Fréttablaðið - 05.04.2014, Side 24

Fréttablaðið - 05.04.2014, Side 24
5. apríl 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 24 KONUR Rjúfum þögnina Ég hvet þá sem eiga við ófrjósemi að rjúfa þögnina. Þetta er allt of mikil byrði að ganga með einn eða ein. Ásta Sól Kristjánsdóttir Grét sig í svefn Ég held ég hafi grátið mig í svefn þriðju hverju nótt alla meðgönguna og bað allan tímann: „Leyfðu mér að eiga hana.“ Jessica Leigh Andrésdóttir Ellefu meðferðir og níu milljónir Ég hef farið í ellefu meðferðir og mitt ferli hefur kostað mig níu millj- ónir. Ég fór að lokum í rannsókn í Bretlandi og fór að taka lyf sem bæla niður ónæmiskerfið, í kjölfarið varð ég ólétt. Meðferðin er ekki viðurkennd á Íslandi en vonandi mun hún verða aðgengilegri fyrir þá sem á eftir mér koma. Berglind Ósk Birgisdóttir Par sem á ekki barn saman Hver meðferð Önnur til fjórða meðferð Fimmta meðferð eða meira Glasafrjóvgun Smásjárfrjóvgun 376.055 kr. 449.660 kr. 171.721 kr. 204.811 kr. 376.055 kr. 449.660 kr. Par sem á barn saman Hver meðferð 376.055 kr. 449.660 kr. KARLAR Um 30% árangur er af frjósemismeð- ferðum. Að meðaltali þurfa pör að fara í 3-4 meðferðir áður en árangur næst. Sumum tekst að verða barnshafandi í fyrstu tilraun og öðrum tekst það aldrei þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. BARNLEYSI HÁIR UM 15% PARA OG ER ÓFRJÓSEMI SKILGREINT SEM SJÚKDÓMUR Helstu ástæður ófrjósemi Dæmi um kostnað Hvað kostar glasafrjóvgun? Eftir margra ára baráttu eru þær allar loksins búnar að eignast barn og því bíða þeirra allra hvít-voðungar á meðan á við-talinu stendur. Tveir bíða heima en dóttir Jessicu er enn á vökudeild því hún fæddist eftir ein- göngu 25 vikna meðgöngu. Fyrsta merki þess að þær eru nýbakaðar mæður er að þær sleppa varla sím- unum úr hendi sér og kíkja reglu- lega á þá. Eitthvað sem flestar mæður kannast við og þær hafa látið sig dreyma um í fjöldamörg ár. Ásamt andvökunóttum, bleyju- skiptingum, að deila reynslusögum af brjóstagjöf og meðgöngu. Skilgreining á ófrjósemi er þegar par hefur reynt að eignast barn í eitt ár án árangurs. Ásta Sól hefur verið í ferlinu í níu ár en meðferð hefur aldrei gengið upp hjá henni – synir hennar tveir komu báðir undir heima. Jessica og Berglind fóru í meðferð eftir meðferð í sex ár áður en þær eignuðust sitt fyrsta barn. Þær hafa allar misst fóstur á þessum tíma og fengið ítrekað hið ömurlega „nei“ eftir misheppnaðar meðferðir. Konur virkari í baráttunni Þær sitja saman í stjórn Tilveru sem stendur fyrir vitundarvakn- ingu um ófrjósemi í næstu viku. Henni er ætlað að vekja athygli á hversu mikið andlegt og líkamlegt álag fylgir því að eiga í erfiðleikum með að eignast barn auk fjárhags- áhyggja. Það eru fjórar aðrar konur með þeim í stjórninni og því vakn- ar strax upp spurningin hvort ófrjó- semi sé kvennavandi? Berglind: Jafnvel þótt líkamlegi vandinn liggi hjá karlmanninum þá virðast konur taka virkari þátt í baráttunni. Þær virðast líka eiga auðveldara með að tjá sig um vand- ann. Rannsóknir sýna að karlmenn mælist tveimur árum á eftir konum á kvíða- og þunglyndisskala vegna ófrjósemi. Þeir finna sem sagt sömu tilfinningar en bara seinna. Jessica: Það er líka lítið sem karlmaðurinn getur gert. Konan þarf að fara í meðferðirnar, fara í mikla hormónagjöf og það er ekkert gaman að búa með manni á meðan á því stendur. Mennirnir finna mögu- lega til hjálparleysis því þeir geta lítið gert annað en að vera stuðn- ingur við konuna. Ég held að þetta annað hvort styrki sambandið eða það brotnar. Ásta Sól: Við hjónin höfum bæði verið mjög samtaka og ósamtaka í þessu ferli sem getur valdið tog- streitu í hjónabandinu. Eftir mis- heppnaða meðferð vildi hann kannski hætta en ég vildi ólm vaða áfram í næstu meðferð. Óviðeigandi athugasemdir Fyrir utan álagið sem fylgir með- ferðunum, hvað er erfiðast við að eiga erfitt með að eignast barn? Berglind: Skilningsleysið sem maður mætir í samfélaginu. Það er ekki tekið tillit til að maður sé að Óttuðust að verða aldrei mæður Þær eiga þrennt sameiginlegt: þær börðust í mörg sársaukafull ár við að verða óléttar, eru nýbúnar að eignast barn og sitja sam- an í stjórn Tilveru, samtaka um ófrjósemi. Ásta Sól Kristjánsdóttir, Jessica Leigh Andrésdóttir og Berglind Ósk Birgisdóttir tala um ófrjósemi og allar þær tilfinningar sem fylgja því að þurfa að berjast fyrir því sem öðrum þykir sjálfsagt – að eignast barn. MEÐ BÖRNUNUM Ásta Sól með tveggja mánaða syninum, Nóa Hrafni, Jessica er í miðjunni en dóttir henn ar, Elísabet Anna, er enn á vökudeild og gat því ekki verið með í myndatöku og Berglind með mánaðar- gamla dótt- urina Köru. FRÉTTABLAÐIÐ/ DANÍEL syrgja og líði illa. Fáir spyrja beint út hvernig manni líði og hvern- ig ferlið gangi, sem er betra en að maður þurfi sífellt að setja upp grímu. Jessica: Svo koma óviðeigandi ráð og athugasemdir frá sjálfskipuðu sérfræðingunum. Ásta Sól: Já, góðu ráðin. Maður er nýbyrjaður í meðferð og er spurð- ur hvort maður hafi íhugað ætt- leiðingu. Það er ekki eitthvað sem maður vill heyra þegar maður er í miðri baráttu. Svo á maður að slaka á því þá kemur þetta frekar en ég held ég hafi aldrei verið jafn illa haldin af streitu þegar eldri sonur- inn kom loks undir. Berglind: Já, eða fá sér hund. Það er eitt ráðið, örugglega eina ráðið sem ég hef ekki prófað. Jessica: Mér fannst líka erfitt að sitja undir barnatalinu þar til ég leitaði mér hjálpar hjá sálfræðingi. Eftir það breyttist allt því það var svo gott að fá viðurkenningu á að allar tilfinningar sem ég upplifði væru eðlilegar og ég væri svo sann- arlega ekki sú eina. Ásta: Stundum gat líka verið drullusárt að heyra af pari sem átti algjörlega óvænt von á barni og maður sjálfur búinn að reyna mjög lengi. Ég samgladdist alveg en maður spurði sjálfan sig „hve- nær kemur að mér?“. Það er hræði- leg tilfinning að óttast að verða aldrei móðir. Maður byrjar í ferlinu fullur af von og trú. Síðan þegar ekkert gengur, meðferð eftir með- ferð, verður þetta sífellt erfiðara. Ég held þó að það erfiðasta sem ég upplifði í þessu ferli hafi verið þegar mér var ráðlagt að fara að huga að gjafaeggi – og þurfa mögulega að gefa upp vonina um að eignast mín eigin börn. Barnleysið verður að hugsýki Þær eru sammála um að lífið snú- ist eingöngu um að eignast barn á meðan á ferlinu stendur. Berglind: Ég tók ekki frí frá vinnu í fimm ár nema það væri í tengslum við glasameðferðir. Svo hefur mastersnámið setið á hakan- um. Þetta er sett í algjöran forgang. Jessica: Ég hef ekki farið í það nám sem ég hefði viljað því ég ein- beitti mér bara að því að eignast barn. Það eru fimm ár sem ég gerði bara ekki neitt annað en að hugsa um þetta. Ásta Sól: Mér var boðið til Kúbu en ég hafnaði tilboðinu því ég var mögulega með egglos á sama tíma. Hvað ef þetta er eggið? Ég gat ekki tekið sjénsinn. Berglind: Sama á við um með- gönguna. Maður var alveg hugsjúk- ur og ég þorði ekki að leyfa mér að vona að þetta myndi ganga upp fyrr en í lokin. Ég var með hlustunar- tæki að hlusta á hjartsláttinn henn- ar á hverjum degi og átti erfitt með að slaka á og njóta. Jessica: Ég held ég hafi grátið mig í svefn þriðju hverju nótt alla meðgönguna og bað allan tímann: „Leyfðu mér að eiga hana.“ Ásta Sól: Það er ekki á það bæt- andi að hafa misst fóstur áður. Þá er maður meðvitaðri um að maður geti misst aftur. Mér finnst að tala megi meira um fósturlát í samfélaginu vegna sársaukans og leyndarinnar sem fylgir þeim. Mér var til dæmis ekki boðið upp á neina ráðgjöf, ekki einu sinni þegar ég hringdi og spurði um það. Ferlið hefur kostað níu milljónir Á Íslandi er eingöngu ein læknastöð sem sérhæfir sig í ófrjósemismeð- ferðum. Þær eru sammála um að samkeppnin mætti vera meiri eða sérfræðingarnir opnari fyrir nýj- ungum í fræðunum. Jessica: Mig grunaði alltaf að ég væri með PCOS (fjölblöðrueggja- stokkaheilkenni). Það var ekki fyrr en ég leitað álits hjá þriðja kvensjúk- dómalækninum að það var hlustað almennilega á mig og mína verkja- sögu. Eftir það fékk ég viðeigandi meðferð og varð ólétt í kjölfarið. Í mörg ár var mér sagt að verkirnir stöfuðu af ofþyngd minni. Berglind: Ég endaði á að leita til lækna erlendis. Ég hef farið í ellefu meðferðir og mitt ferli hefur kostað mig níu milljónir. Ég er með legslí- muflakk og öll fjölskyldan lagðist í rannsóknir og greinar á netinu. Við fundum út að ég væri með mörg ein- kenni sjálfsofnæmis, sem veldur því að varnarkerfi líkamans heldur að fósturvísirinn sé krabbameinsfrum- ur og ræðst á hann. En enginn var tilbúinn að rannsaka mig með tilliti til þessa galla, mér var sagt að þetta væru bara kenningar og engar rann- sóknir styddu þær. Ég fór að lokum í rannsókn í Bretlandi og fór að taka lyf sem bæla niður ónæmiskerfið, í kjölfarið varð ég ólétt. Meðferðin er ekki viðurkennd á Íslandi en von- andi mun hún verða aðgengilegri fyrir þá sem á eftir mér koma. Út úr skápnum með ófrjósemi Baráttumál Tilveru eru meðal ann- ars endurskoðun á niðurgreiðslu ríkisins vegna ófrjósemismeð- ferða. Einnig að opna umræðuna til að ófrjósemi hætti að vera tabú í samfélaginu. Berglind: Ófrjósemin hefur líka áhrif á marga, og alla fjölskyldu þeirra sem eiga við vandann. Þetta er ekki bara spurning „verð ég aldrei mamma“ heldur líka „verð ég aldrei amma“. Ásta Sól: Ég hvet þá sem eiga við ófrjósemi að stríða að rjúfa þögnina. Þetta er allt of mikil byrði að ganga með einn eða ein. Jessica lítur á símann sinn í miðri setningu Ástu Sólar og þýtur upp. „Ég verð að fara,“ segir hún enda kominn tími á brjóstagjöf á vöku- deildinni. Það vakna allir upp úr djúpum samræðum og hugurinn fer beinustu leið til litlu óskabarnanna sem leyfðu þessum þremur konum að upplifa stærsta draum sinn. Erla Björg Gunnarsdóttir erlabjorg@frettabladid.is Par þarf 3 tæknisæð- ingar, 3 glasa meðferðir og 1 upp- setningu á frystum fósturvísum. Kostnaður fyrir meðferðir og lyf er að lágmarki um 1.060.000 kr. Ef þau vilja eignast annað barn eru þær meðferðir ekkert niðurgreiddar. Ef þau þurfa tvær meðferðir er kostnaðurinn um 805.000 kr. Einn skammtur af gjafasæði kostar 37.500 kr. og gjafaeggjameðferð 250.000 kr. ● Æðagúlpur eða æðaflækja við eistu ● Lélegt eða van- skapað sæði ● Vanþroska sæði ● Ekkert sæði ● Legslímuflakk (e. endometriosis) ● Fjölblöðru eggjastokkaheilkenni ● Hormónaójafnvægi ● Snemmbúin tíðarhvörf ● Stíflur eða samgróningar í eggjaleiðurum ● Síendurtekin fósturlát ● Léleg eða engin egg
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.