Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.11.2014, Blaðsíða 10

Fréttatíminn - 28.11.2014, Blaðsíða 10
Það sem mér kemur fyrst í hug varðandi þessar niðurstöður er að þær sýna allar að almenningur læt- ur sig heilbrigðiskerfið varða. Hann hefur áhyggjur af því og er áfram um að heilbrigðiskerfið verði sett í forgang og fái stuðning. Heilbrigðiskerfið hefur náð frá- bærum árangri en það hefur hrikt í því að undanförnu og hefur það komið skýrt í ljós og fólk áttað sig á því að innviðirnir eru farnir að láta á sjá. Niðurstöðurnar úr þess- ari könnun endurspegla það. Hins vegar er núna á þessu ári og því næsta verið að forgangsraða fjár- munum inn í heilbrigðiskerfið, bæði til lækningatækja, til þess að byggja nýjar byggingar á Hringbraut og til annarra þátta í heilbrigðiskerfinu, svo sem til rekstrar. Ný fjárlög gefa mikilvæga viðspyrnu. Hins vegar hefur fólk vissulega áhyggjur af kjaramálum og því hvernig búið er kjaralega að heilbrigðisstarfsfólki, það sést á niðurstöðunum. Það eru þrír þættir sem erfitt er að slíta í sundur, kjaramál, rekstrarfé og upp- bygging innviða. Það er frábært að fá mikið fé áfram í uppbyggingu inniviða og endurnýjun lækninga- tækja en nú fáum við einnig aukið fé til rekstrar, nú bætist við millj- arður sem er mjög þýðingarmikið. Við þurfum eftir sem áður að sýna aðhald og eigum eftir að skoða það hvað þessi milljarður dugar til að gera. Nýr spítali 2020 Mestu tíðindin eru hins vegar þau að á fjáraukalögum er gert ráð fyrir tæpum 900 milljörðum í nýbygging- ar við Hringbraut. Það er ofboðs- lega mikilvægt að það verkefni fer nú aftur á fullan skrið og sam- kvæmt núverandi plönum verði ný- byggingar við spítalann reistar árið 2020. Það er gríðarlegt öryggis- og þjónustumál en það blæs líka heil- brigðisstarfsfólki von í brjóst. Það er erfitt að undirstrika nógsamlega mikilvægi þessa þáttar. Á heildina litið er mikilvægt að haldið verði áfram á þeirri braut sem mörkuð var á þessu ári, þar sem meira fé hefur verið veitt til sérhæfðrar sjúkrahúsþjónustu. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ Það kemur ekki á óvart að fólk hafi miklar áhyggjur af heil- brigðiskerfinu. Heilbrigðis- kerfið er í vanda og margir finna það á eigin skinni. Varð- andi spurninguna um hvort fólk sé hlynnt því að læknar fái meiri hækkun en aðrir, ég held að það hefði frekar átt að spyrja fólk hvort það sé tilbúið að falla frá lögbundnum launahækkunum sem þarf að gerast ef hækka á laun lækna um þrjátíu eða fimmtíu prósent án þess að verð- bólga fari af stað. Seðlabankinn hefur gefið það út að það sé í lagi að hækka laun lækna umfram laun annarra stétta ef heildarhækkun launa fari ekki yfir 3,5%. Heildarhækkunin núna er 6,8% þannig að heildarhækkun upp á 3,5% gæti einungis gengið upp ef aðrar stéttir taka á sig launalækkun, sem ég sé ekki gerast. Síðan þarf að skoða hvort það verði sátt innan spítalans fái læknar launahækkun umfram aðrar stéttir. Hér var gerð þjóðarsátt um leiðréttingu launa kennara. Læknar styðja hana ekki með þessari framgöngu. Verður það þá ekki þannig að næsti hópur telur að gera eigi þjóðarsátt um hans rétt- mætu kröfur? Meirihluti vinnumarkaðarins hefur einungis fengið almennar launahækkanir undan- farin ár og ekkert launaskrið hefur orðið. Hefur hann þá ekki dregist aftur úr einhverjum hópi í launahækkunum? Þorbjörn Jónsson, formaður Læknafélags Íslands Niðurstöður könnunarinnar eru í samræmi við þá tilfinn- ingu sem við höfum haft. Við höfum fundið mikinn stuðn- ing við kjarabaráttu okkar. Könnunin sýnir einnig mikinn stuðning við þá kröfu okkar að læknar fái meiri launahækkun en aðrar stéttir en við teljum það nauðsynlegt til að örva nýliðun og sporna gegn brott- falli. Í þessu tilviki er einfald- lega ekki hægt að halda sig við lágmarkshækkanir, þær duga ekki. Þessi stuðningur er mjög mikill og styður það áhersluatriði okkar að læknar þurfi talsverðar launa- hækkanir til að sporna megi gegn falli heilbrigðiskerf- isins. Þetta sýnir það jafnframt að almenningi þætti eðlilegt að fara slíka leið þótt forystumenn einstakra launþegasamtaka hafi ekki gefið færi á slíku. Ég held að fólk skilji almennt í hve djúpum vanda við erum með heilbrigðiskerfið og að úr honum verði ekki leyst öðru- vísi en með auknu fjárframlagi frá ríkinu. Hækkun launa lækna er klárlega skjótvirkasta leiðin til þess að vinna gegn þeim vanda sem við stöndum frammi fyrir. Mönnunarvandinn er stærsti vandinn en svo er auð- vitað líka víða húsnæðisvandi, líkt og á Landspítal- anum, auk þess sem skortur er á endurnýjun stórra og smárra tækja. Þetta eru ekki bara dýrustu og flóknustu tækin sem þarf að endurnýja, heldur líka einfaldari búnað. Allt þarf þetta að vera í lagi svo kerfið virki eins og við viljum að það virki. Við viljum standast saman- burðinn við Skandinavíu. Bjarni Benedikts- son fjármálaráðherra í viðtali við RÚV þann 19. nóvember „Ég held að það sé engin almenn sam- staða um einhverja eina tiltekna stétt langt út úr öllu korti án þess að það séu þá gerðar einhverjar breytingar á bæði starfsumhverfi og launauppbyggingu.“ Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ í viðtali í Morgunblaðinu 19. nóvember : „Ég sé ekki að það sé hægt að búa til þjóðarsátt um að einn fái meira en annar. Það væri hægt að gera það fyrir fátækt fólk, ég held að það sé skilningur á því að samfélagið eigi að hjálpa þeim sem minna mega sín. Ég verð að viðurkenna að ég hef aldrei litið á lækna í þeim hópi.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra á Alþingi 17. nóvember „Við hljótum að spyrja hvort hægt sé að mynda einhvers konar almenna sátt og þá má meðal annars spyrja stjórnarand- stöðuna en ekki hvað síst aðila vinnumark- aðarins hvort menn líti þannig á að staðan réttlæti breytingar á kjörum lækna, bætur umfram það sem hægt væri að semja um í fyrsta áfanga annars staðar.”  Páll Matthíasson, forstjóri landsPítalans: Almenningur vill að heilbrigð- iskerfið verði sett í forgang Spurt var Styður þú kjarabaráttu lækna? 13,5% NEI 86,5% JÁ Fleiri konur en karlar styðja kjarabar- áttu lækna, 92,7% kvenna og 80,6% karla. Meiri stuðningur er hjá fólki undir 50 ára, um 89% en 81% hjá fólki yfir fimmtugt. Ekki var marktækur munur eftir búsetu, menntun, starfi eða heimilistekjum. Ummæli um stöðuna Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Gjafakort Borgarleikhússins Gefðu töfrandi stundir í jólapakkann. Kortið er í fallegum umbúðum, gildir á sýningu að eigin vali og rennur aldrei út. 10 fréttir Helgin 28.-30. nóvember 2014 www.ricedream.eu Njóttu góðrar heilsu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.