Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2012, Síða 26

Frjáls verslun - 01.07.2012, Síða 26
26 FRJÁLS VERSLUN 7. TBL. 2012 Hvernig myndavél á ég að fá mér? Oft fæ ég þessa spurningu. Það fylgir þá gjarna með að viðkomandi vilji góða vél til að taka betri myndir. Ætli rithöfund­ ar fái svipaða spurningu? Hef áhuga á ljóðum og langar að semja góð ljóð, hvernig tölvu á ég að fá mér? Það er nefnilega svo, að það er ekki myndavélin sem tekur myndir, heldur sá sem heldur á henni. Það er til fullt af góðum myndavélum. Þeir hjá Canon eru stærstir, hafa breið ustu línuna í myndavélum og linsum. Þeir bjóða bæði upp á hundódýrar litlar myndavélar og síðan dýrar vélar, smíðaðar fyrir atvinnumenn. Nikon, Sony, Pentax, Panasonic, Samsung, Olympus og Fuji bjóða líka upp á mjög breitt úrval og virkilega góðar vélar. Síðan er Nokia með alvöru myndavél í PureView­sím an­ um, myndavél sem er furðu góð. Ég var um daginn í Köln þar sem stærsta kaupstefna í heimi í ljósmyndagræjum er hald­ in annað hvert ár. Höll eftir höll; allt sneisafullt af því sem viðkem­ ur ljósmyndun. Þrífætur, töskur, leifturljós og auðvitað myndavélar og linsur. Þarna eru ekki bara græjur. Þarna voru margar og mjög góðar ljósmyndasýningar til að gleðja augað. Hvað stóð upp úr? Ekki spurning. Um það vorum við Ragnar Axelsson, RAX, sam­ mála: Það væri Leica S2, nýja milliformatsmyndavélin frá Leica. Eins og Ragnar orðaði það; ást við fyrstu sýn. Flottari vél höfum við ekki séð. Verðið á vélinni er fimm milljónir króna með linsu. Önnur minni myndavél vakti áhuga okkar en það er Hassel­ blad Luna, lítil ódýr amatörvél með stórri flögu frá Sony. Verð aðeins 750 þúsund krónur. Síðan er það ný stafræn M Leica. Mono chrome heitir hún og tekur bara svarthvítar myndir. Verðið ein milljón. Þarna er loksins kom­ in myndavél sem lætur ykkur taka jafngóðar myndir og Raxi tekur. Hönnun vélarinnar er nær óbreytt frá 1954, bara sett digital­flaga í stað filmu, ótrúlegt en satt. Allir góðir stjórnendur vilja heyra álit undir manna sinna á því hvern ig gengur að stýra stofn ­ un inni eða fyrirtækinu. Það er draum urinn að vita hvað „fólkið á gólfinu“ er að hugsa. Hins veg ar er minna um að stjórnandi fái einlægar upplýsingar um störf sín og verklag frá undirmönnunum. Þetta er vandi sem stjórnunar­ fræð ingar kunna engin algild svör við. Flæði upplýsinga upp á við mótast oft af hræðslu eða ótta við afl eiðingarnar. Gagn rýni getur kostað fólkið vinnuna. Dæm in sanna það. Margir stjórnendur vilja líka viðhalda ákveðinni fjar­ lægð frá undirmönnum sínum. Völd stjórnanda byggjast á að hann sé yfir undirmennina hafinn. Stjórnandinn beitir valdi sínu til að skera úr um álitamál. Það er hans hlutverk. En þetta vald má ekki byggjast á ótta. En stjórnandi á líka á hættu að einangrast á toppnum og staðna vegna þess að enginn sér tilefni til að segja honum frá því sem er að gerast í fyrirtækinu. Því þurfa stjórnendur að skapa andrúmsloft heilbrigðrar gagn rýni – og það er eins og svo oft: Hægara sagt en gert. Samt eru til ráð og hér eru nokkur: 1. eyddu ótta. Það er mikilvægt að undirmennirnir geti óttalaust sagt skoðun sína. Stjórnandi ætti því t.d. að viðurkenna fyrir öllum ef honum verður á. Hann er ekki óskeikull frekar en aðrir. Það dregur úr ótta við yfirmanninn. 2. Biddu um viðbrögð og það oft. Stjórn endur eiga að biðja um gagnrýni og það helst oft. Í fyrstu halda undir­ mennirnir að stjóran um sé ekki alvara þegar hann spyr álits en ef beðið er oft kemur raunveruleg gagnrýni fram. 3. Biddu um dæmi. Gagnrýni er best ef hún er studd dæmum, annars verður hún bara tuð. Vilji starfsmanna til að gagnrýna eykst ef þeir vita að hlustað er á dæmi. 4. lestu milli línanna. Stundum nota starfsmenn svokallaða „Albaníuaðferð“ við að koma gagn rýni á framfæri. Þeir skammast út í eitt atriði en meina allt annað. Þarna þarf stjórinn að ráða í hvað það er sem í raun og veru veldur óánægu. Það getur hann gert með því að spyrja marga út í það sama. 5. hrósaðu. Gagnrýnandinn á skilið hrós. Það eykur sjálfsöryggi annarra ef sá sem stígur fram fær hrós fyrir athugasemd sína og ekki skammir. 6. Finndu trúnaðarmenn. Ef and rúms ­ loftið er þannig að enginn þorir að segja frá getur verið nauðsynlegt að hafa sérstaka trúnaðarmenn á vinnu­ staðnum og biðja þá um gagnrýni. Þarna er mikilvægt að leita til annarra en bara já­manna í fyrirtækinu. 7. afhjúpaðu sjálfan þig. Það getur verið gott að stjórnandi upplýsi starfs­ fólk sitt um kosti sína og galla. Til dæm­ is að birta hæfnis mat við ráðningu í stjórnunar stöðuna. Mikilvægi þess að óháðir stjórnarmenn skipi meirihluta stjórna hefur verið nokk uð í umræðunni. Þóranna Jóns dóttir segir að mikilvægt sé að hafa í huga að til séu tvær teg undir af óhæði þegar kemur að setu í stjórnum og hvers vegna þessir þættir skipta máli. „Annars vegar þarf að tryggja að stjórnarmenn irnir séu óháðir fyrirtækinu eða stjórnendum þess; þarna er verið að reyna að tryggja að fólk hafi nægi ­ lega fjarlægð til þess að geta tekið hlutlausa afstöðu til mála. Stjórnarmenn teljast til dæmis ekki óháðir fyrirtækinu ef þeir eru eða hafa verið starfsmenn þess, venslaðir æðstu stjórnend um eða hafa einhverra hagsmuna að gæta, til dæmis ef þeir þiggja laun eða ráðgjafagreiðslur úr hendi fyrir tækisins. Æskilegt er að meiri hluti stjórnarmanna sé óháður fyrir tækinu í þessum skiln ingi. Hins vegar getur verið mikil ­vægt að stjórnarmenn séu óháð ir stórum hluthöfum en það er talið æskilegt að a.m.k. 20­40% stjórnar manna séu ekki tengd stórum hluthöfum eða séu stórir hluthafar sjálf. Þarna er verið að reyna að tryggja að smáir hluthafar, sem koma kannski ekki að manni í stjórn, hafi einhvern málsvara þannig að stjórninni sé ekki eingöngu ætlað að tryggja hagsmuni þeirra sem stærstu hlutina eiga.“ Startup Reykjavík hefur veitt tíu spennandi sprotafyrirtækjum öflugan stuðing við að vaxa og dafna. Með markvissri ráðgjöf frá „mentorum“, aðstöðu og sprota- fjármagni auðveldar Arion banki, og allir sem að verkefninu standa, fólki með frábærar hugmyndir að stíga fyrstu skrefin. Fyrirtækin tíu eru komin vel á veg. Arion banki óskar þeim alls hins besta og hlakkar til að styðja við ný fyrirtæki á næsta ári. Startup Reykjavík er samstarfsverkefni Klaks, Innovits og Arion banka. Þú finnur allar upplýsingar um Startup Reykjavík á www.startupreykjavik.com. DESIGNING REALITY HEILSUFAR.IS CLOUD ENGINEERING STARTUP VILLE WHEN GONE REMIND ME LIVE SHUTTLE STREAM TAGS GUITARPARTY.COM MYMXLOG STERKARA FRUMKVÖÐLAUMHVERFI MEÐ STARTUP REYKJAVÍK H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA 1 2 -1 3 1 4 Óháðir stjórnarmenn mikilvægir Af hverju segir enginn frá? dr. Þóranna JónsdóTTir – framkvæmdastjóri rekstrar og stjórnunar hjá Háskólanum í reykjavík gÍsli krisTJánsson – blaðamaður Páll sTEfánsson – ljósmyndari STJÓRNUNAR- HÆTTIR STJÓRNUNARMOLI GRÆJUR Tæki til ljóðagerðar skoðun
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.