Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.11.2014, Blaðsíða 82

Fréttatíminn - 28.11.2014, Blaðsíða 82
82 bækur Helgin 28.-30. nóvember 2014  RitdómuR Leið eftiR HeiðRúnu óLafsdóttuR Ófeigur kominn í þriðja sætið Kamp Knox, ný spennusaga Arnaldar Indriðasonar, heldur efsta sætinu á metsölulista Eymundsson fjórðu vikuna í röð. Yrsa Sigurðardóttir situr áfram í öðru sæti með sína bók, DNA. Athygli vekur að Öræfi, bók Ófeigs Sigurðssonar, kemur inn á listann og er í þriðja sæti. Bókin fékk lofsamlega umsögn hér í Fréttatím- anum fyrir tveimur vikum og fimm stjörnur. Þín eigin þjóðsaga eftir Ævar Þór Benediktsson hoppar upp um eitt sæti frá því í seinustu viku og er nú í því fjórða. Orðbragð fer úr sjötta í fimmta sæti og Frozen hárbókin kemur ný inn í sjötta sæti. Gæðakonur Steinunnar Sigurðardóttir er í sjöunda sæti, Skálmöld eftir Einar Kárason í því áttunda. Saga þeirra, saga mín er í níunda sæti. Vísindabók Villa er í tíunda sæti. metsöLuListi  RitdómuR stundaRfRó eftiR ORRa HaRðaRsOn s tundarfró er fyrsta skáldsaga Orra Harðarsonar, en áður hefur hann starfað við ýmiss konar skriftir; t.d. sent frá sér bók um Alkasamfélagið, þýtt bækur annarra og ort söngtexta. Sagan fjallar um Akureyrarstúlkuna Dísu og drykkfellda Reykjavíkurskáldið Arinbjörn og erfiðleika þeirra við að ná saman sem elskendur. Hún fjallar líka um Aðalsteinu, ömmu hennar Dísu, og fleira fólk, en einkum fjallar hún um alkó- hólisma. Stundarfró er römmuð inn af ritunar- tíma sögunnar en snýst í raun um það sem gerðist árið 1989 (árið sem bjórinn var leyfður á Íslandi, er það tilviljun?) þegar barnið Þórgnýr, sem Aðalsteina segir að hafi átt tvo feður, varð til. Ung- skáldið Arinbjörn hefur orðið fyrir þeirri ógæfu að skrifa metsölubók, en skortir síðan festu og einurð (les. er allt of drykkfelldur og e.t.v. hæfileikalaus) til þess að halda áfram að framleiða snilld- ina, þrátt fyrir væntingar annarra. Hann verður ástfanginn af Dísu og Dísa af hon- um, drengurinn Þórgnýr kemur undir, en síðan fer allt í steik. Í bakgrunni liggur lífsreynslusaga Aðalsteinu og hennar fólks, svo dæmalaust íslensk og sár. Aðrir kærastar og kærustur koma við sögu, afbrýðisemi, efasemdir um kyn- hneigð og faðerni, og svo er það drykkj- an. Bölvuð drykkjan. Stundarfró er sem fyrr segir nútíma- saga, en höfundur fyrnir texta sinn óhóf- lega á köflum, án sýnilegs tilgangs. Þá á ég ekki við talsmáta Aðalsteinu gömlu, hún sem persóna er mjög sannfærandi, eða skrúðmælgi uppskafningsins Arin- bjarnar, sem sömuleiðis er afar trúverð- ugur, heldur frásögn sögumannsins ósýnilega. Þetta „einatt“ og „jafnan“ og „ævinlega“ virkaði satt að segja á mig sem tilgerð, án þess að ég leyfði því að trufla lestrarupplifunina. Til þess er sagan bara allt of skemmtileg ... og gott ef það glittir ekki bara í áhrif frá Megasi í stílnum. Meðfram skemmtilegheitunum má síðan sjá hvernig alkóhólisminn getur sett mark sitt á fjölskyldur, kynslóð fram af kynslóð, hversu mikill eyðileggingar- máttur hans er og afleiðingar hans nötur- legar. Höfundur skapar sér þó íróníska fjarlægð frá viðfangsefninu og það er því alger óþarfi að hafa Kleenexið eða klós- ettrúlluna með sér upp í rúm til að lesa Stundarfró. Þessi frumraun Orra Harðarsonar í skáldsagnagerð er ákaflega vel smíðuð. Orri hefur góð tök á efninu og leiðir les- endur áfram með orðheppni, fyndnum frásögnum og margvíslegum fróðleik, en truflar þá líka með því að skrifa af dauð- ans alvöru um það sem kallað hefur verið „mesta mein aldarinnar“ og fólk sem fer á mis við ástina og lífið. Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir ritstjorn@frettatiminn.is Akureyrarstúlkan og uppskafningurinn Bókaforlagið Bjartur hefur endurútgefið Veðurfræði Eyfellings eftir Þórð Tómasson frá Vallnatúni, eða Þórð í Skógum eins og hann er jafnan nefndur. Bókin kom út árið 1979 og hefur verið ófáanleg lengi. Í nýrri útgáfu eru viðbætur, ný orðaskrá og eftir- máli höfundar. Veðurfræði Eyfellings er greinargerð um veður og veðurmál undir Eyjafjöllum. Bókina tileinkar höfundur foreldrum sínum og gamla fólkinu í Vallnatúni, þeim sem kenndu honum að tala íslenskt mál og gáfu honum orðaforða. Þórður Tómasson hefur lengi safnað minjum um horfna menningu og starfshætti. Auk þess að skrifa fjölda greina og bóka hefur hann byggt upp byggðasafnið í Skógum undir Eyjafjöllum. Veðurfræði Eyfellings endurútgefin Guðbergur Bergsson ríður á vaðið á árlegum aðventuupplestrum á Gljúfrasteini á sunnudag. Auk hans lesa þau Guðrún Guðlaugsdóttir, Hjörtur Marteinsson og Sigurbjörg Þrastardóttir. Öll hafa þau sent frá sér ný skáldverk á árinu; Guðbergur skáldsöguna Þrír sneru aftur, Guðrún glæpasöguna Beinahúsið, Hjörtur ljóðabókina Alzheimer tilbrigðin og Sigurbjörg ljóðabókina Kátt skinn (og gloría). Sextán höfundar og þýðendur koma fram á aðventuupplestrum á Gljúfrasteini næstu fjóra sunnudaga. Hægt er að kynna sér dagskrána á heimasíðu Gljúfrasteins. Dagskráin hefst klukkan 16 á sunnudag og aðgangur er ókeypis og öllum opinn meðan húsrúm leyfir. Guðbergur á Gljúfrasteini Æ tli guði sé voða illa við það að maður drepi sig? Ég er búin að velta þessu fyrir mér undanfarið og er komin að niðurstöðu. Ég held að ef honum þætti það verra hefði hann gert manninum það ómögulegt. Eins og þessi vitleysa að það megi ekki bora í nefið, rassinn eða eyrun. Ef puttarnir passa í götin getur ekki verið að það sé eitthvað hættulegt eða óæskilegt. Ég ber meiri virðingu fyrir skaparanum en svo að hann hafi sent okkur frá sér ófullkomin í einhverri fljótfærni. (22) Heiðrún Ólafsdóttir stimplaði sig inn í ís- lenskt bókmenntalíf með eftirminnilegum hætti í fyrra þegar hún gaf út bók sína Af Hjaranum, sem tilnefnd var til Fjöruverð- launanna. Þar fjallar hún um unga konu sem fer til Grænlands til þess að flýja ástar- sorg, finna sjálfa sig og ná áttum. Skáldsagan Leið er fremur stutt og í litlu broti, ákaflega einföld að allri gerð. „Lætur ekki mikið yfir sér,“ eins og sagt er. Hún fjallar um Signýju, fráskilda konu, sem við upphaf bókar er nýkomin úr krabbameins- meðferð þar sem annað brjóst hennar hefur verið fjarlægt. Brjóstnámið er þó ekkert sérstakt atriði í sögunni, þar sem Signýju þykir svo leiðin- legt að lifa að hún hefur ákveðið að hún nenni því ekki lengur. Á meðan sögupersónan gengur í það mál að losa veröldina við flest það sem minnir á að hún hafi nokkurn tíma verið til, þá lætur hún hugann reika fram og aftur um líf sitt. Hún hugsar um æskuna, tímann þegar ýmislegt miður gott gerðist á heimili hennar. Hún hugsar líka um afkáralegt lauslæti unglingsáranna og svo öll þau hlutverk sem við leikum á fullorðinsárunum. Og hún ákveður að hætta að láta eins og allt sé í lagi, því að hennar mati verður aldrei allt í lagi. Að einhverju leyti er Leið svolítið tætt, líkt og aðalsöguhetjan, sumt er farið yfir á hundavaði og fáeinar villur er að finna í textanum, en í raun eru gallarnir smávægilegir. Þegar á heildina er litið er Leið skrambi góð bók, áhugaverð og undar- lega heillandi. Í henni er einhver hljómur sem mig grunar að við ættum að hlusta betur eftir. Já, skrifið í minnisbókina: „Ath. muna! Fylgjast með Heiðrúnu Ólafsdóttur og því sem hún skrifar í framtíðinni.“ -þhs Lífsleiðin(n)  stundarfró Orri Harðarson Sögur 2014, 360 s.  Leið Heiðrún Ólafsdóttir Sæmundur 2014, 142 s. Ófeigur Sigurðsson. Allt fyrir jólaprjónið laugavegi 59 101 reykjavík 551 82 58 storkurinn@storkurinn.is www.storkurinn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.