Vestfirðir - 09.11.2012, Blaðsíða 12

Vestfirðir - 09.11.2012, Blaðsíða 12
9 nóvember 2012 ÞRÍR FRAKKAR Baldursgötu 14, Reykjavík - Sími: 552 3939 Opið virka daga 11:30 - 14:30 og 18:00 - 22:00 Opið um helgar frá 18:00 - 23:00 frakkar@islandia.is - www.3frakkar.com Í gamla bænum - rétt við hjarta miðborgarinnar Þrír Frakkar Café & Restaurant Ferskur léttsteiktur bláugga- túnfiskur m/soya-smjörsósu og wasabi-kartöflumús Grillsteikt Hrossalund með steiktum sveppum og béarnaise 12 Leyft að veiða 450 tonn af rækju á Arnarfirði Lokið er árlegri stofnmælingu Hafrannsóknastofnunarinnar á rækju á grunnslóð Vestan- og Norðanlands á tímabilinu 18. septem- ber til 8. október sl. Könnuð voru sex svæði, þ.e. Arnarfjörður, Ísafjarðardjúp, Húnaflói, Skagafjörður, Skjálfandi og Axarfjörður. Eitt helsta markmið leið- angursins var að meta stofnstærð rækju á þessum svæðum. Að auki var allur aukaafli mældur. Í Skjálfanda var stofn- vísitala rækju svipuð og haustið 2011, en þá hafði stofnvísitalan hækkað tölu- vert frá fyrri árum og er nú yfir með- allagi. Hlutfall ungrækju var lægra en í fyrra og hefur Hafrannsóknastofnunin lagt til að opnað verði fyrir rækjuveiðar í Skjálfanda með 400 tonna aflamarki. Engar rækjuveiðar á Ísa- fjarðardjúpi Stofnvísitala rækju í Ísafjarðardjúpi mældist langt undir meðallagi. Út- breiðsla rækjunnar takmarkaðist við inndjúpið en hlutfall hrognarækju hefur lækkað verulega frá því haustið 2011. Mikið var af þorski og ýsu á svæðinu fannst fiskur inn að rækjus- væðunum í inndjúpinu. Hafrannsók- nastofnunin hefur lagt til að engar rækjuveiðar verði heimilaðar í Ísaf- jarðardjúpi að sinni. Stofnvísitala rækju í Arnarfirði var undir meðallagi en var hærri en haustið 2011. Líkt og verið hefur undanfarin ár var helsta útbreiðslusvæði rækju innst í firðinum. Magn þorsks og ýsu var svipað og í fyrra, en þó mældist meira af 1 árs fiski. Hafrannsóknastofnunin hefur lagt til að leyfðar verði veiðar á 450 tonnum af rækju fiskveiðiárið 2012/2013. Stofnvísitala rækju í Axarfirði hækk- aði töluvert frá fyrri árum en stofn- inn hefur verið í lægð og ekkert hefur verið veitt úr honum síðan 2002. Mikið var af ungrækju og þar sem rækjan er mjög smá í Axarfirði hefur Hafrann- sóknastofnunin lagt til að ekki verði heimilaðar veiðar á svæðinu. Niður- stöður leiðangursins sýndu að litlar breytingar voru á stærð rækjustofna í Húnaflóa og Skagafirði og eru þeir enn í lægð. Almennt var meira af þorsk- og ýsu á stærðarbilinu 15-30 cm en á undanförnum árum. Ýsumagn var svipað og í fyrra á öllum svæðum nema í Skagafirði þar sem magn ýsu var töluvert minna en á síðustu árum. Magn þorsks var meira eða svipað á svæðunum fyrir Norðurlandi en í fyrra en minna var af þorski í Ísafjarðardjúpi og Arnarfirði. Vestfirðir: Hlutfall þeirra sem lokið hafa háskólanámi undir landsmeðaltali Landshlutasamtök sveitarfé-laga undirbúa nú gerð sókn-aráætlana fyrir landshlutana. Á Byggðastofnun er ma. unnið að greiningu á upphafsstöðu í lands- hlutunum í nokkrum mikilvægum samfélagsþáttum. Einn þessara þátta er menntun íbúa sem þykir gefa vísbendingu um forsendu fyrir ný- sköpun og samkeppnishæfni svæðis. Byggðastofnun fékk fyrirtækið Capacent til að taka saman úr gögnum sínum tölur um menntun fólks eftir landshlutum. Capacent spyr í ýmsum könnunum sínum um menntun og því telst upplýsingagrunnurinn vera marktækur þó þurft hafi að fara aftur til 2011 til þess að fá marktækt úrtak. Niðurstöður sýna markverðan mun á milli landshluta. Aldrei áðar hafa þessar upplýsingar verið teknar saman. Höfuðborgarsvæðið sker sig úr að því leyti að mun hærra hlutfall íbúa hefur lokið grunn- og framhaldsnámi í há- skóla og mun lægra hlutfall íbúa hefur látið duga grunnskólanám eða minna. Í samanburði við landsmeðaltal eru mun lægra hlutfall sem lokið hefur háskólanámi á Vestfjörðum, sérstak- lega meðal karla, en hins vegar hefur hærra hlutfall karla lokið iðnnámi. Þá hefur hærra hlutfall lokið starfs- námi í framhaldsskóla en á landsvísu en sérstaklega athygli vekur hlutfall kvenna á Vestfjörðum, langt umfram landsmeðaltal, sem aðeins hefur lokið grunnskólaprófi eða minna á meðan hlutfall karla í þeim menntunarflokki er aðeins lítillega yfir landsmeðaltali. Svarta húsinu á Flateyri sýnd tilhlýðileg virðing Pakkhúsið á Flateyri var flutt af odda eyrarinnar upp Hafnarstræti að ofanverðu við hafnarkantinn í árs- lok 2011. Flutningurinn hafði staðið til lengi en upphaflega var gert ráð fyrir honum í deiliskipulagi á tíunda áratug síðustu aldar. Húsið sem ým- ist hefur verið nefnt „svarta eða hvíta pakkhúsið“ er talið hafa verið byggt um miðja 19. öld og tilheyrði verslun Hjálmars Jónssonar og Torfa Hall- dórssonar. Var húsið í notkun fram á síðari hluta 20. aldar. Hópur áhuga- fólks undir stjórn Jóhönnu Kristjáns- dóttur, Guðrúnar Pálsdóttur, Sunnu Dísar Másdóttur og Guðjóns Guð- mundssonar hefur unnið að útfærslu hugmynda um að setja upp „harðfisk- setur” í húsinu og fékk hópurinn styrk úr svo kölluðum skötuselssjóði til þess að koma slíkri starfsemi á í húsinu, undir merkjum „menningartengdrar ferðaþjónustu.” Með tilkomu þessa húss hefur enn einni fjöðrinni verið bætt við flóru áhugaverðra áningastaða við aðalgötu þorpsins. Svarta húsið komið á sinn stað við Hafnarstrætið. rækja. Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | www.belladonna.is Full búð af flottum fötum fyrir flottar konur Stærðir 40-58 Verslunin Belladonna á Facebook Fjórhjólalagerinn Stapahrauni 7 • 220 Haf • S. 588 3355 www.4h.is Eigum til reimar í miklu úrvali í flestar gerðir snjósleða og fjórhjóla.

x

Vestfirðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirðir
https://timarit.is/publication/1082

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.