Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2013, Side 55

Frjáls verslun - 01.05.2013, Side 55
FRJÁLS VERSLUN 5. 2013 55 í kringum aldamótin. Og margir virðast fara inn til skamms tíma. Hluthafar í stærstu félögunum eru á bilinu 1.400 til 2.500 og fækkar í flestum tilvikum hratt. Þann ig virðist sem hluthöfum í Eimskip hafi fækkað um 40% á fyrstu þremur mán­ uðum ársins og þá uppfyllir Vodafone varla fjölda lágmarkshluthafa. Öfgakennd niðurstaða í útboðum TM og VÍS skýrist einkum af því að gríðarlegt magn króna er inni í kerfinu. Þegar bankarnir með sína stóru efnahagsreikninga eru farnir að keppa við lífeyrissjóði og verðbréfasjóði í hlutafjárútboðum er auðvitað stutt í að fjandinn verði laus, sagði verðbréfasali. Og svo erum við búin að sjá einn „bömm er“. Líklega verðum við að líta svo á að viðbrögðin við uppgjöri Vodafone séu til marks um að markaðurinn sé að þrosk ast í rétta átt. Markaðsgengið er komið langt undir útboðsgengi og margir tilbúnir að losa á þessum gildum. Þetta er líka gott fyrir fjárfesta sem bíða eftir fleiri skrán ingarkostum. Það þarf að vera góður útboðsafsláttur í boði. Í flestum tilvikum hafa fjárfestar fengið það eins og sést ef við skoðum gengi Regins sem hefur hækkað um 60% á því ári sem það hefur verið skráð á markað. hvar eru spennandi félög? En útboðin hafa sýnt að það er tækifæri í skráningu. Nú er bara óskandi að fleiri félög komi á markað en það hefur tekið sinn tíma að fjölga þeim. Næstu félög eru ekkert sérstaklega spennandi að sumra mati. Þá er áhugavert að velta fyrir sér hlutverki fjármálamarkaðarins hérlendis, til dæmis hlutabréfamarkaðarins. Öll félög sem koma á markað eru að selja „gamalt“ hlutafé. Ekkert leitar á markað til að sækja sér nýtt fjármagn. Fyrirtækja­skulda bréfa ­ markaður liggur enn í skötulíki fyrir utan sértryggðar útgáfur hjá bönkunum. Hvar eru vaxtar­ og nýsköpunar­félögin? Hvar eru hin nýju Marel og Össur? – svo gamalkunnar klisjur séu notaðar. Því miður virðast þeir sem eru með áhugaverð fyrirtæki, sem eru tilbúin til að taka vaxtarskrefið, ekki sjá tækifæri fyrir sér í íslensku kauphöllinni. Ýmsir gagnrýna varfærni fjárfesta, of mikil áhersla sé lögð á endurskipulagningu félaga og að gera þau „skráningartæk“. Þvert á móti eigi félög að geta notað hluta ­ bréfamarkaðinn til að ráðast í fjárhags ­ lega endurskipulagningu og stjórn endur skráðra félaga verði að læra að þegar menn séu komnir inn fyrir dyr kauphall arinnar taki ekki við kyrrð og ró. Stefán Broddi Guðjónsson, sérfræðingur hjá Arionbanka, benti á að skráð félög yrðu að taka breytingum og bregðast við áreiti og þeim uppákomum sem flestur rekstur yrði að þola. Því yrðu stjórnendur þeirra að vera viðbúnir því að bregðast við til að geta haldið tiltrú fjárfesta. Hann benti einnig á að á hliðarlínunni væru miklir fjármunir og kauphallarfélög yrðu að hafa sig öll við til að heilla fjárfesta. Þau gætu ekki treyst á að fjárfestarnir kæmu af sjálfu sér. Það gæti verið lexía dagsins að þessu sinni. Reginn: FoRSKoT regins Reginn er fyrsta fasteignafélagið til að fara í skrán ingu og það er augljóst að stjórnendur félagsins ætla að reyna að nýta sér þann meðbyr sem skrán - ingin færir þeim. Lands - bank inn sópaði þar út fast- eignum sínum og seldi 75% af félaginu við skrán ingu og afganginn nú í byrjun júní og þá reyndist líka veruleg umframeftirspurn. Þó að eftirspurn í upphafs­ útboðinu hafi ekki verið mikil hefur félagið unnið sér tiltrú fjárfesta og sjálfs- traust stjórnenda verið að aukast. Ferlið allt er rós í hnappagat Steinþórs Pálssonar, forstjóra Lands - bankans, sem sýndi þar meiri kjark en hinir banka - stjórarnir með því að ýta félaginu þetta snemma inn í Kauphöllina. Fjárfestar voru tregir í upphafi en hafa uppskorið um 50% ávöxtun á einu ári. Þegar kemur að eignum þá er Reginn hálfdrætt- ingur á við Stoðir en er augljóslega að vinna í að breyta því og nýlega var kaupum á fasteignafélag- inu Summit lokið. Flestir eru á einu máli um að stórar eignir eigi enn eftir að skipta um eigendur enda bankarnir fráleitt búnir að ljúka sinni endur - skipulagningu. Það að Höfðatorg skyldi vera sett í sölu er skýrt dæmi um þetta en sú staðreynd að slík eign sé komin í sölumeðferð er vísbend- ing um að menn telji að eftirspurn sé eftir slíkum eignum og þá er líklega engum kaupendum til að dreifa nema stóru fasteignafélögunum. „Þegar kemur að eignum þá er Reg inn hálfdrætt­ ingur á við Stoðir en er augljóslega að vinna í að breyta því og ný lega var kaup­ um á fast eigna­ félaginu Summit lokið.“ Elín Jónsdóttir, stjórnarfor­ maður Regins. ER uppGjÖR VodAFoNE „bömmer“? Sérfræðingar á markaði telja sig vera búna að sjá einn „bömm-er“ á markaði þegar talað er um síðasta uppgjör Vodafone. Líklega verðum við að líta svo á að viðbrögð in við uppgjöri Vodafone séu til marks um að markaðurinn sé að þroskast í rétta átt. Mark- aðs gengið er nú kom ið langt undir útboðsgengi og margir tilbúnir að losa á þessum gildum. En auð vitað eru þetta ákveðin von brigði og stjórnendur félagsins verða að taka sig á til að ná aftur trú fjár - festa. Um leið afhjúpaði skrán ing félagsins hið sérkennilega samband Fram takssjóðs Íslands og lífeyrissjóðanna (sem eru eigendur sjóðsins). Fram- takssjóður seldi nefnilega lífeyrissjóðunum bréf sín í Vodafone skömmu áður en hið slaka uppgjör birtist. Þótt Framtakssjóðurinn sýni talsverðan söluhagn að vegna þessa ríkir ekki mikil gleði með þessa niðurstöðu hjá lífeyrissjóðunum. Skyldu þeir svara í símann næst þeg ar Framtakssjóður hringir? „Markaðsgengið í Vodafone er nú komið langt undir útboðsgengi.“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.