Þjóðlíf - 01.12.1988, Side 29

Þjóðlíf - 01.12.1988, Side 29
Bandaríkin Helmingur kjósenda kaus gegn hinum frambjóð- andanum Jón Asgeir Sigurðsson skrifar um úrslit forsetakosninganna í Bandaríkjunum George Bush sigraði í forsetakosningum í Bandaríkjunum vegna þess að kosninga- stjórn hans var betri, stcfnan átti meiri hljómgrunn meðal kjósenda og nægilega margir töldu hættulegt að afhenda demó- krötum öll völd. Á miðju ári hölluðust menn að tveimur gagnstæðum kenningum um forsetakosning- ar í Bandaríkjunum. Sumir töldu demókrata eiga sigur vísan, ef þeim yrði ekki alvarlega á í messunni. Aðrir sögðu að jafnvel þótt öll kosningabaráttan gengi að óskum ættu demókratar enga möguleika á því að ná Hvíta húsinu, repúblikanar hefðu stáltak á forsetaembættinu. Skoðanakannanir og umræða í fjölmiðlum virtust um skeið staðfesta fyrri kenninguna. Dukakis geystist fram úr mótframbjóðanda sínum og var 10-15 prósentum hærri en Bush í könnunum. Nokkrum mánuðum áður höfðu aðrar kannanir gefið til kynna að von væri á veðraskiptum. Árið 1985 hafði meirihluti Bandaríkjamanna álitið að repúblikanar væru líklegri til að halda Bandaríkjunum ut- an stríðsátaka, en í vetur hafði meirihlutinn snúist á band með demókrötum. Sama var uppi á teningnum varðandi verð- ERLENT George Bush sigurvegari. Tekur við erfiðu og eriendum skuldum. bólgu'. Fyrir þremur árum álitu sextíu prós- ent þjóðarinnar að repúblikanar væru hæfari til að glima við verðbólgudrauginn, en í vet- urskiptust landsmenn í tvo jafnstóra hópa — jafnmargir treystu demókrötum og repúblik- önum. I maí skiptust væntanlegir kjósendur ennfremur í jafnstórar fylkingar með og móti ríkisafskiptum og höfðu þau ekki notið jafn mikilla vinsælda síðan haustið 1976, þegar demókrati — það er að segja Jimmy Carter — var síðast kjörinn forseti. Demókratar deila I vor hölluðust margir að kenningunni um það, að Hvíta húsið væri demókrötum innan búi; milljarða viðskiptahalla, fjárlagahalla seilingar. Dukakis stóð mun betur að vígi í könnunum en Bush, þrátt fyrir skelfilega byrjun hjá demókrötum. Sumarið 1987 gengu frambjóðendur þeirra undir nafninu „dvergarnir sjö“, vegna þess að þetta þóttu dauflegir og nafnlausir menn, og ólíklegir til átaka. Enda helltust þeir úr lestinni, hver á fætur öðrum. Joe Biden varð uppvís að ritstuldi, hann sneri ræðu breska leiðotogans Neil Kinnock upp á sig og talaði meira að segja um forfeð- ur sína í námunum, sem var hreinn uppspuni — um forfeður Bidens. Gary Hart átti sér stolnar stundir með huggulegri stúlku á bát sem hét „Monkey Business" — sem þýðir kjánaskapur. Hart varð að draga sig í hlé, 29

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.