Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.11.2014, Blaðsíða 26

Fréttatíminn - 28.11.2014, Blaðsíða 26
Það kennir ýmissa grasa í fjölbreyttum matvöruverslunum borgarinnar. Fersk krydd frá Austurlöndum fjær, heimagert tófú úr Reykjavík, pylsusinnep frá Póllandi og geitaostur frá Istanbúl eru kærkomin krydd í matarflóru borgarinnar. IKEA Kauptúni 4 Garðarbæ. Hvernig vörur: Sænskar matvörur. Vinsælast: Nammibílar, Marabou- súkkulaði, kjötbollur, síld, kavíar í túbu og blöndudjúsar. „Frænka mín sem býr í Sví- þjóð kom hingað í sumar og ákvað að halda veislu. Hún fékk allt í ekta sænska síðsum- arsveislu hér. Hingað kemur mikið af Svíum að kaupa í matinn. Kjötbollurnar eru alltaf jafn vinsælar en þó ekki jafn vinsælar og Marabou- nammið. Svo núna um jólin er smákökudeigið og sænska jólaglöggið mjög vinsælt. IstAnbul MArKEt Ármúla 42 Reykjavík. Hvernig vörur: Tyrkneskar og frá Balkan-skaganum. Vinsælast: Fetaostur, búlgur, þurrkaðir ávextir, hunang, kaffi, te, pylsur og krydd. „Fetaosturinn er langvin- sælastur því við erum með alvöru geitafeta. Það er allskonar fólk sem verslar hér. Á Íslandi eru bara um 50 manns frá Tyrk- landi en matarmenning okkar er mjög lík þeirra á Balkanskaganum og það eru margir þaðan hér á landi. Hér sel ég allt sem ég saknaði mest frá Istan- bul. Bulgur, ost, svartar og saltar ólívur, döðlur og gott kaffi. Og alvöru hunang, sem ég tek eina skeið af á hverjum morgni því það er svo hollt.“ EIr Bíldshöfða 16 og Laugavegi 16 Reykjavík. Hvernig vörur: Flestar frá Taílandi, Kína og Filippseyjum. Vinsælast: Ostrusósa, ferskt papaya, hrísgrjón, þurrkað chili og fersk krydd. „Við fáum ferskt græn- meti tvisvar í mánuði og þá er langmest að gera hjá okkur. Þá er papaya og ferska kryddið fyrst að fara. Papaya notum við aðallega í salöt og blöndum þá chili og fersk- um kryddum með. Svo eru hrísgrjónin mjög vinsæl hér því við erum með svo mikið úrval sem fæst ekki annars- staðar. Hingað á Bíldshöfða koma aðallega veitingahúsa- eigendur en á Laugaveginum verslar mikið af Íslendingum og túristum.“ DAI PHAD, AsIAn suPErMArKEt Faxafeni 14 Reykjavík. Hvernig vörur: Aðallega frá Kína og Taílandi, en líka Japan. Vinsælast: Núðlusúpur, núðlur, tófú, sojasósa, banana-tómatsósa, grænmeti, reykelsi og kaffi frá Víetnam. „Núðlusúpurnar eru mjög vin- sælar. Við borðum þær aðallega í morgunmat og þá bætum við venjulega harðsoðnu eggi út í og smá svínakjöti. Hér verslar mikið af grænmetisætum því við erum með mikið úrval fyrir þær, líka fulla frystikistu bara fyrir vegan- grænmetisætur. Við erum líka með besta tófú-ið í bænum hérna en það er taílensk kona sem framleiðir það í Reykjavík. Reyndar er svínapuru- snakkið og baunaspírnar líka mjög vinsælar vörur og eru líka fram- leiddar í Reykjavík.“ InDíA sól Suðurlandsbraut 4 Reykjavík Hvernig vörur: Indverskar, afrískar, portúgalskar og spænskar. Vinsælast: Indverskt krydd, þurrkaðar Dahl-baunir, mjöl, ghee, basmati-hrísgrjón og pálmaolía. „Við erum með mjög persónulega þjónustu hér og tökum vel í ábendingar um nýjar vörur. Við erum ekki bara með indverskar vörur heldur erum við líka með afríska hillu og portúgalska. Svo leynast spænskar vörur hér inn á milli því ég er frá Spáni. Hingað kemur mikið af græn- metisætum og áhugafólki um heilsu í leit að öðruvísi vörum eins og kókosolíu, ghee eða kjúklingamjöli. Við erum með mjög fjölbreyttan fastakúnnahóp sem fer sífellt stækkandi.“ Kostur Dalvegi 10 Kópavogi. Hvernig vörur: Lágvöruverðsverslun með áherslu á amerísk vörumerki, oftast í stórum umbúðum. Vinsælast: Ferskt grænmeti, þvottaefni, glúteinfríar vörur, nammi og CocoPuffs. „Það er mest að gera hjá okkur þegar ferska grænmetið og ávextirnir koma beint frá Amer- íku á þriðjudögum og fimmtudögum. En lang- vinsælasta varan okkar er Kirkland þvottaefnið í stórum umbúðum, það ríkur út. Svo er nammi í stórum umbúðum líka vinsælt. Hingað kemur ekkert svo mikið af Am- eríkönum, hér verslar bara allskonar fólk. Ég er búin að vinna hér í fimm ár og elska það.“ MInI-MArKEt Drafnarfelli 14 Breiðholti og Hringbraut 92 Keflavík. Hvernig vörur: 70% pólskar vörur í bland við íslenska matvöru. Vinsælast: Súrar gúrkur, mæjónes, pylsur, sinnep, kartöfludömplings, ávaxtasafi, makríll, síld og nammi. „Súru gúrkurnar eru lang- vinsælastar því það er okkar helsta meðlæti með kjöti og brauði. Mínar uppá- haldsgúrkur koma úr poka en ekki krukku. Við notum líka mikið af sinnepi og mæjónesi svo við höfum gott úrval af því. Þetta er hverfisbúð sem allskonar fólk verslar í en hingað kemur líka mikið af Pól- verjum úr öðrum hverfum. Svo kemur líka mikið af for- vitnu fólki sem er að skoða og kaupir kannski bara einn hlut.“ Minerva Iglesias verslunastjóri. Bryndís Björnsdóttir afgreiðslustúlka. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Hafsteinn Bao Duong eigandi. Agnieszka Jakubek ásamt manni sínum og eiganda verslunarinnar, Piotr Jakubek. Sasima Panka- wongnaayuthaya, afgreiðslukona í Eir. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, svæðisstjóri sænska matarhornsins. Yusuf Koca eigandi. Vantar þig svínaeyra úr tófu eða sítrónugras frá Tælandi? 26 úttekt Helgin 28.-30. nóvember 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.