Þjóðlíf - 01.12.1988, Qupperneq 72

Þjóðlíf - 01.12.1988, Qupperneq 72
ÞJÓÐFÉLAGSMÁL flest atkvæði í fyrri umferð síðustu kosninga. Pað sem riðlar myndinni af fylgi hans sér- staklega er sú breyting að Jón Bjarman hefur nú verið fenginn til að gefa kost á sér í em- bættið, en hann var einn af hörðustu stuðn- ingsmönnum Olafs fyrir um átta árum. Einn- ig hefur það skekkt myndina mjög að nokkur hópur presta hefur ítrekað beðið dr. Björn Björnsson að taka þctta embætti að sér, en Björn var einnig talinn til stuðningsmanna Olafs áður. Auk þeirra var Sigurður Sigurðs- son í þeim hópi. Á þessurn tíma hefur einnig orðið talsverð fjölgun yngri manna í prestastéttinni og hafa nokkrir viðmælenda Pjóðlífs sagt að á þeim vettvangi hafi Ólafur ekki sama fylgi og með- al eldri manna. Ekki er því auðvelt að áætla fylgi Ólafs á þessari stundu. Það er hins veg- ar ekki lengra síðan en í sumar að menn töluðu í fullri alvöru um að Ólafur væri í raun sjálfkjörinn í embættið og því ættu engir aðr- ir að vera að gefa kost á sér. Það yrði til þess eins að opinbera sundrung meðal kirkjunnar manna. Samkvæmt heimildum stuðnings- manna Ólafs er talið að hann hafi nálægt helming allra kjörmanna og því sé ekki nema rétt rúmlega helmingur til skiptanna fyrir hina. Sigurður Sigurðsson — sjálfstæður en ungur Einn sá manna sem virðist ætla að sópa að sér fylgi meðal yngri prestanna er Sigurður Sigurðsson. Um það leyti sem hann gaf út yfirlýsingu um að hann gæfi kost á sér til embættis biskups, við lok kirkjuþings, hafði hann öruggt fylgi tíu til tuttugu prósenta allra kjörmanna. Miðað við að kosið verði á milli fjögurra eða fimma manna er þetta gott upp- hafsfylgi. Það eru ekki síst fyrrverandi nem- endur hans í guðfræðideild sem ætla sér að velja hann til biskups fyrir sitt leyti, en Sig- urður er talinn einn af víðlesnari prestum unt safnaðarstarf, helgisiði og starfshætti kirkj- unnar, en í þeim efnurn þykir dr. Bjarni Sig- urðsson frá Mosfelli klerka best að sér. Sigurði er fundið það til lasts að vera of ungur til að taka þetta embætti að sér núna, en hann er yngstur þeirra sem nefndir eru hér, 44 ára. Stuðningsmenn hans segja hins vegar að gagnrýni þessi sé tvíeggjuð þar sem biskupsembættið hafi frekar reynst eldri mönnum um of erfitt starf og erilsamt. Einn af stuðningsmönnum hans segir að Sigurður sé svar sitt við því sem hann kallar valdaklík- an í Reykjavík. Sigurður er sjálfstæður, hóg- vær maður og lætur ekki mikið yfir sér, en er þekktur fyrir að korna þeim málum í höfn sem honurn er trúað fyrir. Hann er sonur Sigurðar heitins Pálssonar, vígslubiskups. Heimir Steinsson — fróður og fjöllesinn Heimir Steinsson er sá fimmmenning- anna, sem hvað minnstar upplýsingar er að hafa um, hvað varðar fylgi. Hann er þó tal- inn hafa nokkuð meira fylgi eins og er, en við síðasta biskupskjör, þar sem hann varð fjórði að atkvæðum í fyrra kjöri. Stuðningsmenn hans munu einkum vera meðal hreintrúar- manna sem auk þess fylgja kirkjuréttar- stefnu. Telja þeir að með Heimi verði hægt að endurheimta eðlilegan sess kirjunnar gagnvart ríkisvaldinu og eignarstöðu kirkj- unnar. Heimir á nokkra örugga stuðnings- menn en á þessari stundu er mjög erfitt að sjá hversu víðtækur sá stuðningur verður. Einn stuðningsmanna hans sagði að margt ætti eft- ir að gerast fram að kjöri og ekki væri ráðlegt fyrir neinn að gera sér vonir urn afgerandi kosningu. Heimir er sagður afar vel að sér í flestum fræðigreinum guðfræði og hefur kappkostað að halda þekkingu sinni vel við þrátt fyrir að nokkuð er um liðið frá próflokum hans. Hann er sá guðfræðingur sem hæsta einkunn hefur hlotið á kandídatsprófi fyrr eða síðar, en hann hlaut tæplega 15 stig af 16 möguleg- um í aðaleinkunn. Af öðrum þeim sem nefndir eru hér er það aðeins dr. Björn Björnsson, sem náð hefur að ógna þessu virðingarsæti afgerandi árangurs á kand- ídatsprófi. Jón Bjarman — starfar í kyrrþey — kemur á óvart Jón Bjarman hefur ekki áður verið nefnd- ur í sambandi við biskupskjör en hann hefur fram til þessa verið álitinn einn af allra hörð- ustu stuðningsmönnum Ólafs Skúlasonar. Hann hefur nú verið nefndur til kjörsins af nokkrum stuðningsmönnum, sunnan lands og norðan. Hafa nokkrir viðmælendur sagt að Jón Bjarman eigi eftir að koma vel út í kjöri, en aðrir telja að þörf sé á ákveðnari og meira áberandi manni á stól biskups. Víst er að Jón á eftir að hljóta nokkurt fylgi en í samanburði við hina fjóra er það á þessari stundu ekki nægilegt til að ná einu af þremur efstu sætum í fyrra kjöri, hvernig sem málin kunna að þróast fram að því. Segja stuðningsmenn hans að Jón eigi eftir að koma verulega á óvart. Starfsvenjur hans eru þannig að hann vinnur störf sín í kyrrþey og kynnir þau af auðmýkt. Hann hefur til dæmis unnið mjög að endurskipulagi starfs- hátta í kirkjunni og eru tveir af helstu stuðn- ingsmönnum hans fyrrum samstarfsmenn hans í nefnd um það mál. Hann nýtur bæði stuðnings kjörmanna úr liði Sunnlendinga og manna á Akureyri. Dr. Björn Björnsson — tregur til en vinsæll En það er líklegast að fylgið við dr. Björn Björnsson eigi eftir að valda mestu um end- anleg úrslit. Nokkrir af kjörmönnum hafa alls ekki gefið upp alla von um að fá að nefna nafn hans við þetta háa embætti. þrátt fyrir yfirlýsingar hans í suntar um að hann gæfi ekki kost á sér. Fremstir í þeim flokki eru fyrrverandi nemendur hans í guðfræðideild, hluti af samkennurum og nokkrir þekktir prestar. Hann hefur oftar en ekki kosið að nýta félagsfræðilegar aðferðir til athugunar á raunverulegri trúarhneigð íslendinga, til undirbúnings fyrir ákvarðanatöku um skip- an kirkjumála og boðun kristinnar trúar. Björn er eini doktorinn af biskupsefnun- um. Hann hefur verið deildarforseti guð- fræðideildar og forstöðumaður Guðfræði- stofnunar Háskóla íslands, en í því embætti hefur hann m.a. staðið fyrir mánaðarlegum málstofum, þar sem fram fer ein helsta opin- bera umræðan um guðfræði um þessar mundir. Miðað við lauslega könnun Þjóðlífs fyrir skömmu bendir ýmislegt til að Ólafur Skúla- son og Sigurður Sigurðsson verði nær örugg- lega í tveimur af þremur efstu sætum fyrri umferðar. Hinir þrír sem nefndir hafa verið hér eru hver öðrum líklegri til að verða þriðji maðurinn við fyrra kjör. í seinna kjöri verð- ur þá kosið á milli Ólafs, Sigurðar og eins af hinum þremur, þeirra Björns, Heimis eða Jóns. Þetta er þó aðeins spá byggð á þeim upplýsingunt sem þegar liggja fyrir, en stað- an getur breyst á hvaða veg sem er. T.d. er enginn frestur á því að gefa kost á sér til kjörs þar sem flestir kjörmenn eru í raun í kjöri. Verður efnt til prófkjörs? Þessi mikla, og að margra mati eðlilega óvissa, um eftirmann herra Péturs Sigur- geirssonar, hefur valdið kjörmönnum og öðrum miklum heilabrotum undanfarnar vikur. Ein hugmyndin sem skotið hefur upp kollinum er að efnt verði til prófkjörs áður en kjörið fer fram og er í því sambandi talað um að stjórn Prestafélags íslands standi fyrir slíku prófkjöri. Hefur tillaga um þetta þegar verið lögð fram af einum stjórnarmanni P.í. Þegar Þjóðlíf ræddi við hann um rökin fyrir prófkjörinu kom í ljós að ekki var eingöngu um að ræða vilja þeirra til að kanna fylgi einstakra manna eða leita enn nýrra kandí- data, heldur hangir fleira á spýtunni. Hugmyndin var að þeir sem lenda ofarlega í slíku prófkjöri eigi jafnframt að koma fram í sviðsljósið til að svara ákveðnum grundvall- arspurningum um eðli og hlutverk biskups- embættisins. Efstu menn ættu einnig að kynna viðhorf sín varðandi hlutverk og skipulag kirkjunnar til að allir kjörmenn geti á aðgengilegan hátt kosið um hugmyndir manna og málefni, en þurfi ekki að einblína á viðkomandi persónu. Þessar tillögur um prófkjör og opinbera greinargerð kandídat- anna er sprottin af þeirri hugsun að reyna að koma biskupsvali á það svið að ekki verði eingöngu kosið um persónu guðfræðing- 72
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.