Þjóðlíf - 01.12.1988, Page 31

Þjóðlíf - 01.12.1988, Page 31
ERLENT krata á þing og Bush í forsetastól. Virðist þetta fólk hafa óttast að annars fengju demó- kratar of mikil völd. Línurnar skýrast Fylgi bandarísku stórflokkanna hefur breyst verulega á fjórum árum og skilin milli þeirra eru skarpari en fyrr á öldinni. Demó- krataflokkurinn minnir á ýmsan hátt á evrópska miðjuflokka eða jafnvel stöku vinstri flokk. Repúblikanar eru á hinn bóg- inn skyldir evrópskum íhaldsflokkum, svo sem merkja má af kærleikum þeirra Reagans og Thatcher hinnar bresku. Demókratar gerðu lýðum ljóst á sjöunda áratugnum, að þeir kærðu sig ekkert sérstak- lega urn liðveislu kynþáttahatara, hernaðar- sinna og heittrúaðra. Við svo búið sögðu fjölmargirskilið við flokkinn, aðallega hvítir Suðurfylkjabúar og hvít þjóðarbrot úr öðr- um landshornum. Jafnframt færðu báðir flokkar vald til að velja forsetaefni úr höndum flokksstjórna, en við tóku forkosningar í öllum fylkjum. En í forkosningum taka einkum þátt áhuga- menn um pólitík, sem eru flestir efnahags- lega vel stæðir. Þetta fólk tekur afstöðu á nótum hugmyndafræði og þessvegna hafa forkosningarnar skerpt skilin á milli flokk- anna. Núna fyrirfinnast vart frjálslyndir repúblikanar eða íhaldssamir demókratar. Bush hélt óbreyttu fylgi Reagans í Suður- fylkjunum, en þau eru traustasta vígi repúblikana í forsetakosningum. Þeir hafa til skamms tíma átt öruggt fylgi í fylkjunum við Klettafjöllin vestanvert í Bandaríkjunum, en þar fékk Dukakis víða tæpan helming at- kvæða og gekk mun betur en Mondale fyrir fjórum árum. í mörgum af stóru fylkjunum var mjótt á mununum milli Bush og Duka- kis. Hvorug kenningin frá því í vor fékk stað- ist. Hvorki Bush né Dukakis áttu sigur vísan. Demókratar glutruðu niður verulegu for- skoti sínu þegar líða tók á haustið. Sé á hinn bóginn farið ofan í saumana á úrslitunum, sjást ýmis teikn þess, að repúblikanar eigi ekki eins greiðan aðgang að Hvíta húsinu og ætla mætti. Demókratar standa þeirn nokk- urn veginn jafnfætis alls staðar annars staðar en í Suðurfylkjunum. Vantrú á getu í efnahagsmálum Kosningarnar 8. nóvember boða endalok Carter-tímabilsins. Vinsældir Reagans byggðust að verulegu leyti á þeim árangri sem stjórn hans náði í baráttu við verðbólg- una og aðra efnahagsarfleifð Carters. Reag- an tókst á valdatíma sínum að sannfæra landslýð urn það, að í samanburði við við- skilnað Carters, væri hann hetja og undir- stöðu þjóðarbúsins borgið í höndum hans. Bush mun ekki njóta þessa hagstæða sam- anburðar. Hann tekur ennfremur við erfiðu búi af Reagan, þrálátum fjárlaga- og við- skiptahalla, óhóflegum erlendum skuldum og illviðráðanlegum fíkniefnafaraldri. Marg- ir spá samdrætti í efnahagsmálum, annað- hvort á næsta ári eða árið 1990. Vantrúin á stjórnvisku Bush birtist í falli dollarans strax eftir kosningar, gjaldeyriskaupmenn trúa greinilega ekki á það að Bush takist að koma þjóðarbúinu á réttan kjöl. Loks þarf Bush að glíma við Bandaríkja- þing, sem er í höndum demókrata í báðum deildum. Hann hefur heitið auknum útgjöld- um til vígbúnaðar, lögregluþjálfunar og barnagæslu, en þvertekur fyrir hverskyns skattahækkanir. Bush er því frá upphafi á öndverðum meiði við þingið, og margir fréttaskýrendur spá illdeilum eða jafnvel þrátefli strax eftir 20. janúar, þegar George Bush tekur við Hvíta húsinu. Jón Ásgeir Sigurðsson, Bandaríkjunum öii gö|t" 0 j ssusrt- Múlalundur Hátúm ioc, símar: 38450, 38401, 38405 31

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.