Þjóðlíf - 01.05.1986, Qupperneq 27

Þjóðlíf - 01.05.1986, Qupperneq 27
þeirra eggja, sem sogin hafa verið úr v-þýskum konum séu nú nærri 10.000 og um 71 prósent þeirra hafi verið frjóvguð. Aðeins 2-3 prósent frjóvgaðra eggja enda sem lifandi börn. Bæði eru afföllin mikil þegar þeim hefur verið komið fyrir í legi konu og gölluð egg eru skilin frá heilbrigðum. En hvað verðurum afganginn? Prófessor Kurt Zehn við Köln- arháskóla telur að um 1000 fóst- ur séu geymd í frystikistum víðs vegar um heiminn og bíði þess að komast í móðurkvið. Par á meðal eru fóstur eigenda sem tótist hafa áður en tími gafst til viðeigandi aðgerðar, fóstur hjóna sem hætt hafa við aðgerð, slitið samvistum eða hjóna sem tekist hefur að eignast barn með eðlilegum hætti. Kurt Zehn telur ólíklegt að þessi fóstur komist nokkru sinni í móðurkvið - nema til þess kæmi að kona óskaði eftir frjóvguðu eggi ann- arrar konu, en sá möguleiki er suðvitað alltaf fyrir hendi. Ofannefndur Robert Edwards telur, að þau fóstur, sem nú eru 9eymd í frystihúsum sjúkrahúsa víða um heim, verði að teljast brottfallsefni sem vísindamenn hafi rétt til að nota í vísindaskyni. Nýyrðinu pre-embryonen hefur skotið upp meðal vísindamanna [ seinni tíð, en það má þýða með 'slenska heitinu for-fósturstig. Petta nýyrði er viðhaft um frjóvg- egg yngri en 14 daga, sem ekki er búið að færa í móðurkvið egg sem lifa ekki í eiginlegum skilningi þess orðs en geta ein- ^vern tíma orðið að mannverum. Ef til vill er þessi skilgreining brot e öllu siðgæði vísindamanna, því sPyrja má hver sé munurinn á [dóvguðu eggi og frjóvguðu eggi 1 eióðurkviði. Er hér ekki um 0rðaleik að ræða, uppfundnum í Því skyni að fá fólk til að líta slfk egg öðrum augum en „venjuleg" frjóvguð egg? Tímaritið Spiegel er þeirrar skoðunar og bætir við, að vissulega geti fólk fagnað tækni sem bætir úr barnsleysi fólks, en flestir myndu láta sér illa lynda fyrirbæri eins og leigu- mæður og afgangsfóstur. Blaðið er þeirrar skoðunar að almenn- ingsálitið sé tæpast á þann veg að líta beri á læknislistina sem hverja aðra markaðsvöru þar sem egg, sæði og mæður gangi kaupum og sölum. MÖGULEGT ER AÐ barn, sem getið er í glasi eða með tæknifrjóvgun, eignist fimm for- eldraígildi. í fyrsta lagi líffræði- legaforeldra (tvo), lánsmóður (ein, sem gengur með barn sem búið er til úr hennar eigin eggi eða annarrar konu og sæði eiginmanns síðarnefndu kon- unnar) og félagslega foreldra (tvo). Vart þarf að taka fram þá tilfinningalegu og félagslegu flækju sem barnið getur átt fyrir höndum síðar meir á ævinni ef það kemst að því hvernig í pott- inn erbúið. Áður fyrr störfuðu eingöngu kvenlæknar á kvensjúkdóma- stöðvum, en nú eru þar einnig að störfum dýralæknar, líffræð- ingar og mólekúlerfðafræðingar. Innan dýralækninga eru ýmiss konar inngrip [ náttúruna daglegt brauð og því eðlilegt að dýra- læknar hafi áhuga á að starfa að þessum málum í mannheimi. Nú er unnt að búa til eineggja tví- bura í dýrum með því að skipta fóstri snemma á lífsleið þess og hið sama væri tæknilega mögu- legt að gera við mannsfóstur. Vaxtarhormónum úr rottum hef- ur verið komið fyrir í músum og fengin nokkurs konar „súper- mús“, og nýlega tókst vísinda- mönnum að koma vaxtarhorm- óni úr manni í kanínur, kind og svín. í hrossarækt hefursvokall- að „delayed twinning" verið stundað um tíma, en þá er um það að ræða að frjóvguðu fóstri er skipt í tvennt, annar helming- urinn settur í hryssuna og hinn frystur. Ef afkvæmi hryssunnar reynist á einhvern hátt ákjósan- legt er hægt að búa til nákvæma eftirlíkingu af því síðar, e.t.v. þegar fyrra afkvæmið er dautt úr elli! Bandaríski líffræðingurinn George Seydel velti því fyrir sér fyrir nokkru hvort ekki mætti nota þessa aðferð í mannheimi: kon- ur gætu hugsanlega gengið með eigin eineggja tvíbura og eigin- maðurinn yngt upp hjá sér með annarri nákvæmlega eins konu síðar meir! Hér hefur vissulega verið dregin upp dökk mynd af þeirri framtíð sem erfðatæknin getur hugsanlega búið yfir. En vita- skuld er unnt að nota tæknina bæði til góðs og ills. Hið góða við genatæknina er, að með því að kortleggja erfðavísa mannsins má smám saman finna ýmsa erfðagalla hjá mannfólkinu og hugsanlega bæta úr þeim. Nú er unnt að sjá um 70 erfðagalla með því að taka legvatnssýni en ekki fyrr en á 16. viku með- göngu. Að sögn sérfræðinga á sviði genatækninnar verður innan skamms hægt með nýrri aðferð að greina 2.300 þekkta erfðagalla þegar á 8. viku með- göngu. Aðferðin byggir á því að taka bita úr legkökunni og greina erfðaefnin í henni. Þessari þekkingu og tækni fleygirörtfram. Framtíðarmark- miðið er að reyna að bæta nátt- úruna - mynda ný gen í stað hinna gölluðu. Ósjaldan orsakar aðeins einn rangt myndaður erfðavísir stórkostlegan galla í mannverunni. Lítill vandi mun nú vera að mynda gen í stað hinna gölluðu, en hins vegar vandast málið þegar koma á geninu fyrir. Menn hafa þá tækni ekki enn á valdi sínu sem tryggir að erfða- vísirinn starfi rétt, t.d. er ekki ennþá unnt að finna réttan skammt af erfðavísinum. Fræði- lega séð er þessi tækni mögu- leg. Hugsanlegt væri að „laga“ erfðavísi sem veldur dvergvexti, en svo gæti farið að mannveran yrði risavaxin. Flestum vísinda- mönnum ber saman um að langt muni líða þar til menn hafi þessa tækni á valdi sínu. Breska vís- indatímaritið Lancet telur þannig að þessar hugmyndir manna verði ekki að veruleika í náinni framtíð, ekki frekar en skilningur og úrbætur á ellihrörnun. HVAÐ SEM ÖLLUM framtíð- arvangaveltum á sviði erfða- tækni líður er Ijóst, að margir bera ugg í brjósti vegna framtíð- arinnar. Mönnum virðist sem vís- indunum séu engin takmörk sett og að óprúttnir vísindamenn, sem vissulega eru til, muni ganga fram á ystu nöf. Almenn- ingsálitið eryfirleitt ekki hliðhollt því að „fiktað" sé við náttúru mannsins og búast má við deilum milli vísindamanna sem krefjast rannsóknafrelsis og stjórnvalda sem óttast almenn- ingsálitið. Bandaríkjastjórn hefur til dæmis tekið fyrir fjárveitingar á þessu sviði, en opinbert fé hef- ur fram til þessa kostað um 85 prósent þessara rannsókna. Al- freð Árnason, erfðafræðingur hjá Blóðbanka Islands, sagði f samtali við ÞJÓÐLÍF að auðvit- að mætti misnota þessa tækni gróflega, eins og allt sem mann- skepnan finnur upp. „Aðalhætt- an stafar af vitlausum stjórn- málamönnum og þægð vísinda- manna við þá. Hitler hefði t.d. ekki þótt ónýtt að ráða yfir þess- ari tækni á sfnum tíma." Nýlega var sýnd í sjónvarpinu kvikmyndin The Boys from Braz- il en hún fjallaði einmitt um svo- nefnt „klóning" innan gena- tækninnar. (myndinni hafði verið tekinn vefur úr Hitler og honum komið fyrir í eggi kvenna. Síðan fæddust nákvæmar eftirlíkingar af Hitler víðs vegar um heiminn - til að tryggja framtfð nasism- ans! Tæknin er þó ekki komin svo langt að þetta sé unnt, eins og margir virðast halda. Eftirlfk- ingar hafa verið gerðar af frosk- um, en þá hefur verið notaður vefur úr mjög ungum dýrum, nánast á fósturstigi, og ekki mun unnt að nota vef úr fullorðnum skepnum. En hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér'? Framtíðarmarkmið gena- tækninnar er að bæta náttár- una — mynda ný gen í stað gallaðra. ÞJÖÐLÍF 27
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.