Fréttablaðið - 05.04.2014, Page 40

Fréttablaðið - 05.04.2014, Page 40
FÓLK|HELGIN Hvað er það sem þú gerir alltaf um helgar? Ég reyni mitt besta til að sofa út og slaka á. Þegar Liverpool spilar í enskunni fylgist ég með því; stundum horfi ég á leikina eða bara fylgist með lýsingum á netinu. Oft þarf ég að fara yfir ritgerðir og önnur verkefni, en ég reyni að halda því í lágmarki. Svo hitti ég fjölskyldu og vini, fer í partí eða út á lífið. Oft fer ég líka í sumarbústað fjölskyldunnar. Hvað ætlar þú að gera sérstakt um þessa helgi? Ég vona að verkfallið klárist svo að ég geti byrjað að kenna eftir helgi. Ætli helgin fari þá ekki í undirbúning fyrir næstu viku. Það er ýmislegt sem þarf að gera á þeim stutta tíma sem er fram að prófum. Ef ekki hefur leyst úr verkfallinu verður helgin jafn skrítin og undanfarnar vikur. Svo fer ég í fermingarveislu á sunnu- daginn, en ætli gjöfin fari ekki eftir stöðu mála í kjaradeilunni, svo að fermingarbarnið hlýtur að vonast eftir samningum! Hvar finnst þér best að vera um helgar? Í sumar- bústað sem foreldrar mínir eiga í sameiningu með Elsu móðursystur minni og hennar manni. Bústaðurinn er norður í Hrútafirði, í landi Mela, og stendur við stórkostlegt árgljúfur. Þar getur orðið kalt á veturna en á sumrin myndast þar algjör pottur í skjólinu sunnan við húsið svo að freknukall eins og ég verður stöðugt að bera á sig vörn. Vakirðu lengur um helgar og þá við hvað? Ég vaki yfirleitt lengi um helgar. Stundum horfi ég á sjónvarp með vinum eða spjalla, stundum vaki ég við lestur eða er á netinu. Svo fer ég líka stundum á djammið. Og kemur fyrir að ég fari yfir ritgerðir fram á nótt. Ertu árrisull eða sefur út um helg- ar? Ég sef út, nema nauðsynlegt sé að vakna snemma. Hver er draumamorgunverðurinn? Spælt egg, steiktir sveppir og franskt horn. Hvernig er dæmigert laugardags- kvöld í þínu lífi? Ég sit og spjalla við vini og/eða horfi á sjónvarp. Í kvöld hefst Alla leið í sjónvarpinu og þá er ég auðvitað límdur við skjáinn að dást að eigin fegurð og visku. Ertu með nammidag og hvert er uppáhaldssælgætið þitt? Eins og útlitið bendir til eru nammidag- arnir heldur margir. Ég fæ árlega Mars-tarnir sem endast í nokkra daga, en besta sælgætið er líklega Galaxy Caramel. Hvað maularðu í sjónvarpssófan- um? Mér finnst saltstangir voða góðar og svo er það súkkulaði. Heldurðu hvíldardaginn heilagan? Ef í því felst að hvílast eins og hægt er, þá er svarið já. Annars geri ég oft eitt- hvað sem flokkast undir vinnu á sunnu- dögum. Ferðu til kirkju eða hlustar á útvarpsmess- una á sunnudögum? Það er afar sjaldgæft. Hvað verður með sunnudags- kaffinu og með hverjum drekkur þú það? Ég drekk ekki kaffi, en ætli fermingarveislan verði ekki sunnu- dagskaffið að sinni. Ég hlakka til að hitta fermingarbarnið og fjöl- skyldu hans, sem eru gamlir vinir. Þá er alltaf mikið hlegið. Til hvers eru helgarfrí, að þínu mati? Til að kúpla sig frá amstri hverdagsins og gera eitthvað allt FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs- ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Kolbeinn Kolbeinsson, kolli@365.is, s. 512-5447 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir AÐDÁUN „Í kvöld hefst Alla leið í sjón- varpinu og þá er ég auðvitað límdur við skjáinn að dást að eigin fegurð og visku.“ POLLAPÖNK ÁFRAM HELGIN Dönsku- og íslenskukennarinn Reynir Þór Eggertsson hefur verið í verkfalli undanfarnar þrjár vikur. Hann býr yfir sérgáfu í Eurovision-söngva- keppninni og mætir til leiks í Eurovision-þættinum Alla leið á RÚV í kvöld. SIGURVISS Reynir Þór Eggertsson er viss um að Pollapönk komist upp úr forkeppni Eurovision og endi í einu af tíu efstu sætunum í aðalkeppninni. MYND/GVA HELGARSPJALLIÐ | REYNIR ÞÓR EGGERTSSON annað en hina dagana. Ég vil gjarn- an nota þau í slökun og ferðalög. Hvað ertu búinn að gera af þér í kennaraverkfallinu? Ég hef verið í kynningarnefnd fyrir Félag fram- haldsskólakennara. Við höfum gefið út Verkfallspóstinn sem er daglegt fréttabréf. Þar fyrir utan sat ég aðalfund FF þar sem ég tók sæti í nýrri stjórn. Svo tókum við upp Alla leið í síðustu viku. Þannig að ég hef ekki setið auðum hönd- um, en síðasta vika hefur verið erfið, svona andlega. Hver vinnur Eurovision og hvernig mun Pollapönki vegna þegar út er komið? Margir spá Armeníu sigri, en ég vona að það verði Svíþjóð eða Ungverjaland – svona fyrir- fram – og ætla að spá Ungverjum sigri. Pollapönk á eftir að standa sig með miklum sóma. Ég er viss um að þeir komast upp úr for- keppninni og þá ættu þeir að kom- ast inn á topp 10. Þeir eru allavega í miklu uppáhaldi hjá mér! ■ thordis@365.is Nicovel®lyfjatyggigúmmí VILTU HÆTTA AÐ REYKJA? Nicovel Fruit og Nicovel Mint lyfjatyggigúmmí, innihalda 2 mg af nikótíni sem nikótín resinat. Nicovel er ætlað reykingamönnum 18 ára og eldri. Ekki má nota Nicovel ef um er að ræða ofnæmi fyrir nikótíni eða einhverju öðru innihaldsefni tyggigúmmísins eða ef þú reykir ekki. Leitið ráða hjá lækni áður en Nicovel er notað ef: þú hefur nýlega fengið hjartaáfall eða heilablóðfall, þú hefur fengið ofnæmisviðbrögð (ofsabjúgur) eða útbrot með kláða (ofsakláði). Einnig ef þú ert með: brjóstverk, hjartakvilla sem hefur áhrif á hraða eða takt hjartsláttar, ómeðhöndlaðan háþrýsting, lifrarsjúkdóm, nýrnasjúkdóm, sykursýki, ofvirkan skjaldkirtil, æxli í nýrnahettumerg (krómfíklaæxli), magasár eða bólgu í vélinda. Einstaklingar undir 18 ára aldri ættu ekki að nota Nicovel nema því sé ávísað af lækni. Viðeigandi skammtur fyrir fullorðna getur haft mikil eituráhrif eða verið banvænn fyrir lítil börn. Þungaðar konur og konur með barn á brjósti skulu eingöngu nota Nicovel í samráði við lækni. Skammtar eru einstaklingsbundnir og valdir út frá nikótínþörf. Yfirleitt er nóg að nota 8-12 tyggigúmmí á dag. Hámarksskammtur er 24 stykki á dag. Nánari upplýsingar um notkun er að finna í fylgiseðli lyfsins. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Markaðsleyfishafi: Orifarm Generics A/S. Umboð á Íslandi: Icepharma hf. Lynghálsi 13, 110 Reykjavík. NEY140201 til 6. apríl
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.