Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2002, Page 80

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2002, Page 80
BENEDQCT HJARTARSON fengja það rými sem við lifum í,15 er höfnun á hugmyndinni um einsleitt rými. Eins og Foucault bendir á, höfðu Gaston Bachelard16 og aðrir fyrirbærafræðingar sýnt fram á að skynjun hugverunnar á umhverfinu er ávallt hlaðin merkingu. I staðfræði sinni leitast Foucault við að sýna hvernig hið ytra rými sem slíkt er ávallt sundurleitt, þar sem það er ekki til óháð þeirri vitund sem skapar það. Greining hans beinist þ\d síður að hinu eiginlega rými en þeim flokkunarkerfum sem við beitum til að ljá umhverfi okkar merkingu og reglu. Þegar uppruni heterótópíu-hugtaks Foucaults er kannaður kemur berlega í ljós að útópían og heterótópían eru tákngervingar tveggja ólíkra hugsanakerfa, en ekki rýmisleg fyrirbæri í þröngum skilningi. I inngangi sínum að Orðum og hlutum, þar sem hugtakinu bregður fyrir í fyrsta sinn í skrifum hans, bendir Foucault á hvernig hin útópíska hugs- un er bundin í reglukerfi nútímans og leggur áherslu á hvernig útópían festir ríkjandi samfélagsskipan og hugmyndaffæði í sessi. Sú annarlega veröld sem útópían bregður upp mynd af liggur handan við hið raun- verulega lífsrými mannanna og beinir þannig sjóniun frá þeim annar- leika sem þrífst innan þessa rýmis, ljær því einsleitt yfirbragð. Sem hefð- bundið minni styrkir útópían ennfremur tilvísunarvirkni tungumálsins. Hún er gegnsær miðill þar sem brugðið er upp skáldlegum ímyndum af staðlausum stöðum. Utópían er í raun „leiðarhnoða“ tungumáls nútím- ans. Hún er „mark“ sem vissulega er óraunhæft, en sem handanleiki heimsmyndar okkar framleiðir hún margvíslegar „arfsagnir“ um leið og hún njörvar niður hefðbundna semingagerð og rökvísi tungumálsins.1 Utópían er það hinsta mark sem gerir leiðarsagnir nútímans mögulegar, sjálft lögmál formgerðar þeirra. Kjörmynd heterótópíunnar er aftur á móti það undraverða flokkunar- kerfi dýra í smásögu Borges sem Foucault segir hafa verið kveikjuna að Orðum og hlutum. I umræddu kerfi, sem argentínski rithöfundurinn seg- ir vera ættað úr kínversku alfræðiriti, eru dýr m.a. flokkuð í dýr í eigu keisarans, vitskert dýr, hafgúur, o.s.frv., smurð dýr og dýr sem úr mikilli fjarlægð líkjast flugum.18 Heterótópían brýmr niður vanabundna merk- 15 Sjá: M. Foucault (2002) bls. 138. 16 Sjá: G. Bachelard (1957). 17 M. Foucault (1966) bls. 9-10. 18 M. Foucault (1966) bls. 7. Flokkunarkerfið í sögu Borges lítur þannig út í íslenkri þýðingu í grein eftir Matthías Viðar Sæmundsson (1991): ,,a) dýr í eigu keisarans, b) smurð dýr, c) tamin dýr, d) grísir á spena, e) hafgúur, f) kynjadýr, g) óskiladýr, h) dýr 7»
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.