Fréttatíminn


Fréttatíminn - 28.11.2014, Blaðsíða 20

Fréttatíminn - 28.11.2014, Blaðsíða 20
Jennifer Lopez er af mörgum talin eins- konar upp- hafskona rassatísk- unnar.  PoPPmenning RassaR eRu ábeRandi í tónlistaRmyndböndum Rassar eru hin nýja brjóstaskora Þ essi rassatíska verður sífellt meira áberandi í umræðunni og það er greinilegt að það er í tísku núna að vera með stóran rass,“ segir Dagbjört Ásbjörnsdóttir, mannfræðingur og MA í kynja- og kynlífsfræðum, sem ennfremur er forstöðumaður frístundamiðstöðvar- innar Kamps. „Ég hef í gegnum árin talað við krakka vegna undirbúnings fyrir borgaralega fermingu og þar hef ég leyft stelpum að spyrja strák- ana spurninga og öfugt. Í fyrra eða hittifyrra var ein spurninganna frá stelpunum á þá leið að ef strákarnir væru skotnir í stelpu, hvort skipti þá meira máli að hún væri með stór brjóst eða stóran rass ef hún gæti ekki verið með bæði. Allir strákarn- ir svöruðu: Stóran rass,“ segir hún. „Ég legg áherslu á það þegar ég tala við krakkana að þetta sé bara tíska. Það er ekki góð þróun ef fólk tengir kynþokka bara við tiltekinn líkams- part.“ Poppmenning, tónlist og kvik- myndir hafa í gegnum tíðina haft gríðarleg áhrif á hvað er í tísku, hvort sem það er klæðaburður, hár- greiðsla eða skartgripir. Í samfélagi þar sem netið og fjölmiðlar eru allt- umlykjandi allan sólarhringinn eru áhrif úr poppmenningunni sterkari en áður. Dagbjört bendir á að fyrr á Dagbjört Ásbjörns- dóttir, mannfræðingur og MA í kynja- og kyn- lífsfræðum, segir áberandi hversu mikið stórir rassar eru í tísku og það hefur áhrif á viðhorf unglinga til þess hvernig hinn fullkomni líkami er. Mynd/Hari Stórir rassar eru í tísku og hafa vikið fyrir stórum brjóstum og myndarlegri brjóstaskoru. Dagbjört Ás- björnsdóttir vinnur mikið með unglingum og segir áberandi hjá þeim hversu mikil áhersla sé á rassinn. Þetta er þó aðeins enn ein tískan því í gegnum árin hefur verið afar mismunandi hvernig líkams- gerð er í tísku. Mörg verka Rubens þykja afar munúðarfull og á þessu verki frá 17. öld sem ber nafnið „Gyðjurnar þrjár“ fangar hann fegurð kvenlíkamans. Listamenn kalla holdlegar konur gjarnan „rú- benískar“. Marilyn Monroe var upp á sitt besta upp úr 1950. Stundaglasavöxtur hennar þótti sérlega fallegur og enn í dag þykir hún vera ein fallegasta kona 20. aldarinnar. Söngkonan Samantha Fox vakti athygli fyrir ögrandi framkomu og var hún ófeimin við að vekja athygli á veglegum barminum. Hún er sögð vera mest ljós- myndaða kona Bretlands á áttunda áratugnum. öldum hafi þótt fínt að konur væru með mjúkan maga, rass og læri. Á 20. öldinni urðu til þekktar fyrirmyndir og frægust þeirra er án efa Marilyn Monroe sem var dáð fyrir stundag- lasavöxt sinn. Fyrirsætan Twiggy var hins vegar dáð fyrir hversu grann- vaxin hún var, þá var Pamela Andre- son fræg fyrir stóran barminn en á síðustu árum eru það konur sem stóra rassa sem fanga athygli fjöl- miðla og þar með almennings. „Í dag er algjör ofuráhersla á rassinn. Poppmenningin sér um að innleiða þá hugmyndafræði að verðleikar konunnar liggi í aftur- endanum,“ segir Dagbjört. Til að sýna hvernig tímarnir breytast rifj- ar hún upp sögu af kunningjakonu sinni á fertugsaldri sem er með stóran rass. Sem unglingur hafði hún miklar áhyggjur af vaxtarlagi sínu enda voru skilaboðin sem hún fékk bæði frá íþróttakennurum og unglingamenningunni: „Þú þarft að ná af þér þessum rassi.“ Dagbjört bendir á að það sé hins vegar ein- faldlega bundið í genamengi okkar hvort við erum með stóran rass, stór brjóst eða hvað við erum há- vaxin. Jennifer Lopez er af mörgum tal- in einskonar upphafskona rassatísk- unnar. Hún vakti fyrst heimsathygli árið 1997 þegar hún lék söngkonuna Selenu í samnefndri mynd og fór með hlutverk í mynd Oliver Stone, U-turn. Hún talaði þá um að henni hefði gengið erfiðlega að fá kvik- myndahlutverk vegna þess hversu stóran rass hún er með. Jennifer Lopez sló í gegn sem söng- og leik- kona og stórir rassar voru í sókn. „Í poppmenningu er alltaf verið að ögra og núna er verið að ögra með rassinum. Þetta er tíska sem á eftir að víkja seinna fyrir annarri tísku,“ segir Dagbjört. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Fyrirsætan Twiggy var kona ársins í Bretlandi árið 1966. Grann- vaxinn líkami hennar þótti afar eftir- sóknarverður og markaði hún tímamót í tísku- bransanum. Fyrirsætan Kate Moss sló í gegn um 1990 og var þekkt fyrir svokallað „heróínútlit“ sem varð afar vinsælt og reyndu konur að vera sem grennstar og vesældar- legastar. Söng- og leikkkonan Jennifer Lopez var upphaflega gagnrýnd fyrir hversu stóran rass hún er með en nú eru rassar á borð við hennar í tísku. Hún er síðan frekar barmlítil. Leikkonan Pamela Anderson varð heims- fræg eftir hlutverk sitt í Strand- vörðum og hefur setið afar oft fyrir í Playboy. Pamela var með afar stór brjóst vegna sílí- konaðgerða og hefur látið stækka og minnka barminn í gegnum tíðina. Kim Kardashian er í raun fræg fyrir að vera fræg og fyrir að vera með stóran rass. Hún tók fræga sjálfsmynd af rassinum á sér og stutt er síðan hún sýndi rassinn á for- síðu tímaritsins Paper. 20 fréttir Helgin 28.-30. nóvember 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.