Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2013, Síða 73

Frjáls verslun - 01.05.2013, Síða 73
FRJÁLS VERSLUN 5. 2013 73 Háskólinn í Reykjavík Sjávarútvegshúsið Guðríðarstígur Náttúrufræðistofnun Hótel 1919 Sambýli á Egilsstöðum Þekkingarsetur Höfðatúni 2 - 105 Reykjavík tel: +354 511 2060 fax:+354 511 2066 web: www.ark.is Villa Lóla Snæfellsstofa Hegri við Borgar­tún 23, þar sem Heimur, út gef andi Frjálsrar versl ­ unar, er til húsa, er eitt elsta fyrir tækið við götuna ásamt Vegagerð ríkisins. Eigandi Hegra er Jón Ásgeirsson en faðir hans, Ásgeir Jónsson, var einn eigenda fyrirtækisins Kola og salts en því var skipt upp árið 1968 í vélaleiguna Hegra og Saltsöluna sem flutti til Keflavíkur. Ásgeir byggði húsið við Borgartún 23 árið 1971. Jón Ásgeirsson, fram kvæmda ­ stjóri Hegra, segir að hverfi ð hafi upphaflega verið hugs að sem iðnaðarhverfi. „Hérna voru vélsmiðjur, svo sem vélsmiðjan Hamar, þjónustufyrirtæki fyrir útgerð, Eimskip var með mikið geymslurými, Borgar ­ skálinn var hér og nokkrar vöru skemmur voru á svæðinu. Sindri seldi járn. Við götuna var vörubílastöðin Þróttur og byggingarfélagið Brú. Þá má nefna sendibílastöð og Vöru ­ flutningamiðstöðina og svo ferðaskrifstofu Guðmundar Jónssonar. Í Höfðaborg, sem voru lágreist timburhús, bjó efnalítið fólk, en húsin voru rifin í kringum 1970. Starfs menn hjá Kolum og salti fóru reglulega með kol í húsin, sem voru kolakynt. Bifreiðaeftirlitið var til húsa á planinu fyrir ofan Höfða – þar var einn lítill skúr þar sem bílar voru skoðaðir. Enn vestar í hverfinu var Véla miðstöð Reykjavíkur og Trésmiðja Reykjavíkurborgar.“ Jón segir að breytingin á hverfinu fari ekki á milli mála þegar horft sé út um gluggann. „Menn ganga ekki lengur hérna fram hjá í vinnugöllum heldur í jakkafötum.“ jón ásgeirsson í Hegra: Jón Ásgeirsson, eigandi Hegra: Jakkafötin hafa tekið við af vinnugöllum. jAKKAFÖT TóKu VIð AF vinnugöllum frjÁls verslun og vÍsbending heimur, útgefandi viðskiptatímaritanna frjálsrar verslunar og vísbendingar, er við Borgartúnið. það fer vel á því að þessi tvö þekktu tímarit haldi utan um hverfið og taki púlsinn á viðskiptalífinu. Vikurit um viðskipti og efnahagsmál V Í S B E N D I N G • 1 0 T B L 2 0 1 3 1 15. mars 2013 10. tölublað 31. árgangur ISSN 1021-8483 Árni Vilhjálmsson var frumkvöðull í viðskiptalífinu og Háskólanum. Hann hafði mikil áhrif á nær alla viðskiptafræðinga frá Háskólanum í 40 ár. Árni tók virkan þátt í atvinnulífinu með setu í stjórnum margra af helstu fyrirtækjum landsins. Hann var arkitekt að kaupum á Granda en líka á undan sinni samtíð í öðrum einkavæðingarhugmyndum. 1 32 4 Árni Vilhjálmsson prófessor framhald á bls. 2 Stofnun Hvals Faðir minn, Vilhjálmur Árnason, og Loftur Bjarnason hófu samstarf í útgerð árið 1936 með stofnun Fiskveiðahlutafélagsins Venusar. Með þeim í félaginu var lengi Þórarinn Olgeirsson, ræðismaður í Grimsby. Faðir minn varð skipstjóri á skipi þeirra, Venusi. Hann var reyndar í fríi sumarið 1946 þegar ég hafði sem mest upp úr mér! Þeir félagar létu svo smíða „nýsköpunartogarann“ Röðul, sem hóf veiðar 1948. Þeir voru aldrei með fleiri en tvö skip í gangi. Þegar komið var fram á árin 1972-73 höfðu mínir menn fengið nóg af útgerð og Röðull var seldur í brotajárn. Þegar gert hafði verið upp á milli ólíkra útgerðarhátta um starfsskilyrði hafði iðulega hallað á togaraútgerð. Á þessum tíma hafði fiskveiðilögsagan enn ekki verið færð út fyrir 12 mílur. Félagið Venus hélt áfram að vera til sem eignarhaldsfyrirtæki, aðallega með hlutabréf. Á árunum 1947-48 höfðu Loftur og faðir minn forystu um stofnun Hvals hf. Venus hf. og félag í eigu Halldórs Þorsteinssonar, sem hafði á sínum tíma valist til skipstjórnar á fyrsta togaranum, sem smíðaður var fyrir Íslendinga og kom til landsins 1907, lögðu til samans rúmlega helming hlutafjárins, með innstæðum sínum í Nýbyggingasjóði, en þær höfðu veitt félögunum hvoru fyrir sig rétt til að kaupa „nýsköpunartogara“. Í hópi annarra stofnhluthafa voru nokkrir virtir kaupsýslumenn, nokkrir togaraskipstjórar og margir skipverjar á togaranum Venusi. Ekki blés byrlega Árni Vilhjálmsson prófessor og stjórnarformaður HB-Granda lést 5. mars síðastliðinn eftir stutta sjúkdómslegu. Árni hafði geysilega mikil áhrif á viðskiptalíf á Íslandi síðastliðin fimmtíu ár, bæði með kennslu við Háskóla Íslands en ekki síður með þátttöku í stjórnum fjölmargra fyrirtækja. Árni var einstakur maður sem hafði á löngum ferli öðlast afburða þekkingu á bæði íslensku atvinnulífi og helstu kenningum í viðskiptafræði, stjórnun og fjármálafræði. Vísbending er að þessu sinni öll helguð minningu Árna. Efnið byggir að miklu leyti á viðtali Eyþórs Ívars Jónssonar við Árna í jólablaði Vísbendingar árið 2003. við upphaf þessarar óvissuferðar. Í lok annars rekstrarárs félagsins, 1949, höfðu tapast 90% af hlutafénu. Afkoman snarbatnaði svo á næsta ári við meiriháttar gengislækkun krónunnar og fyrir áhrif Kóreustríðsins með hækkun á verði afurða. Að jafnaði gekk þessi rekstur dável og ágætlega nokkur síðustu árin, áður en bann við hvalveiðum í atvinnuskyni gekk í gildi áríð 1986. Við tók fjögurra ára tímabil vísindaveiða, en eðli þeirra samkvæmt var félaginu gert að skila til ríkisins þeim óverulega hagnaði, sem af veiðunum hlaust. Allan tímann, sem þessar stórhvalveiðar voru stundaðar, voru notaðir til þess 4 bátar. Bátarnir, sem beitt var undir lokin voru að vísu búnir aflmeiri vélum en þeir, sem byrjað var með. Aldrei kom til tals að auka sóknarmáttinn með því að bæta við skipum. Þá voru heldur ekki hafðir uppi tilburðir til þess að nýta nýjungar í tækni við leit að hvölum, heldur stuðst við sömu einföldu aðferðina, sem beitt hafði verið í aldanna rás. Ég ætla, að í óvissunni um veiðiþol hvalastofnanna, sem þó sá aldrei á, hafi menn verið sáttir við það sem þeir báru úr býtum. HÖFðABoRGIN v r Tæ ahverfi úsin vor byggð til bráðabirgða. Húsnæðisskortur var í Reykjavík við by jun síðari heimsstyrjaldarinnar e da hafði Reykvíkingingum fjölgað u um 10 þúsu d manns á áru um 1930 til 1940. Ekki minnk aði húsnæðisvandinn þegar Bretar her ­ ná landið og fjöldi Ísl ndinga fék vinnu hjá Bretanum og fólk streymdi hvaðanæva af land inu til Reykja víkur í Bretavinnuna. Fyrir vikið voru þúsundir manna bókstaflega á götunni. Reyk vík ­ ingar voru 40 þúsund árið 1940 en 47 þúsund árið 1945. Það varð því úr að ákveðið var að byggja bráðabirgðahúsnæði við Borgartún en þetta bráða birgðahverfi fékk nafnið Höfðaborg. Húsin voru lítil og ódýr og illa einangruð. Þau hvíldu á staurum. Hugmyndin var að hægt yrði að flytja þau í burtu og selja sem sumarbústaði. Stærri húsin voru 39 fermetrar en þau minni 30 fermetrar. Alls voru byggð 104 hús og voru þau fyrstu tekin í notkun fyrir jólin 1941. Byrjað var að rífa hús í Höfðaborginni fyrir 1970 og síðasta húsið var rifið örfáum árum síðar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.