Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2008, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2008, Blaðsíða 8
þriðjudagur 24. júní 20088 Fréttir DV Kaupmátturinn fellur Verðbólgan hefur étið upp launahækkanir síðasta árs. Kaupmátturinn hefur rýrnað um rúm fjögur prósent á einu ári. Gengisfall krónunnar síðustu daga á líklega eftir að leiða til enn frekari verðbólgu. Afleiðing þess verður rýrari kaupmáttur og auknar skuldir. Horfum upp á að kaupmáttur getur rýrnað á ársgrundvelli í fyrsta skipti í mörg ár, segir Ingunn S. Þorsteinsdóttir, hagfræðingur hjá Alþýðusambandi Íslands. Launahækkanir landsmanna síðasta árið hafa hvergi nærri haldið í við verðbólgu. Því er svo komið að fólk fær minna útborgað að raunvirði en það fékk fyrir ári og það þrátt fyrir launahækkanir. Verðbólga síðustu fimm mánaða ein og sér dugar til að þurrka upp allar launahækkanir meðallaunamannsins síðasta árið. „Verðbólgan er auðvitað algjör- lega óásættanleg og þýðir auðvitað að bæði skerðist kaupmáttur dag frá degi og síðan fara skuldir heim- ilanna hraðvaxandi dag frá degi,“ segir Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands. „Þetta er skelfilegt og viðfangsefnið í þessu samfélagi er að tryggja hér ásætt- anlega verðbólgu og stöðugleika.“ Grétar segir þó vandséð við núver- andi aðstæður hvenær það mark- mið náist. Kaupmáttur minnkar Hagstof- an birti í gær nýjustu tölur um launaþró- un. Samkvæmt henni hafa laun með- almannsins hækkað um 7,9 prósent á einu ári. Verð- bólgan á sama tíma nemur hins vegar 12,3 pró- sentum. Það þýðir að raunveruleg laun hafa lækkað um 4,4 prósent þrátt fyrir launahækkanir. Ástæð- an er sú að þrátt fyrir að krónutalan á launaseðlinum sé hærri en áður fæst minna fyrir peninginn. Kaup- mátturinn hefur með öðrum orð- um rýrnað. Hjá manneskju með 300 þúsund króna mánaðarlaun myndi þetta til dæmis þýða að viðkomandi fær 13.200 krónum minna útborgað í hverjum mánuði núna en fyrir ári. Þróunin verður enn geigvæn- legri ef aðeins er litið til síð- asta hálfa ársins. Á þeim tíma hefur verð- bólgan rýrt launin um 7,8 prósent eða hér um bil um sömu pró- sentu og laun- in hafa hækkað allt síðasta ár. Gæti enn versnað Miklar lík- ur eru á að staðan eigi enn eftir að versna. Verðbólgan síðustu tvo mánuði er meiri en hún hefur verið í á annan áratug. Ofan á þetta bætist svo að gengi íslensku krón- unnar hefur hríðfallið síðustu daga. Þetta leiðir aftur til þess að innflutt- ar vörur verða dýrari en ella og það leiðir til aukinnar verðbólgu. Ef ekk- ert breytist gæti þetta því leitt til þess að kaupmáttur rýrni enn frekar. Ingunn S. Þorsteinsdóttir, hag- fræðingur hjá Alþýðusambandi Ís- lands, bendir á að nú gerist það þriðja mánuðinn í röð að kaupmátt- ur rýrni milli mánaða. Þetta hafi ekki gerst árum saman. Hingað til hefur það gerst einn og einn mánuð að kaupmáttur rýrnar. Nú geti hins vegar farið svo að kaupmáttur rýrni á heilu ári. Misjöfn þróun Starfsmenn á hin- um almenna markaði virðast hafa sloppið heldur betur frá verðbólgunni en starfsmenn hins opinbera. Laun þeirra fyrrnefndu höfðu hækkað um 7,5 prósent frá fyrra ári í lok fyrsta ársfjórðungs í ár meðan laun opinberra starfsmanna höfðu hækkað um 6,1 prósent. Laun hvorugs hópsins um sig hafa hins vegar haldið í við verðbólgu. Nýrri sundurliðaðar tölur eru ekki til. Samkvæmt birtingaáætlun frá Hag- stofunni verða þær tölur tilbún- ar seint í júlí og taka til tímabilsins apríl til júní. Gengið hrynur Grétar Þorsteinsson, forseti Al- þýðusambands Íslands, segist veita því athygli að nú eigi sér stað svipuð þró- un og í mars. Í bæði skipt- in hríðfellur gengi krónunnar undir lok ársfjórðunga. Sjálfur segist hann þó ekki vilja segja til um hvað hann gruni að valdi þeirri þróun. Nokkur ávæningur hefur ver- ið um það að fjármálafyrirtæki og öflug fyrirtæki hafi unnið að því að veikja krónuna í bæði skiptin með það að markmiði að láta árshluta- uppgjör sín líta betur út en ella. Ekki hefur þó verið sýnt fram á það með óyggjandi hætti. Greining- ardeild Kaupþings metur stöð- una þannig að áhættufælni hafi aukist frá í byrjun maí og það ásamt hækkandi skuldatryggingaálagi á ríki og banka hafi mikið að segja um veikingu krón- unnar. Brynjólfur Þór GuðMundSSon fréttastjóri skrifar: brynjolfur@dv.is „Verðbólgan er auðvitað algjörlega óásættanleg og þýðir auðvitað að bæði skerðist kaupmáttur dag frá degi og síðan fara skuldir heimilanna hrað- vaxandi dag frá degi.“ Kaupmáttur launafólKs - júní 2007 til maí 2008 Heimild: Hagstofa íslands Minna virði en áður Verðbólgan hefur étið upp launahækkanir síðasta árs. sá sem hefur 300 þúsund í mánaðarlaun hefur tapað 13.200 krónum þegar tekið er tillit til verðbólgu og launahækkana. Verðbólgan verður að minnka mikilvægasta viðfangsefnið er að ná tökum á verðbólgunni, segir formaður así. Óvíst er hins vegar hvenær það getur orðið. 7, 9% 12 ,3 % -4 ,4 % launaþróun Verðbólga Kaupmáttur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.