Morgunblaðið - 25.01.2014, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 25.01.2014, Blaðsíða 43
ins árið 2005, en þá var ekið inn í Þórsmörk yfir Markarfljót á göml- um hertrukkum af ýmsu tagi og var sá yngsti árgerð 1955. Í lúðrasveitum og kórum Jón Þorsteinn stundaði tónlistar- nám frá 10 ára aldri, lærði á klarin- ett við Tónlistarskólann í Reykja- vík og spilaði með lúðrasveitum í áratug, fyrst með Lúðrasveit barna og unglinga og síðar með Lúðra- sveitinni Svani. Hann söng með skólakór MT, söng með Mótettukór Hallgrímskirkju í nokkur ár, syng- ur með Karlakórnum Fóstbræðrum og var formaður kórsins um skeið: „Söngur hefur lengi þvælst svolítið fyrir mér enda var mikið sungið og spilað á mínu æskuheimili. Ég hef líklega sungið með Fóst- bræðrum frá því um 1980. Þetta er frábær kór sem hefur verið hepp- inn með stjórnendur í gegnum tíð- ina. Ég var einmitt formaður kórs- ins þegar við fórum fræga ferð til Prag, Búdapest og Vínarborgar, árið 2001, og hrepptum gull- verðlaun á miklu kóramóti þar suð- ur frá.“ Jón Þorsteinn er ástríðufullur hestamaður og stundar þá iðju aðallega frá Heylæk í Fljótshlíð. Hann gekk ungur til liðs við skáta- hreyfinguna en er nú meðlimur í drykkjufélögunum Græna bokkan og Astraklúbbnum sem og í íþrótta- félaginu Skundum á Þingvöll. Jón Þorsteinn hefur ekki hugleitt að ganga í stúku. Fjölskylda Eiginkona Jóns Þorsteins er Hrund Logadóttir, f. 19.2. 1957, verkefnastjóri á skóla- og frí- stundasviði Reykjavíkurborgar. Foreldrar hennar voru Logi Ein- arsson hæstaréttardómari og Oddný Gísladóttir húsfreyja sem bæði eru látin. Dóttir Jóns Þorsteins og Odd- nýjar Maríu Gunnarsdóttur, f. 15.5. 1955, er Lára Hrund Oddnýj- ardóttir, f. 12.7. 1975 sem starf- rækir hótel í Reykjavík, ásamt manni sínum, Ilhan Erkek. Börn hennar eru Birgir Arnar Dav- íðsson, f. 1992, Eyþór Karlsson, f. 1996, Jón Hilmir Karlsson, f. 1998 og Hera Karlsdóttir, f. 2000. Dætur Jóns Þorsteins og Mar- grétar Birgisdóttur, f. 8.11. 1954, myndlistarmanns, eru Lilja Jóns- dóttir, f. 19.5. 1978, ljósmyndari í Bristol á Englandi, og Berglind Jónsdóttir, f. 14.2. 1989, nemi í stjórnmálafræði við HÍ. Hálfsystur Jóns Þorsteins, sam- mæðra, eru Elísabet Waage, f. 1945, söngkona, búsett í Reykjavík; Benedikta G. Waage, f. 1947, hús- stjórnarkennari, búsett í Reykja- vík. Alsystkini Jóns Þorsteins eru María S. Gunnarsdóttir, f. 1956, bókasafnsfræðingur í Reykjavík; Guðmundur Óli Gunnarsson, f. 1961, hljómsveitarstjóri, búsettur í Hafnarfirði; Hörður Gunnarsson, f. 1967, tækjastjóri í Reykjavík. Foreldrar Jóns Þorsteins voru Gunnar Björgvin Guðmundsson, f. 18.7. 1925, d. 4.1. 2002, hafnarstjóri í Reykjavík, og k.h., Guðrún J. Þor- steinsdóttir, f. 26.7. 1922, d. 9.3. 2003, píanóleikari. Úr frændgarði Jóns Þorsteins Gunnarssonar Jón Þorsteinn Gunnarsson Guðrún Jónsdóttir húsfr. á Stóruvöllum Albert Jónsson b. og hugvitsm. á Stóru- völlum í Bárðardal Aðalbjörg Albertsdóttir húsfr. í Rvík Þorsteinn J. Sigurgeirsson bankaféhirðir í Rvík Guðrún J. Þorsteinsdóttir píanóleikari Guðlaug Hansdóttir húsfr. í Álftagerði Sigurgeir Stefánsson b. í Álftagerði í Skagafirði Guðbjörg Guðbjartsdóttir húsfr. í Kollsvík Torfi Jónsson b. í Kollsvík María Torfadóttir húsfr. í Breiðavík Gunnar B. Guðmundsson hafnarstj. í Rvík Guðmundur B. Ólafsson b. í Breiðavík í Rauðas.hr. Sigríður Traustadóttir húsfr. í Breiðavík Ólafur Ólafsson b. í Breiðavík Garðar Þorsteinsson prófastur í Hafnarfirði Ólafur Guðmundsson fyrrv. framkvstj. S.H. í Englandi Anna Guðrún Torfadóttir húsfr. í Stekkadal Torfi Ólafsson deildarstj. í Seðlabankanum og lengi form. kaþólskra leikmanna Halldóra Guðbjört Torfadóttir húsfr. á Lambavatni Magnús Torfi Ólafsson alþm. og ráðherra Afmælisbarnið Jón Þorsteinn. ÍSLENDINGAR 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 2014 Kristín Jónsdóttir listmálarifæddist í Arnarnesi viðEyjafjörð 25.1. 1888. Hún var dóttir Jóns Antonssonar, útvegs- bónda þar, og Guðlaugar Sveins- dóttur húsfreyju. Systir Kristínar var Margrét, móðir Jóns Sigtryggssonar tann- læknis, föður Óla Tynes og Inga Hrafns sjónvarpsmanns. Önnur systir Kristínar var Jónína, móðir Gunnars Schram lagaprófessors. Eiginmaður Kristínar var Valtýr Stefánsson, ritstjóri Morgunblaðs- ins, en þau voru foreldrar Helgu leikkonu og Huldu blaðamanns. Kristín stundaði nám við Kvenna- skóla Eyfirðinga og Húsmæðraskól- ann Hússtjórn, myndlistarnám í Tegne- og Kunstindustriskolen for Kvinder og nam við Konunglegu Listaakademíuna í Kaupmannahöfn 1911-16. Kristín málaði vatnslitamyndir og síðan olíumyndir á æskuslóðum í Eyjafirði á sumrin á námsárunum. Hún hélt einkasýningar á verkum sínum á Akureyri, í Kaupmannahöfn og Reykjavík og sýndi með Muggi í Reykjavík 1915. Myndir eftir hana voru m.a. sýndar á Charlottenborg- sýningum í nokkur skipti á öðrum áratugnum, en þar fengu inni, ein- ungis úrvals listamenn. Hún tók einnig þátt í samsýningum í Þýska- landi og víða á Norðurlöndunum en myndir eftir hana eru í eigu ýmissa helstu listasafna á Norðurlöndum. Kristín var með fyrstu konum hér á landi til að gera myndlist að ævi- starfi sínu. Hún sótti myndefni í nánasta umhverfi, var fyrsti íslenski málarinn sem málaði konur við dag- leg störf en er þekktust fyrir kyrra- lífsmyndir sínar, einkum af blómum og ávöxtum, frá árunum 1925-40. Kristín fylgdist vel með þróun ís- lenskrar myndlistar, var ötull mál- svari ungra myndlistarmanna og fagnaði nýjum straumum og stefnum. Heimili þeirra hjóna við Laufásveg var þekktur samkomu- staður ungra myndlistarmanna á stríðsárunum og Kristín hafði óbein en án efa mikil áhrif á myndlist- arskrif Morgunblaðsins. Kristín lést 24.8. 1959. Merkir Íslendingar Kristín Jónsdóttir Laugardagur 85 ára Unnur Malmquist Jónsdóttir 80 ára Frida Olafsdottir Fulmer Sigurmundur Guðbjörnsson 75 ára Gunnar Sigurðsson Sigríður Pétursdóttir 70 ára Kristín Sybil Walker Markús Karl Torfason Ólafur Þórðarson Páll Jónsson Sigurþór Aðalsteinsson Sonja Hansen Stefanía Baldursdóttir 60 ára Gréta Ebba Bjargmundsdóttir Guðfinna Hafsteinsdóttir Guðlaugur Erlingsson Guðmundur Ingi Ragnarsson Helga Líndal Valdimarsdóttir Hólmfríður G Einarsdóttir Inga K. Sigurjónsdóttir Rósa Sigdórsdóttir Stefán Gunnar Þengilsson Þóra Aradóttir 50 ára Aðalsteinn Þórarinsson Friðþjófur Jóhannsson Helga Laufey Finnbogadóttir Jóna Björk Sigurðardóttir Kristín Jóna Hilmarsdóttir Nijolé Kersiené Pétur Jónsson Sigríður Jónsdóttir Sigrún Margrét Arnardóttir Vignir Barkarson 40 ára Ari Gylfason Áslaug Jónsdóttir Kanachana Sawangjaitham Marý Björk Steingrímsdóttir Stefán Metúsalem Ómarsson Steingerður Sigtryggsdóttir 30 ára Agata Poplawska Dagný Bergljót Þórmarsdóttir Elsa Guðný Björgvinsdóttir Eva Dögg Hallgrímsdóttir Eyjólfur Jónsson Frímann Dór Ólafsson Halldór Þór Halldórsson Heiðar Ingi Helgason Ingunn Erla Eiríksdóttir Mariusz Godlewski Sigtryggur Arnþórsson Thi Kim Lien Phan Þóra Dröfn Guðmundsdóttir Sunnudagur 90 ára Guðmundur Jónsson 85 ára Helgi M. Sigvaldason 80 ára Ingvi Jóhann Svavarsson 75 ára Audrey Lucille Paulsen Heiðar Kristjánsson Ragnar L. Benediktsson Sigurbjörg Jóhannesdóttir Sigurður Guðbjartsson Skæringur Eyjólfsson 70 ára Aðalsteinn Skarphéðinsson Bergþóra Sigurjónsdóttir Hlynur Jónasson Jónas Jónasson Kristín Skúladóttir Kristján Karl Torfason Stefanía Þorsteinsdóttir 60 ára Björn Björnsson Garðar B. Sigvaldason Gísli Sveinn Loftsson Magnús Halldórsson Sólveig F. Hallgrímsdóttir Sólveig Guðmundsdóttir Steinunn B. Heiðmundsdóttir Svanhvít Bjarnadóttir 50 ára Einar Kristján Haraldsson Frímann Svavarsson Guðrún Ásgeirsdóttir Gunnbjörg Óladóttir Ingveldur Hermannsdóttir Jón Gísli Jóhannesson Lilja Sveinsdóttir Marek Kaszkacha Roman Lemanski Skúli Bjarnason Tryggvi Gunnarsson 40 ára Árni Þór Bergþórsson Elfa Ágústa Magnúsdóttir Hilmar Símonarson Kristinn Björgvinsson Mayuree Damalee Rúnar Þór Sigursteinsson Þórhildur Guðsteinsdóttir 30 ára Anatolij Jaworski Guðjón Fjeldsted Ólafsson Hildur Jóhannsdóttir Jón Oddur Sigurðsson Juan Jose Ivaldi Zaldivar Md Abdul Musabbir Nanna Þorsteinsdóttir Ragnar Sverrisson Til hamingju með daginn Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón 56 10 000 TAXI BSR Góð þjónusta í 90 ár

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.