Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2008, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2008, Blaðsíða 14
Persónuleg þjónusta „Núna í morgun þurfti ég að fara með bílinn í viðgerð í Bernhard Vatnagörðum, bíllinn lét eitthvað undarlega, og ég átti ekki pantaðan tíma en þeir voru svo elskulegir og fórnuðu matartímanum til að kíkja á bílinn svo ég gæti andað rólega,“ segir Logi Bergmann Eiðsson fréttamaður. „Mér finnst alltaf gott þegar fyrirtæki eru mannleg og sýna skilning á því þegar maður lendir í vandræðum.“neytendur@dv.is UMsjóN: ásdís Björg jóhaNNEsdóttir asdisbjorg@dv.is Neyten ur þriðjUdagUr 24. júNí 200814 Neytendur DV Lof&Last n Lofið fær Live Pub. þessi frábæri karaókíbar er vel falin perla í miðbænum. hann er á Frakkastíg fyrir neðan Vegas. á staðnum eru útlendingar í miklum meirihluta og lögin í karaókíinu eru ýmist á pólsku, óræðu asísku tungumáli eða ensku. Einstök snilld. n Lastið fær Esso á ártúnshöfða fyrir slaka þjónustu í lúgu. Boðið er upp á grillaðar pylsur sem tekur mikinn tíma að gera. Viðskiptavinur lenti í röðinni að lúgunni á eftir vísitölufjöl- skyldu í pylsukaup- um. Biðin eftir afgreiðslu var fimmtán mínútur sem er of langur tími fyrir bið í lúgu. Flugfarþegar eiga ríkulegan rétt fari ferðir úr skorðum: Máltíð og gisting Farþegar eiga rétt á ákveðinni þjónustu ef um seinkun á flugi er að ræða. Seinkunin miðast við tvo klukkutíma en við þrjá klukku- tíma á algengustu flugleiðunum frá Íslandi, það er til Kaupmanna- hafnar og London. Farþegar eiga rétt á að fá máltíðir í samræmi við lengd tafarinnar og þar að auki rétt á hótelgistingu og flutningi milli flugvallar og gistiaðstöðu ef biðin er yfir nótt. Að auki eiga far- þegar rétt á að hafa samband til að láta vita af sér, þeim að kostnað- arlausu. Sé seinkun á flugi fimm tímar eða meira eiga farþegarn- ir rétt á endurgreiðslu og flugi til baka á fyrsta brottfararstað. Þegar flugi er aflýst og mörkin milli seinkunar og aflýsingar eru óljós eiga farþegar meiri rétt. Þeir eiga að fá alla þjónustu sem skylt er að veita og þeir eiga að hafa þann kost að breyta flugleið þannig að þeir komist sem fyrst á áfangastað. Ef fluginu er aflýst eiga farþegar rétt á skaðabótum sem geta numið allt frá 250-600 evrum. Þessi bótarétt- ur fellur niður ef tilkynnt var um aflýsingu flugsins með ákveðnum fyrirvara eða vegna óviðráðanlegra aðstæðna. Allt það tjón sem neyt- endur verða fyrir vegna tafa eiga þeir að fá bætt. Nánari upplýsingar er að fá á heimasíðu Flugmálastjórnar, caa. is. Gullinbrú 173,40 189,80 Bensín dísel Bíldshöfða 171,70 188.20 Bensín dísel Laugavegi 176,40 192,80 Bensín dísel Klettagörðum 169,60 186,10 Bensín dísel Arnarsmára 169,70 186,20 Bensín dísel Smáralind 174,80 191,20 Bensín dísel Lækjargötu 176,40 192,80 Bensín díselel d sn ey t i Það getur verið villandi að panta sér utanlandsferð á vefsíðu Heimsferða. Á upphafs- síðunni er verð ferðanna auglýst en þegar að því kemur að panta ferðina eru lokatöl- urnar allt aðrar en sjást á upphafssíðunni. Þau gjöld sem leggjast á upphafsverðið eru eldsneytisverð og flugvallaskattur en hægt er að velja um rútuferðir til og frá flugvelli og forfallatryggingu. BÆTA TUGÞÚSUNDUM VIÐ AUGLÝSTA VERÐIÐ Vinningshafar dagsins Vinningshafar dagsins 20. júní 2008 í leiknum dV gefur milljón. þau hlutu í verðlaun tíu þúsund króna inneign í Bónus. dV óskar þeim innilega til hamingju. anna ólafsdóttir Kristín Helga Viggósdóttir sigurður Páll sigurðsson Valdimar ólafsson þorbjörg traustadóttir Mikill munur er á auglýstu verði borgarferða Heimsferða og því verði sem ferðalangar þurfa að greiða þegar upp er staðið. Verð- ið er oft tugum prósenta hærra en halda mætti þegar fólk skoðar heimasíðu Heimsferða. Borgarferðir eru auglýstar á vef- síðu Heimsferða á verði frá 19.990 krónum. Ef einn fullorðinn pantar Borgarferð til Barcelona, fram og til baka og er sjö nætur er auglýst verð 19.190 krónur. Þegar ferðin er pönt- uð leggjast á hana aukagjöld. Elds- neytishækkun fyrir báðar leiðir er 3.900 krónur og flugvallaskattur er 6.900 krónur. Verðið á ferðinni er þá komið upp í 29.900 krónur og er það hækkun um 10.710 krónur eða meira en fimmtíu prósent. Sama má segja um pakkaferð auglýsta á síðu Heimsferða til Mall- orka þar sem ferð fyrir tvo fullorðna í tvær vikur með flugi og gistingu er auglýst á 59.990 krónur er end- anlegt verð með eldsneytisgjaldi, flugvallasköttum, rútuferðum til og frá flugvelli í Mallorka og forfalla- tryggingu er 107.580 krónur. Þetta er hækkun um 47.680 krónur. Þetta eru talsverðar hækkanir frá áður auglýstu verði. Kenna tölvukerfinu um Aðspurður hvers vegna svona miklu munaði á auglýstu verði og réttu verði segir Tómas J. Gestsson, framkvæmdastjóri Heimsferða, að þau muni skipta um bókunarkerfi í október. „Kerfið er svona byggt upp hjá okkur en við ætlum að fá nýtt í október. Við getum ekki breytt þessu nema að hanna kerfið upp á nýtt. Neytendastofa óskaði eftir því að við löguðum þetta og þá greindum við frá hækkun verðsins og sögðum á fyrsta stigi ferðabókunar að sund- urliðun verðs á ferðum kæmi fram á næsta stigi. Þannig að á vefnum þarftu að fara einu stigi lengra til þess að sjá fullt verð. Ég viðurkenni að þetta kerfi sem við erum núna með er orðið barn síns tíma,“ segir Tómas. rétt verð í upphafi Þorsteinn Guðjónsson, forstjóri Úrvals Útsýnar, segir að það verð sem fólk sjái á netinu hjá þeim sé það verð sem fólk borgar. „Það kem- ur ekkert aukaverð á seinni stigum ferðapöntunarinnar. Við höfum lagt ofurkapp á að það verð sem fólk sér sé verðið sem það kemur til með að borga. Við viljum ekki að það horfi á verð á upphafssíðunni, taki ákvörð- un um að fara í ferðina, og fari svo yfir á næstu blaðsíðu og þá hef- ur ferðin hækkað um 10.000 krón- ur,“ segir Þorsteinn. Eldsneytisverð og flugvallaskattar eru inni í verð- inu sem sést upphaflega þannig að heildarkostnaður ferðarinnar er alltaf á hreinu. „Það er mjög neyt- endavænt og það á að krefja alla um að gefa upp rétt verð. Ef laun flug- freyju og flugþjóna myndu hækka ætti þá að koma flugfreyjugjald ofan á upprunalegt verð? Þetta er bara kostnaður sem á að koma fram,“ bætir Þorsteinn við. ástrún friðbjrönsdóttir blaðamaður skrifar astrun@dv.is rangt verð Upphafsverð á vefsíðum gefur ranga mynd.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.