Þjóðlíf - 01.12.1988, Qupperneq 39

Þjóðlíf - 01.12.1988, Qupperneq 39
ERLENT Skálað fyrir framtíðinni. Gorbatsjov og Kohl kanslari í Moskvu. glepja sér sýn. Eftir þessa Moskvuferð og samræðurnar við Gorbatsjov er viðbúið að slík gagnrýni heyrist sjaldnar en áður. Sömu- leiðis má reikna með því að fundur Kohls og Gorbatsjov leiði til þess að stjórnin í Bonn sýni umbótastefnu Gorbatsjovs meiri velvild en verið hefur. Harðlínumenn í hópi kristi- legra demókrata hafa margsinnis varað við því, að vestræn ríki reyni um of á umbóta- vilja og friðarviðleitni Kremlarbænda. Nató—menn í Kreml Persónulegar samræður Kohls við ráða- menn í Moskvu eru líklegar til að draga úr þessari tortryggni. Par kemur ekki síst til, að einn þeirra sem fylgdi Kohl til Moskvu var varnarmálaráðherrann Ruppert Scholz. Enda þótt Scholz sé ekki búinn að sitja lengi á ráðherrastóli hefur hann þegar getið sér orð fyrir harðlínustefnu í samskiptum vest- ursins við Sovétmenn. Það hefur því að lík- indum komið harðlínumanninum Scholz á óvart hve Sovétmenn tóku honum opnum örmum. Það var ekki nóg með að yfirmenn Rauða hersins leyfðu hinum þýska gesti að skoða ýmis vígatól og hernaðarmannavirki eystra, heldur buðu þeir honum einnig að halda ræðu frammi fyrir 300 liðsforingjum og yfir- boðurum sovésku „skriðdrekaakademíunn- ar“, sem mun vera hátt skrifuð menntastofn- un í Rússaveldi. Það kom fram í þeirri ræðu að Scholz átti sjálfur um sárt að binda af völdum þeirrar vitfirringar sem innrás Hit- lers í Rússland var, því faðir hans féll í um- sátrinu um Stalíngrad. Scholz fór reyndar ekki leynt með þá skoðun sína, að Sovét- menn þyrftu að draga úr vígbúnaði í Evrópu til að koma á hernaðarlegu jafnvægi í álf- unni. Þrátt fyrir slíka tóna gerðu viðstaddir góðan róm að útlistunum ráðherrans og við- ræður hans við yfirmenn sovéska hersins voru að allra dómi ánægjulegar og heilla- drjúgar. Þetta er í annað sinn sem varnarmálaráð- herra vestræns ríkis heimsækir Sovétmenn, en bandarískur starfsbróðir Scholz, Car- lucci, lagði leið sína til Moskvu í fyrrasumar. Þessar heimsóknir Natófrömuða bera því vitni, að Sovétmenn láta einskis ófreistað til að sýna friðarvilja í verki. Það er kannski mikilvægasti árangurinn af heimsókn Kohls, að æðstu menn varnarmála ríkjanna tveggja skyldu fá tækifæri til að hittast og skiptast á skoðunum í návígi. Alla vega gerðu þýskir fjölmiðlar sér ekki minni mat úr viðræðum Scholz við yfirboðara Rauða hersins en hljóðskrafi þeirra Gorbatsjovs og Kohls. Og þá er vel að merkja einungis átt við vestur- þýska fjölmiðla. Moskvureisa Kohls fékk nefnilega allt annan hljómgrunn í austur- þýskum fjölmiðlum. Það er auðvitað kapítuli út af fyrir sig hvernig hinir háu herrar í Aust- ur-Berlín tóku reisu kanslarans í austurveg. Austur—Þjóðverjar fúlir í austurþýskum fjölmiðlum var viðræðna Kohls og Gorbatsjovs að vísu getið, en yfir- leitt í neðanmálsklausum og líkt og í fram- hjáhlaupi. Þá gerðu fjölmiðlar í Alþýðulýð- veldinu töluvert veður út af þeirn ummælum um stöðu þýsku ríkjanna tveggja, sem Kohl lét sér um munn fara í kvöldverðarboði Gor- batsjovs. Það kom reyndar ekki á óvart, því allar hugmyndir um sameiningu Þýskalands í eitt ríki eru teknar óstinnt upp fyrir austan múr. Það fer jafnframt bersýnilega í taugarnar á oddvitum austurþýskra kommúnista hvað ráðamenn í vestrinu gera sér dælt við umbót- astefnu Stóra-Bróður í Moskvu. Allt frá því að slagorð á borð við glasnost komust á hvers manns varir hafa framverðir alþýðunnar í Austur-Berlín notað hvert tækifæri til að gera lýðum ljóst, að svoleiðis hugmyndir eigi ekkert erindi til Austur-Þjóðverja. Rökin fyrir því séu í raun ofureinföld: þar sem allt sé í lukkunnar velstandi, sé ekki neinna breytinga þörf. Enda þótt þessi röksemda- færsla minni um margt á þá djúpu speki sem Altúnga boðaði Birtingi forðum í samnefndri skáldsögu Voltaires, að hann lifði í hinum besta heimi allra heima, virðist austurþýsk alþýða sífellt eiga erfiðara með að kyngja þessari visku. Hún virðist vera treg til að skilja að þær miklu hræringar sem eiga sér stað í flestum austantjaldsríkjum séu Austur- Þjóðverjum algjörlega óviðkomandi. Það er því álit sérfróðra manna, sem fylgst hafa grannt með framvindu mála í Alþýðulýð- veldinu að Honecker og félagar megi halda vel á spöðunum til að koma í veg fyrir, að lýðurinn geri uppsteyt gegn lífsspeki þessa 39
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.