Fréttablaðið - 05.04.2014, Page 98

Fréttablaðið - 05.04.2014, Page 98
5. apríl 2014 LAUGARDAGUR| LÍFIÐ | 62 BERJAST Í BEINNI ÚTSENDINGU Annar undanúrslitaþáttur af Ísland Got Talent er í beinni útsend- ingu á Stöð 2 annað kvöld. Fréttablaðið kynntist aðeins betur keppendunum sjö sem kljást um að komast í úrslitaþáttinn. Bubbi tilbað mig sem jójó gúrú Páll jójó 900-9505 Gígantískur styrkur Ásta Kristín súlufimi 900-9501 Fullt nafn: Ásta Kristín Marteinsdóttir Aldur: 22 ára. Starf: Aðstoðarþjálfari hjá Pole Sport, dúla og mamma. Hver er draumurinn? Draumurinn minn er að geta lifað á því að gera það sem ég elska að gera og það sem ég elska að gera er að sýna listir á súlu. Uppáhaldslistamaður/menn? Mínar helstu fyrirmyndir eru bara hinir og þessir úr súluheiminum, það er enginn uppáhalds en alveg fullt af fólki samt sem áður sem ég lít upp til. Hvað er erfiðast við atriðið þitt? Styrkurinn sem þarf til þess að gera svona rútínu er gígantískur þannig að ég myndi segja að æfingarnar séu það erfiðasta. Rosaánægð með hvort annað Höskuldur og Margrét dans 900-9507 Fullt nafn: Höskuldur Þór Jónsson og Margrét Hörn Jóhannsdóttir Aldur: 15 ára Uppáhaldsmatur? Höskuldur: Humar og nautalundir með sósunni hennar mömmu. Margrét: Eggaldinrúllurnar hans pabba og kjúklinga- rétturinn hennar mömmu. Besta minningin í Ísland Got Talent? Fjögur STÓR JÁ. Af hverju á fólk að kjósa ykkur? Ef fólki finnst atriðið okkar flott, þá hjálpar hvert einasta atkvæði til í því að láta fram- tíðardrauma okkar rætast. So You Think You Can Dance eða Dancing with the Stars? Okkur finnst skemmtilegra að horfa á So You Think You Can Dance, þar sem þar er meiri fjölbreytni og vær- um alveg til í að taka þátt í þeirri keppni. En við værum líka sjálf alveg til í að dansa við stjörnurnar í Dancing with the Stars. Bubbi eða Þorgerður Katrín? Nei takk … við erum rosa ánægð með hvort annað. Þrá að syngja í Game of Thrones Óma Rómar söngur 900-9506 Bæði hæfur rappari og kynvera Helga Haralds söngur 900-9502 Fullt nafn: Helga Haraldsdóttir Aldur: 21 árs Hver er draumurinn? Að eignast bolabít af því hann lætur og hrýtur eins og ég. Hvaða lag tekur þú í karókí? Ég mundi taka P.I.M.P. Þar get ég bæði sýnt fram á það að ég sé gríðarlega hæfur rappari en á sama tíma kynvera. Hvaða minning stendur upp úr úr Ísland Got Talent? Þegar ég faðmaði Auðun Blöndal fyrst. Það var vandræðilegt en þess virði! Jón Jónsson eða Þórunn Antonía? Við yrðum svooo gott tríó! Tekur Elvis í karókí Ásta Birna söngur 900-9503 Fullt nafn: Ásta Birna Orellana Björnsdóttir Aldur: 31 árs Starf: Mamma, skrifstofudama og námsmaður Af hverju á fólk að kjósa þig? Af því að ég yrði þeim óendanlega þakklát! Það að fá að syngja hefur alltaf reynst mér svo fjarlægur draumur vegna sviðskrekks, en þessi reynsla hefur gefið mér miklu meira en ég þorði nokkurn tímann að vona. Hver er draumurinn? Ég er að upplifa hann núna. Söngur og tónlist er mér allt á eftir fjölskyldunni. Uppáhaldslistamaður/menn? Á í rauninni engan uppáhalds, það eru bara svo rosalega margir flottir þarna úti, en ef ég yrði að velja þá væru það Adele, Eva Cassidy, Bubbi og Vilhjálmur Vilhjálmsson. Hvaða lag tekur þú í karókí? Love Me Tender með Elvis, sjúklega einfalt en svo yndislega fallegt! Hvaða minning stendur upp úr úr Ísland Got Talent? þegar ég kláraði lagið mitt í Austurbænum, fólkið stóð upp og klappaði. Svo byrjuðu dómararnir að tala og ég var engan veginn undirbúin fyrir þau hlýju orð sem þau létu falla. Þetta var það erfiðasta sem ég hef gert á ævinni, en jafnframt það skemmti- legasta. „Þú ert komin með fjögur glæsileg Já!“ Laufey Lín söngur og píanó 900-9504 Fullt nafn: Laufey Lín Jónsdóttir Aldur: 14 ára Af hverju á fólk að kjósa þig? Til að hjálpa draumi mínum að rætast. Hver er draumurinn? Að verða söngkona og tónlistar- maður og ferðast um heiminn. Uppáhaldslistamaður/menn? Erfitt að velja, en Ella Fitzger- ald, Alicia Keys, Beyonce og Jacqueline Du Pre standa upp úr þessa dagana. Hvaða minning stendur upp úr úr Ísland Got Talent? Þegar Þórunn Antonía sagði: „Þú ert komin með fjögur glæsileg Já!“ Jón Jónsson eða Þórunn Antonía? Það er ómögulegt að velja, þau eru bæði í miklu upp- áhaldi hjá mér! Fullt nafn: Páll Valdimar Guðmundsson Kolka Aldur: 22 ára Starf: Pitsubakari/vaktstjóri og Jójómeistari Af hverju á fólk að kjósa þig? Ef fólki finnst atriðið mitt flott þá ætti það að kjósa það. Hver er draumurinn? Draumurinn breytist í sífellu en akkúrat núna er það að starta jójósenu á Íslandi. Uppáhaldslistamaður/menn? Svo margir … Akkúrat núna er það Mammút í tón- list. Hef alltaf verið mikill Van Gogh- aðdáandi í myndlist, Starry Night er eitt af mínum uppáhaldsverkum. Hvað er erfiðast við atriðið þitt? Fellibylur í húfu eða corocoro, þetta eru jójóslangurorð fyrir erfiðustu trikkin mín í atriðunu. Hvaða minning stendur upp úr úr Ísland Got Talent? Bubbi að tilbiðja mig á sviði sem jójó gúrú. Fullt nafn: Harpa Björk Birgis- dóttir, Hulda Margrét Birkisdóttir, Jón Gauti Skarphéðinsson, Ólafur Freyr Birkisson Af hverju á fólk að kjósa ykkur? Af því að við bjóðum upp á eitthvað nýtt og þorum að vera öðruvísi. Við erum að taka eitthvað alíslenskt og setja það í nýjan búning, hressa upp á það. Hver er draumurinn? Að fá að syngja í Game of Thrones því það væri bara svo svalt! Uppáhaldslistamaður/menn? Harpa: Guðmundur Óli Gunnarsson, stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands með meiru. Hulda: RadioHead Jón Gauti: Daft Punk, Prodigy, MSTRKRFT, Pendulum, Úlfur úlfur Óli: AC/DC, Queen, Rammstein Hvaða lag takið þið í karókí? Harpa: Lady in Red Hulda: I Love Rock and Roll Jón Gauti: Climax með Usher Óli: The Boys are Back in Town Jón Jónsson eða Þórunn Antonía? Harpa og Óli: Þórunn Antonía. Hulda: Jón Jónsson. Jón Gauti: Jón ef hann hefði hárið hennar Þórunnar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.