því er öfugt farið í félögum op- inberra starfsmanna. Þar hefur þátttaka í kosningum um kjara- samninga verið miklu meiri og oft um eða yfir 70%. Árni Stefán Jóns- son, formaður SFR, segir að meiri- hluti félagsmanna hafi jafnan greitt atkvæði um samninga félagsins og hlutfallið jafnvel farið upp í 80%. Til samanburðar var þátttaka í stærstu félögunum á almenna vinnu- markaðinum undir 20% og var núna 15,3% hjá Flóafélögunum. Þar voru samningarnir felldir með atkvæðum 8,1% félagsmanna á kjörskrá. Skv. upplýsingum Þóris Guðjóns- sonar, þjónustufulltrúa hjá Eflingu, var þátttakan 19,4% um samningana vorið 2011 en aðeins 15% um samn- ingana 2008 svo dæmi séu tekin. Hafa ber í huga að frá árinu 2000 hefur félagsmönnum Flóa- bandalagsfélaganna fjölgað úr 11.370 í 20.155. Erlendum starfs- mönnum hefur fjölgað mikið og seg- ir Þórir að þátttaka þeirra sé alveg í samræmi við hlutfall þeirra af heild- arfjölda félagsmanna. Ekki verður séð að notkun raf- rænna kosninga sem mörg félög not- uðu hafi stuðlað að meiri þátttöku en í þeim félögum sem voru með póst- atkvæðagreiðslu. Flóafélögin við- höfðu póstkosningu en rafræn kosn- ing fór fram hjá VR. Þar áttu tæp 25 þúsund atkvæðisrétt en um 14% tóku þátt og voru samningarnir sam- þykktir með atkvæðum 7,5% fé- lagsmanna VR. Til samanburðar tóku 15,5% VR-félaga þátt í kosn- ingum um samningana 2011 og 12,8% greiddu atkvæði um samninga VR við SA árið 2008. Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptadeild Háskóla Íslands, hefur rannsakað þátttöku í atkvæðagreiðslum um kjarasamn- inga VR frá 1996 til 2008. Sagði hann vekja athygli hversu lítill hópur félagsmanna, í þessu til- felli VR, tekur þátt í atkvæða- greiðslum um jafn mikilvægt mál. Breytt vinnulöggjöf (1996) varðandi form og tilhögun atkvæðagreiðslu sem átti að tryggja að allir fé- lagsmenn hefðu val um að greiða at- kvæði t.d. í tölvupósti virðist litlu hafa breytt um þátttökuna. Þetta stingur líka í stúf við viðhorfskann- anir meðal VR-félaga þar sem um 90% telja kjarasamninga gegna mik- ilvægu hlutverki. Gylfi bendir í samtali á að ein helsta skýringin á þessu sé eflaust sú að lítill minnihluti félaga í VR fái greidd laun samkvæmt kjarasamn- ingum. Langflestir semji um hærri laun í launaviðtölum og sjái sér því e.t.v. lítinn hag í að greiða atkvæði um taxtahækkanir upp á nokkur prósent. Í seinustu launakönnun VR kom í ljós að 66% höfðu farið í launa- viðtal á árinu á undan. Í umfjöllun VR segir að þeir sem fóru í viðtal voru með 7,6% hærri laun en þeir sem ekki gerðu það. Viðtalið hafi því skilað nær 8% hærri launum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Kjörsókn Vegna dræmrar þátttöku voru það 8,1% félaga á kjörskrá í Flóa- félögum sem felldu samningana og 7,5% félaga í VR sem samþykktu þá. Rafræn kosning sýnist breyta litlu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.