Þjóðlíf - 01.05.1986, Qupperneq 50

Þjóðlíf - 01.05.1986, Qupperneq 50
í dögun Fyrir nokkru var gerð könnun í Bandaríkjunum á viðhorfum karla og kvenna til kynlífs snemma á morgn- ana. Könnunin náði að vísu aðeins til 50 karla og 50 kvenna og er því tæplega marktœk fyrir mann- eða kvenkynið í heild. Svörin voru þó fróðleg. Um 80prósent karlanna svöruðu því til að þeim fyndist morgunkynlíf unaðslegt, en70 prósent kvenn- anna. 66 prósent kvennanna sögðu þó að þœr kysu heldur kvöldin og nceturna. Um 60 prósent aðspurðra voru þeirrar skoðunar að venjulega væri það karlinn sem œtti frumkvœöið á morgnana, og 62 prósent kvennanna — en 36 prósent karlanna — sögðu að viðhorf þeirra til núverandi ástar- sambands og lengd þess hefði áhrif á viðhorf þeirra til þessara hluta. 64 prósent kvennanna sögðu að þœr œttu erfiðara með að fá fullnœgingu á morgnana en á kvöldin. Hvaða áhrif höfðu þessi svör á karlmennina? Um 6 prósent þeirra sögðust halda að konur þeirra ættu auðvelt með að fá fullnægingu á morgnana, 16 prósent sögðust halda að kvöldin væru betrifyrir þær, 12 prósent voru þeirrar skoðunar að tíminn hefði engin áhrif — en 66 prósent sögðust ekki hafa hugmynd um hvenær besti tíminn værifyrir konurnar! Mynd: Ástþór Jóhannsson Alla tíð virðast kynin hafa haft mismunandi skoðanir á kynlífi. Þetta kemur fram í bókmenntum og myndlist frá liðnum öldum — og fjöldamörgum öðrum heim- ildum. Jafnréttisumræðan á áttunda áratugnum snerist kannski ekki hvað síst um þetta atriði og var þar komið inn áfjöldamörg atriði sem tengjast kynlífi, beint eða óbeint: getnaðarvarnir, fóstureyðingar, kyngetu, kyn- kulda, barnaumönnun og ótal margtfleira. Kynhegðun- in sjálf var í brennidepli — rætt var um bolabrögð karlmanna á þessu sviði ogfeimni kvenna. Frjálslyndi í kynferðismálum óx, en kannski verður ekki það sama sagt um þekkinguna. Alla vega virðist víða vera pottur brotinn í þeim efnum og kynunum ganga seint að ná saman. Til að kanna afstöðu kynjanna til kynlífsins birtist hér svar karls og konu við því hvaða augum þau líta kynlíf fyrir morgunverð. Hér birtist mismunandi afstaða glöggt — og áberandi er lítill skilningur á þörfum hins aðilans. HANNSEGIR: Ég veit eiginlega ekki hvernig ég á að svara þessu með öðru en því að vísa til minnar eigin reynslu. Hvort ég tala fyrir munn karlmanna yfirleitt veit ég ekki, en þetta er allavega mín reynsla. Mér er mjög minnisstæð ein reynsla á þessu sviði- kannski vegna þess að um var að ræða konu sem ég var mjög hrifinn af, en missti því miður. Kvöld nokk- urt vorum við úti að ganga í Ijúfu veðri eftir góðan kvöldverð á góðu veitingahúsi. Kynni okkar voru nýhafin og við höfðum ekki sofið saman áður. En þetta kvöld var augljóst að hverju stefndi. Hún bauð mér heim með sér og við áttum saman yndis- lega nótt. Þegar við vöknuðum um morguninn hafði ég fullan hug á því að hefja leikinn þar sem frá var horfið, en konan hafnaði því alfarið. Það var augljóst að kynlíf tengdist aðeins nóttinni í hennar huga. Ég átti erfitt með að kyngja þessu, og þetta var upphafið að endinum á okkar vinskap. Ég upplifði þetta sem höfnun, þótt ég viti vel að sú varekki meiningin. Þetta sama vandamál hafði ég reyndar upplifað áður. Ég var þá með stúlku sem ég hreifst af, sem ekkert hafði á móti „morg- unævintýrum" sumadaga. En aðra daga, einkum þegar hún átti að mæta í vinnu, neitaði hún mér alfarið. Morgunn einn tókst mér þó að fá hana til við mig eftir 50 ÞJÓÐLlF
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.