Fréttablaðið - 21.01.2014, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 21.01.2014, Blaðsíða 34
21. janúar 2014 ÞRIÐJUDAGUR| SPORT | 30SPORT HANDBOLTI Það tók sinn tíma en hundleiðinlegt handboltalið Makedóna var lagt á elleftu stundu með marki nýliðans Gunnars Steins Jónssonar. Leikurinn tók á en sigur Íslands var sanngjarn. Stefnan var að koma til leiks með látum. Keyra yfir þunga Makedóna og skilja þá eftir í rykinu. Er óhætt að segja að það hafi ekki geng- ið eftir. Strákarnir okkar voru þeir sem mættu þungir og voru hreinlega sofandi. Er þeir vökn- uðu var staðan orðin 4-0 fyrir Makedóna. Smám saman tóku þeir þó við sér og Björgvin Páll og Ásgeir Örn ákváðu í sameiningu að taka leikinn yfir. Þeir léku á als oddi. Ásgeir skoraði frábær mörk og bjó nánast öll hin mörkin til á meðan Björgvin skellti í lás í markinu. Hann varði eina fjórtán bolta í hálfleiknum og Ásgeir kom að um tíu mörkum. Ísland jafnaði, 7-7, eftir nítján mínútna leik og var komið yfir skömmu síðar. Strákarn- ir höfðu svo þriggja marka forystu í leikhléi, 14-11. Frábær viðsnúningur eftir afar þunga og erfiða byrjun. Síðari hálfleikur byrjaði því miður nákvæm- lega eins og sá fyrri. Makedónar skoruðu fyrstu þrjú mörkin og jöfnuðu leikinn. Það var smá basl á sóknarleiknum og Björgvin ekki í sama stuði og í fyrri hálfleik. Strákarnir hleyptu þó Makedónum aldrei fram úr sér en þeir voru samt aldrei langt undan. Strákunum gekk ekk- ert að hrista þá almennilega af sér. Mikil spenna var undir lokin en Gunnar Steinn Jónsson skoraði sigurmarkið nokkrum sekúndum fyrir leikslok. Vel útfærð sókn og nýliðinn brást ekki á ögurstundu. Enn einn sig- urinn staðreynd og meiðslum hrjáð lið Íslands heldur áfram að gera flotta hluti í Danmörku. Ásgeir Örn vex með hverri raun á þessu móti og hefur spilað frábærlega. Sérstaklega aðdáunarverð frammistaða í ljósi þess að hann hefur nánast ekki spilað neinn handbolta í vetur. Hann og Rúnar mynda fínt par og allar áhyggjur af hægri vængnum fyrir mót voru óþarfar. Björgvin Páll átti enn einn stórleikinn en hann hefur verið frábær í öllum leikjum nema einum á mótinu. Fyrirliðinn Guðjón Valur var ekki fjarri því að spila þriðja leikinn í röð með hundrað prósent skotnýtingu. Enn og aftur stórkostlegt mót hjá járnmanninum okkar sem bregst aldrei. Róberti hefur vaxið ásmegin með hverjum leik og hann er að finna taktinn. Svo er gaman að sjá óreyndu strákana koma inn fulla af sjálfstrausti og leysa sín hlutverk vel í hverjum leiknum af öðrum. Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari hefur stýrt liðinu stórkostlega á þessu móti. Nær að rúlla liðinu vel og fær allt sem hann vill út úr mönnum. Núna sigur gegn fínu liði Makedón- íu og það án Arons Pálmarssonar sem gat rétt leikið fyrstu mínútur leiksins. Frammistaðan á mótinu hingað til er mikill sigur fyrir hann. Seiglusigur gegn Makedóníu Strákarnir okkar brugðust ekki gegn Makedóníu. Eft ir brösuga byrjun náðu þeir yfi rhendinni og unnu sigur, 29-27. Liðið á enn möguleika á því að spila um fi mmta sæti Evrópumótsins sem væri frábær árangur. TEKIÐ Á ÞVÍ Sverre Jakobsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson taka hér á skyttunni Filip Mirkulovski sem skoraði þrjú mörk fyrir Makedóníu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL HANDBOLTI „Ég fann mig vel og þá lætur maður vaða. Það var allt inni hjá mér í dag,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson en hann átti stórkostlegan leik gegn Makedón- um í gær. Þegar allt var í rugli í fyrri hálfleik tóku hann og Björg- vin Páll leikinn yfir. „Þegar maður skorar þá opn- ast allt fyrir manni. Sjálfstraust- ið kemur og allt verður náttúru- legt. Það hægist á leiknum og allir verða opnari en áður. Ég var í „zone-inu“ eins og Peyton Manning gegn New England,“ sagði Ásgeir en hann er mik- ill áhugamaður um NFL-deild- ina og missti ekki af leiknum á sunnudag. „Það gekk ekkert í byrjun hjá okkur. Svo náðum við því fljótt aftur. Þeir eru góðir í að rífa hraðann niður og drepa leikinn. Þeir spila alveg hundleiðinlega og það er því gott að hafa klárað leikinn. Svo ákváðum við að hafa þetta spennandi í lokin.“ Ásgeir hefur spilað frábærlega á mótinu og það kemur mörgum á óvart enda hefur hann lítið spilað með félagsliði sínu, PSG. „Ég er sáttur við minn þátt og þetta hefur verið gaman. Það var búið að tala mikið um að ég væri ekkert að spila sem er alveg rétt. Mér fannst ég þurfa að sýna mig og sanna og þar á meðal fyrir sjálfum mér. Ég undirbjó mig mjög vel fyrir mótið og svo hefur þetta gengið mjög vel.“ - hbg Ég var eins og Peyton Manning í NFL Ásgeir Örn Hallgrímsson skoraði sex mörk og átti stórleik fyrir Ísland gegn Makedóníu í Herning í gær. FRÁBÆR Ásgeir Örn skoraði sex mörk fyrir Ísland í gær. FRÉTTA- BLAÐIÐ/DANÍEL Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is Daníel Rúnarsson danielr@365.is Frá EM í Álaborg HANDBOLTI „Þetta var erfiður leikur og þá aðallega andlega. Það sýnir gríðarlegan styrk að vinna hálfleikinn með þriggja marka mun eftir að hafa lent 4-0 undir,“ sagði Björgvin Páll Gústavsson en það var ekki síst stór- leik hans að þakka að Ísland vann sig aftur inn í leikinn. Björgvin skellti í lás í fyrri hálf- leiknum og varði fjórtán skot. „Ég er þokkalega sáttur við mína frammistöðu en ég hefði viljað verja meira. Ég var í smá vandræðum með Lazarov en það slapp því hinir voru slappir. Ég hefði samt viljað hafa það öfugt. Ásgeir var annars geðveikur og í miklu stuði í þessum leik. Frábært að fylgjast með honum.“ Það tók sinn tíma fyrir strákana að klára Makedóna og var í raun ekki gert fyrr en alveg í blálokin. Make- dónar gáfust ekki upp og komu alltaf til baka. „Við hefðum viljað klára þetta fyrr en mér er samt eiginlega alveg sama fyrst við unnum hvort eð er. Þetta var flott frammistaða á end- anum og það eru alltaf nýir menn að stíga upp hjá okkur og í raun alveg sama hver er inná. Gunnar Steinn kemur til að mynda og klárar leikinn fyrir okkur. Það er margt virkilega ánægjulegt í leik okkar.“ - hbg Ég hefði viljað verja fl eiri skot HANDBOLTI „Þeir vildu kannski hleypa mér inn en það kom aldrei annað til greina en að setja þennan bolta í netið,“ sagði nýliðinn Gunnar Steinn Jóns- son en hann skoraði sigurmark Íslands í leiknum í gær. Hans fyrsta sigurmark fyrir landsliðið. „Ég var aldrei í vafa um að ég myndi skora. Ég skildi ekki alveg af hverju ég var svo rekinn af velli en það skiptir ekki máli núna. Við vorum að bíða eftir að leikurinn kláraðist í stað þess að ganga frá honum. Sem betur fer gekk þetta upp.“ Gunnar Steinn hefur fengið talsvert traust frá þjálfar- anum í Danmörku og nýtt sínar mínútur vel. „Ég er þakklátur fyrir traustið og fæ að spila lokamínúturnar. Ég er ekki 19 ára og hef alveg spilað nokkra mikilvæga leiki. Þegar gengur vel er líka léttara að koma af bekknum.“ - hbg Þakklátur fyrir traustið HANDBOLTI „Ég er mættur með allt stóðið. Þau verða að sjá hvernig þetta er hjá pabba í vinnunni,“ sagði fjölskyldumað- urinn Guðjón Valur Sigurðsson en hann var mættur með börnin sín þrjú á viðtalasvæðið eftir leik í gær. „Við ákváðum að láta keyra yfir okkur í upphafi og það var ekki spes. Ásgeir ákvað að mæta í vinnuna fyrsta korterið en svo komum við hinir smám saman með. Það er hundleiðinlegt að spila við lið sem kemst upp með að spila svona hægt. Það er ánægjulegt að hafa unnið en ég vil henda öllu öðru sem tengist þessum leik í ruslið. Vil ekki sjá hann aftur eða greina hann.“ Enn eina ferðina náði þjálfar- inn að rúlla liðinu vel og allir skiluðu sínu. „Það hefur gengið vel í síðustu leikjum sem er gott. Við reyn- um alltaf að taka einn leik fyrir í einu og það er stígandi í liðinu og hefur gengið vel. Við kiknum ekki undan pressu og ég er ánægður með okkur.“ - hbg Hendum leikn- um í ruslið GUÐJÓN VALUR Fyrirliðinn fagnar einu marka sinna í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL BJÖRGVIN PÁLL GÚSTAVSSON ÚRSLIT EM 2014 Í DANMÖRKU MILLIRIÐILL 1 ÍSLAND - MAKEDÓNÍA 29-27 (14-11) Mörk Íslands (skot): Guðjón Valur Sigurðsson 6/2 (8/3), Ásgeir Örn Hallgrímsson 6 (11), Róbert Gunnarsson 4 (4), Þórir Ólafsson 3 (4), Ólafur Guðmundsson 3 (6), Gunnar Steinn Jónsson 2 (3), Snorri Steinn Guðjónsson 2 (3), Vignir Svavarsson 1 (1), Bjarki Már Gunnarsson 1 (1), Rúnar Kárason 1 (3), Aron Pálmarsson (3). Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 20/2 (46/6, 43%), Aron Rafn Eðvarðsson (1/1, 0%). Hraðaupphlaup: 5. Utan vallar: 8 mínútur. Makedónía - Mörk (skot): Kiril Lazarov 7/1 (11/3), Dejan Manaskov 5/4 (5/4), Goce Georgievski 5 (6), Branislav Angelovski 3 (4), Filip Mirkulovski 3 (6), Stojance Stoilov 2 (4), Zlatko Mojsoski 1 (1), Goce Ojleski 1 (2). Varin skot: Borko Ristovski 14 (42/1, 33%), Petre Angelov (1/1, 0%). Hraðaupphlaup: 4. Utan vallar: 10 mínútur. AUSTURRÍKI - SPÁNN 27-28 (12-14) DANMÖRK - UNGVERJAL. 28-24 (14-11) STAÐAN Danmörk 4 4 0 0 117-102 8 Spánn 4 3 0 1 123-113 6 Ísland 4 2 1 1 117-114 5 Ungverjaland 4 1 1 2 117-114 3 Makedónía 4 1 0 3 95-110 2 Austurríki 4 0 0 4 104-116 0 MILLIRIÐILL 2– LEIKIR DAGSINS RÚSSLAND - KRÓATÍA KL. 14.45 FRAKKLAND - HV. RÚSSLAND KL. 17.00 PÓLLAND - SVÍÞJÓÐ KL. 19.15 STAÐAN Frakkland 3 3 0 0 90-80 6 Króatía 3 2 0 1 83-73 4 Svíþjóð 3 2 0 1 83-74 4 Pólland 3 2 0 1 82-80 4 Rússland 3 0 0 3 77-88 0 Hv. Rússland 3 0 0 3 74-94 0

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.