Fréttablaðið - 05.04.2014, Page 103

Fréttablaðið - 05.04.2014, Page 103
LAUGARDAGUR 5. apríl 2014 | MENNING | 67 Á heimasíðu tískumerkisins Nasty Gal, nastygal.com, er hægt að finna ótalmörg, skemmtileg og flippuð sundföt fyrir sumarið. Bæði er hægt að kaupa þar bikiní og sundboli og er verðið á bilinu tíu til tuttugu þúsund krónur. Sophia Amoruso stofnaði Nasty Gal árið 2006 en fyrst um sinn seldi hún aðeins „vintage“-vörur á uppboðssíðunni eBay. Í dag er merkið hins vegar orðið heims- þekkt og afar vin- sælt og ekki skemmir fyrir að það sendir vörur til Íslands. - lkg Sundföt fyrir sumarið EKKERT AÐ ÞESSU Geggjaður, hvítur sundbolur. ?Kæra Sigga Dögg. Stóra ástin í lífi mínu vill að ég sleiki pung- inn á honum en ég get ekki hugsað mér það því hann er svo loðinn. Af hverju vilja karlmenn láta kyssa eða gæla við punginn? Við stund- um oft munnmök, bæði hann við mig og ég við hann, og við kyssum hvort annað frá hvirfli niður til táar. En ég vil ekki fá hár í munn- inn svo ég vil ekki gæla við pung- inn. SVAR Sumir karlmenn vilja láta gæla við punginn og aðrir ekki, og þinn elskhugi er greinilega einn af þeim sem það kýs. Ef þér þykir eitthvað ógeðfellt í kynlífi þá er það alltaf þinn réttur að kjósa að taka ekki þátt í því. Ef þú ert alfar- ið á móti því að snerta punginn þá getur hann séð um það á meðan þið stundið kynlíf. Ef þú getur hugs- að þér að gæla við hann með hönd- unum þá er hægt að örva punginn þannig og þá ættu hárin ekki að trufla þig á neinn hátt. Þú gætir prófað að setja smá sleipiefni á hendurnar og nuddað punginn til að gera upplifunina enn ánægju- legri. Ef þig langar að veita honum munnmök á punginn og hárin eru eina fyrirstaðan þá getur þú beðið hann um að fjarlægja þau, hvort sem er með vaxi eða rakstri. Þetta þurfið þið aðeins að ræða saman og velta fyrir ykkur möguleikun- um og komast að niðurstöðu sem ykkur hugnast. Gangi ykkur vel. Gælt við punginn KYNLÍF TAKTU ÞÁTT! Sendu Siggu Dögg póst og segðu henni frá vandamáli úr bólinu. Lausnin gæti birst í Fréttablaðinu. kynlif@frettabladid.is Það er fátt leiðin- legra en að vera með snúrur út um allt í flækju. Hér er einföld leið til að koma skipulagi á heyrnartólasnúr- urnar. Ekki skemmir fyrir að auðvelt er að framkvæma verk- efnið með hlutum sem finnast heima fyrir. 1 Athugið hvort endi heyrnar- tólasnúrunnar passi í gatið á hefðbundinni þvottaklemmu. 2 Finnið tvær þvottaklemmur sem eru ekki í notkun. 3 Skreytið þvotta-klemmurnar, annaðhvort með límbandi eða litum. 4 Límið þvotta-klemmurnar saman, og látið götin á þeim snúa hvort frá öðru. Með götum er átt við þau sem eru á þeim enda sem klemman er. 5 Leyfið líminu að þorna alveg– jafnvel yfir nótt. 6 Vefjið snúrunni um þvottaklemm- urnar. Leikur einn! * Fengið af Buzzfeed.com Lumar þú á einföldu og skemmtilegu verkefni sem hægt er að framkvæma sjálfur? Sendu það endilega á okkur á netfangið liljakatr- in@frettabladid.is FÖNDRAÐU KOMDU SKIPULAGI Á SNÚRURNAR Nánari upp- lýsingar um verkefnið er að finna á Lífinu á Visir.is visir.is EINSTAKLEGA SNIÐUGT Um að gera að nýta gamlar þvottaklemmur í þetta verkefni. GEFÐU FERMINGARBARNINU SKÖPUNARKRAFTINN MEÐ GRÆJUNUM FRÁ OKKUR Axel Sigurðsson Sif Garðarsdóttir Frummælendur: Axel Sigurðsson, hjartalæknir Má varast hjarta- og æðasjúkdóma með mataræði? Sif Garðarsdóttir, heilsumarkþjálfi frá IIN Rétta leiðin Ragna Björg Ingólfsdóttir, ólympíufari og áður atvinnumaður í badminton Breytt mataræði - sem leið til árangurs í íþróttum? Tryggvi Þorgeirsson, læknir og lýðheilsufræðingur Máttur skynseminnar í matarvali Fundarstjóri: Geir Gunnar Markússon, næringarfræðingur á Heilsustofnun NLFÍ. Auk frummælenda situr fyrir svörum Sólveig Eiríksdóttir á Gló. Allir velkomnir. Aðgangseyrir kr. 2.000. Frítt fyrir félagsmenn. Málþing Náttúrulækningafélags Íslands - 8. apríl 2014 Berum ábyrgð á eigin heilsu Máttur matarins! Gott mataræði – betri heilsa - meiri lífsgæði Fræðslunefnd Náttúrulækningafélags Íslands efnir til málþings á Icelandair hótel Reykjavík Natura, þingsal 1, þriðjudaginn 8. apríl 2014 kl. 19:30. Ragna B. Ingólfsdóttir Geir Gunnar Markússon Tryggvi Þorgeirsson Sólveig Eiríksdóttir • Getur matur skapað sjúkdóma? • Er sykur eitur fyrir líkamann? • Má varast sjúkdóma með mataræði? • Er matur vanmetinn sem leið til bættrar heilsu? • Samsetning matarins, skiptir hún máli?
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.