Þjóðlíf - 01.12.1988, Síða 30

Þjóðlíf - 01.12.1988, Síða 30
ERLENT Dæmigerð kosningamynd úr baráttunni. Fjölskyldan Bush að bíða eftir messu fyrir utan kirkjuna sína. hann reyndi að þræta fyrir lýðum ljósar stað- reyndir og það þótti bera vitni lélegri dóm- greind hjá forsetaframbjóðanda. Innbyrðis deilum demókrata linnti ekki fyrr en á landsfundinum í júlí. Fylgi við Dukakis var drepið á dreif með ýmsu móti. Mario Cuomo fylkisstjóri í New York og Bill Bradley öldungadeildarþingmaður frá New Jersey létu báðir líklega og svöruðu lengi vel „hvorki játandi né neitandi'1, hvort þeir hyggðust gefa kost á sér á landsfundinum. Jesse Jackson lét ekki í minni pokann fyrir Dukakis fyrr en síðasta daginn á landsfund- inum. Honum gekk vel í forkosningunum og leit um skeið út fyrir að Dukakis tækist ekki að afla sér meirihlutafylgis fyrir landsfund- inn í júlí. George Bush gekk á hinn bóginn flest að óskum. Eftir feilstart í Iowa, náði hann sér á strik í New Hampshire og hét á kjósendur þar að taka sér eins og hann kæmi til dyr- anna, „með vörtum og öllum öðrum göll- um.“ Bush tryggði sér útnefningu repúblik- ana með stórsigri í forkosningum Suðurfylkj- anna 8. mars. í sigurávarpinu eftir kosningarnar 8. nóvember, þakkaði Bush kjósendum í New Hampshire kærlega fyrir að hafa veitt sér brautargengi þegar knífði. Mistæk kosningastjórn Demókratar glötuðu forskotinu áður en sjálfur slagurinn hófst í ágústmánuði. Þeir voru augljóslega sundurlyndir, og höfðu átt í stökustu vandræðum með að finna sér for- setaefni. Repúblikanar voru á hinn bóginn fljótir að koma sér saman um Bush, sem hlaut í augum fjölmargra kjósenda að vera vel að útnefningu kominn. Hann hafði jú áður gegnt varaforsetaembætti hjá hinum vinsæla Ronald Reagan. Auk þess gekk kosningastjórn Dukakis illa. í fyrrasumar missti hann John Sasso, trúnaðarvin sinn og kosningastjóra, vegna Biden málsins. Sasso hafði bent fjölmiðlum á ritstuld Bidens, en lét Dukakis ekki vita af því framtaki. Dukakis þrætti fyrst í stað fyrir að hans menn hefðu brugðið fæti fyrir Biden, en neyddist svo til að láta Sasso gossa. Venjulega hefst slagurinn vegna forseta- kosninganna eftir fyrstu helgina í september. Dukakis beið, en Bush þjófstartaði og hófst handa strax að loknum landsfundi 20. ágúst. Hann réð vin sinn Jim Baker, fyrrum fjár- málaráðherra til að stjórna kosningabarátt- unni. Baker hefur mikla reynslu af slíku, enda var þetta í fjórða skipti sem hann stýrði baráttu repúblikana í forsetakosningum. Dukakis reyndi að gera starfshæfni eða kunnáttusemi að helsta kosningamálinu, og sagði að kosningarnar snerust ekki urn hug- myndafræði. Á landsfundinum hömruðu demókratar á því, að Bush hlyti að vera mikil gunga og lélegur stjórnandi. Hann væri alltaf annars hugar á ríkisstjórnarfundum og hefði lítið lagt til málanna, eins og íran-kontra hneykslið sýndi best. „Greyið hann George, hvar var hann?“ sungu demókratar í kór á landsfundinum í Atlanta. Bush engin gunga Bush og Baker tóku fast á móti. Bush sagði í ræðu sinni á landsfundi repúblikana að það þyrfti kunnáttusemi til að láta lestirn- ar ganga á réttum tíma, en leiðin væri ákvörðuð á allt öðrum forsendum. En hann gleymdi ekki að minna á víðtæka stjórnmála- reynslu sína. Síðan gerði hann harða hríð að Dukakis og hamraði á uppáhaldsmálum íhaldsmanna, eins og festu í meðhöndlun glæpamanna, traustum landsvörnum og ein- beitni í viðskiptum við Sovétmenn og aðrar þjóðir. Dukakis svaraði ekki fyrir sig, og tókst heldur ekki að finna neitt stórmál, sem dygði til nauðsynlegrar fylgisaukningar. íran— kontra hneykslið hafði fjarað út, halli á fjár- lögum og viðskiptajöfnuði varð ekkert átakamál og ýmsar aðrar tilraunir Dukakis runnu út í sandinn. Eina vonin var að kosn- ingarnar snerust um almennt ástand þjóð- mála og hvort kjósendur teldu að breytinga væri þörf. En ráðgjafar Dukakis voru slæmir. Fram í miðjan október virti hann föst skeyti Bush að vettugi og hélt kosningabaráttu sinni áfram án þess að andmæla áburði andstæðingsins. Þess háttar diplómatí hafði reynst vel í for- kosningunum, í átökum við flokksbræður. Þá sýndist hann heimsmaður, sem væri haf- inn yfir innanflokkskarp. En í slagnum um forsetaembættið reyndist þessi mjúka aðferð dauðadæmd. Bush tókst að festa það orð á Dukakis, að hann tæki með silkihönskum á glæpamönnum, vildi veikja varnir landsins og hataðist við það, að skólabörn sverðu Bandaríkjunum hollustueið. Þessi harða hríð sem Bush gerði að Duka- kis sannfærði ennfremur nógu marga um það, að Bush væri ekki nein gunga eða veim- iltíta sem viki sér undan átökum. Hann hafði hrifsað til sín allt frumkvæði í kosningabar- áttunni og geystist áfram í skoðanakönnun- um. Dukakis dragnaðist á eftir, virtist ekkert sérstakt hafa til málanna að leggja og vera sífellt í varnarstöðu. Bush nær hvergi Reagan Fjölmiðlar könnuðu hug kjósenda 8. nó- vember, þegar þeir yfirgáfu kjörstaði. Flestir töldu að starfsreynsla og kunnáttusemi væru mikilvægustu persónueinkenni frantbjóð- enda, og meirihlutinn kaus Bush. Hann sigr- aði með 7 milljóna atkvæða mun, en hafði þó 7 milljónum færri atkvæði en Reagan árið 1984. Dukakis bætti á hinn bóginn 3 mill- jónum við fylgi Mondales fyrir fjórum árum, en það dugði ekki til. En það vakti athygli í þessum kjördags- könnunum að helmingur kjósenda kvaðst hafa kosið á móti hinum frambjóðandanum. Kjósendur Dukakis voru ekki að greiða hon- um atkvæði sem slíkum, heldur til þess að koma í veg fyrir að Bush kæmist til valda — og öfugt. Einnig fengu demókratar traustan meirihluta í kosningum til Bandaríkjaþings sem fóru fram sama dag. Fjöldi kjósenda skipti þannig atkvæðaseðlinum milli demó- 30

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.