Vestfirðir - 09.11.2012, Blaðsíða 14

Vestfirðir - 09.11.2012, Blaðsíða 14
14 9 nóvember 2012 ERNA Skipholti 3 - Sími: 552 0775 www.erna. is Skipholti 3 - Sími: 552 0775 - www.erna.isERNA GULL- OG SILFURSMIÐJA Fyrir orrustuna um Milvian brú yfir Tíberfljót, 28. október 312 fyrir réttum 1700 árum, sá Konstantín mikli teikn krossins á himni og orðin “in hoc signo vinces” “Undir þessu tákni muntu sigra”. Árið 313 er Konstantín var orðinn keisari veitti hann kristnum mönnum trúfrelsi eftir langvarandi ofsóknir. Menin eru smíðuð á Íslandi eftir hugmynd Dr Gunnars Jónssonar og fást silfurhúðuð á 3.500,- úr silfri: 5.900,- (með demanti: 11.500,-) og úr 14k gulli á 49.500,- (með demanti: 55.000,-). IN HOC SIGNO VINCES (Undir þessu tákni muntu sigra) Félagsfundir Rafiðnaðarsambands Íslands 7. nóvember kl. 12 á Grand Hotel, Reykjavík 8. nóvember kl. 12 í Egilsbúð, Neskaupsstað 9. nóvember kl. 12 á Hótel Hérað, Egilsstöðum 15. nóvember kl. 12 í Landnámssetri, Borgarnesi 15. nóvember kl. 17, Gamla kaupfélagið, Akranesi 20. nóvember kl. 12 á Hótel Ísafirði, Ísafirði 20-40% afsláttur af nýju vörunum Frábær tilboð á útsöluvörum 40-70% afsláttur af eldri vörum Faxafen 10 • 108 Reykjavík • sími 568 2878 • opið mán.-fös. kl. 11:00-18:00, lau. 11:00-15:00 friendtex.is • praxis.is • soo.dk Sinubruninn í Laugardal í Ísafjarðardjúpi: Tjón Súðavíkurhrepps nem- ur yfir 20 milljón um króna Tjónið sem hlaust af sinu- og skógareldum í Laugardal í Ísafjarðardjúpi síðla sumars er metið á yfir 20 milljónir króna. Talið er líklegt að eldurinn hafi kviknað út frá einnota grilli og að öllum líkindum mun Súðavíkurhreppur þurfa að greiða umræddan kostnað að fullu, en ekki njóta fjárhagsaðstoðar frá innanrík- isráðuneytinu, eins og forsvarsmenn Súðavíkurhrepps vonuðust til. Málið er mjög alvaralegt fyrir Súðavíkurhrepp fjárhagslega því tjónið nemur stórum hluta af tekjum sveitarfélagsins. Lögreglan á Vestfjörðum rann- sakar nú upptök eldisins og hverjir séu mögulegir sökudólgar í málinu. Ef eldurinn hefur kviknað út frá einnota grilli ætti það að finnast ef vitað er um upptök brunans, því ekki brennur það sjálft, eða hvað? Ríkisstjórnin hefur styrkt Súðavíkur- hrepp um 10 milljónir króna. Fisk- vinnslu- námskeið í Odda á Patreks- firði Dagana 8. til 10. október sl. var kenndur á Patreksfirði hluti af nám- skeiðinu ,,Fiskvinnsluskólinn” á veg- um Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða. Um 40 nemendur sátu þennan hluta og er ætlunin að ljúka námskeiðinu ekki seinna en í janúar á næsta ári. Töluvert er síðan slíkt námskeið hefur verið haldið á sunnanverðum Vestfjörðum. Í þessum fyrsta hluta var lögð áhersla á mikilvægi hrein- lætis og meðferðar afla í áfanganum bakteríur og gerlagróður. Kennari þessa hluta var Nanna Bára Maríusdóttir frá Fisktækni- skóla Íslands, en í framhaldi munu kennarar af heimasvæði fylgja eftir hluta þeirra áfanga sem eftir eru. Mikil þörf hefur verið fyrir slíkt námskeið á svæðinu og mun Fræðsl- umiðstöð Vestfjarða að sjálfsögðu greiða götu þess. Fiskvinnslunámskeiðin eru kennd í vinnutíma fólks. Fólkið heldur fullum launum og vinnuveitendur greiða þátttökugjöld einstakling- anna, en Fræðslusjóður veitir um- talsverða styrki til námskeiðanna. Fjórðungsþing Vestfirðinga á Bíldudal: Skipulag á stoð- kerfi atvinnulífs og byggða á Vestfjörðum Í byrjun októbermánaðar var 57. Fjórðungsþing Vestfirðinga haldið á Bíldudal. Þar komu saman sveitarstjórnarfulltrúar og fram- kvæmdastjórar sveitarfélaga á Vest- fjörðum. Helstu viðfangsefni þingsins að þessu sinni voru Sóknaráætlun Vestfjarða og skipulag á stoðkerfi at- vinnulífs og byggða á Vestfjörðum. Al- bertína Friðbjörg Elíasdóttir á Ísafirði var endurkjörin formaður Fjórðungs- sambands Vestfirðinga og með henni í stjórn Sigurður Pétursson á Ísafirði, Ómar Már Jónsson í Súðavík, Friðbjörg Matthíasdóttir á Bíldudal og Sveinn Ragnarsson í Reykhólahreppi. Samþykkt var á þinginu vinnulag við Sóknaráætlun Vestfjarða. Unnar verði þrjár minni sóknaráætlanir fyrir hvers svæði Vestfjarða, Norðursvæði, Suðursvæði og Reykhóla og Strandir. Þær verði svo teknar saman og úr þeim gerð ein heildstæð sóknaráætlun fyrir Vestfirði. Strax í framhaldi af Fjórð- ungsþinginu var leitað til Atvinnu- þróunarfélags Vestfirðinga um að vinna að sóknaráætlun þessara þriggja svæða, í náinni samvinnu við fram- kvæmdastjóra sveitarfélaganna. Þeirri vinnu skal lokið og skilað til skrifstofu Fjórðungssambands Vestfirðinga eigi síðar en 15. nóvember nk. Þann 19. nóvember nk. skal samráðs- vettvangur Sóknaráætlunar Vestfjarða kallaður saman og fara yfir þá vinnu sem liggur fyrir og í framhaldi af því skipa framkvæmdaráð sem vinnur að Sóknaráætlun Vestfjarða. Lokatillaga að sóknaráætlun verður svo send sam- ráðsvettvanginum þann 1. desember nk. til umræðu og umsagnar en lokaskjal verður svo birt 15. desember nk. Ríkisstjórnin mun í framkvæmd Sóknaráætlunar Vestfjarða beita m.a. sér fyrir opinni stjórnsýslu, auknu gagnsæi og lýðræðisumbótum. Efnt verður til víðtæks samráðs um sókn- aráætlanir fyrir alla landshluta til eflingar atvinnulífs og lífsgæða til framtíðar. Á fyrsta ári nefnist verkefni Vestfjarða Haf og strönd, - undirbún- ingsverkefni um eflingu kjarnahæfni Vestfjarða. Framtíðarsýn og fjármögnun Sóknaráætlanir landshluta munu sker- pa og skýra samskiptaferlið milli ríkis og sveitarfélaga . Með slíkum samskip- taási ættu sveitarfélög landsins í geg- num landshlutasamtökin að hafa aukin áhrif á úthlutun almannafjár og þannig haft áhrif á forgangsröðun opinberra verkefna í eigin landshlutum hvort sem þau snúa að fjárfestingum eða rekstri. Fyrst í stað gerist það í gegnum verkef- naval en samkvæmt stefnumótunar- skjalinu Ísland 2020 eiga sveitarfélögin að geta haft áhrif á stefnumótun og áætlanagerð ríkisvaldsins til lengri tíma. Regluleg og hlutlæg samskipti um verkefni og áherslur í gegnum sóknaráætlanir landshluta geta með því móti aukið jafnvægi í samskiptum ríkis og sveitarfélaga, aukið gagnsæi, lýðræði og samhæfingu. Fjármögnun verkefna og áherslna sem koma í gegnum sóknaráætlanir landshluta má greina í fjórar áskoranir sem stýrinetið í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga og landshluta- samtök standa frammi fyrir. Útfærsla sóknaráætlana landshluta verður síðan grunnur að byggðastefnu. Sinubruni er alltaf alvarlegt mál. Frá bíldudal. Áhugasamir þátttakendur í fisk- vinnslunámskeiðinu.

x

Vestfirðir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirðir
https://timarit.is/publication/1082

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.