Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2008, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2008, Blaðsíða 16
þriðjudagur 24. júní 200816 Sport DV Sport Ætlum að snúa við blaðinu „þetta verður prófraun fyrir okkur,“ sagði Heimir guðjónsson, þjálfari FH, við dV í gær um leik sinna manna gegn Val í kvöld. „það verður gaman að fara á Vod-afone-völlinn en Valsliðið hefur halað inn stig eftir að það komst þangað,“ sagði Heimir. Valur hefur haft betur gegn FH í síðustu viðureignum. „Valur vann okkur tvisvar í deildinni í fyrra og svo nú rétt fyrir mót í meistaraleiknum. Við ætlum að snúa við blað-inu í kvöld. Ef menn hafa ekki metnað til þess verð ég illa svikinn,“ sagði Heimir við dV að lokum og tók fram að hann væri með alla menn heila og gæti valið úr sínu besta liði. ÚRSLIT landsbankadeildin ÍA - Þróttur 1–1 1-0 Guðjón Heiðar Sveinsson (72) 1-1 Hjörtur Júlíus Hjartarson (81) HK - KR 0–3 0-1 Guðjón Baldvinsson (5) 0-2 Guðjón Baldvinsson (13) 0-3 Björgólfur Takefusa (88) Keflavík - Fjölnir 1–2 1-0 Guðmundur Steinarsson (31) 1-1 Gunnar Már Guðmundsson (44) 1-2 Ólafur Páll Snorrason (53) Fram - Breiðablik 2–1 1-0 Heiðar Geir Júlíusson (9) 2-0 Ívar Björnsson (20) 2-1 Guðmundur Kristjánsson (45) Staðan lið l u J t m st 1. Keflavík 7 6 0 1 19:11 18 2. FH 7 5 1 1 18:8 16 3. Fram 7 4 0 3 7:4 12 4. Fjölnir 8 4 0 4 9:8 12 5. Breiðabl. 7 3 2 2 12:11 11 6. þróttur 7 3 2 2 12:13 11 7. Valur 7 3 1 3 11:12 10 8. Kr 7 3 0 4 12:11 9 9. Fylkir 8 3 0 5 10:15 9 10. ía 7 1 3 3 6:10 6 11. grindav. 7 2 0 5 8:14 6 12. HK 7 1 1 5 8:15 4 Dregið var í 16 liða úrslit VISA-bikars karla í gær: Bikarmeistararnir fara til Keflavíkur Toppliðin í Landsbankadeild- inni, Keflavík og FH, drógust sam- an í 16 liða úrslit VISA-bikars karla en dregið var í höfuðstöðvum KSÍ í gær. Tveir aðrir úrvalsdeildarslagir fara fram þar sem Breiðablik mæt- ir Val á Kópavogsvelli og KR tekur á móti Fram í Frostaskjóli. FH þarf að fara til Keflavíkur tvisvar á þremur dögum í júlí. Fyrst mætast liðin 3. júlí í VISA-bikarnum og svo þremur dögum seinna, eða 6. júlí, í Landsbankadeildinni. Þessi tvö lið hafa borið höfuð og herðar yfir önnur í Landsbankadeildinni og eru á toppnum, Keflavík efst og FH í öðru. Þetta eru líka þau tvö lið sem hafa spilað hvað bestan boltann og má búast við mikilli skemmtun þeg- ar þau mæta hvort öðru með þessu stutta millibili. Fram þarf heldur betur að kveða niður KR-grýluna en Frömurum hefur ekkert gengið að leggja Vest- urbæinga í Frostaskjóli. Fram hefur nú þegar tapað þar á árinu og verð- ur að sigrast á þessari grýlu ætli liðið sér lengra í bikarnum. Óheppnastir með drátt hljóta þó að vera Víðismenn úr Garði en þeir eru eina liðið sem leikur við lið tveimur deildum ofar en það sjálft. Víðir dró Fylki úr hattinum en Fylkir vann Þrótt í vítaspyrnukeppni í 32 liða úrslitum. Leikirnir 2. júLí Haukar - HK reynir S. - grindavík Víkingur r. - Hamar Fjölnir - íBV Víðir - Fylkir Leikirnir 3. júLí Breiðablik - Valur Keflavík - FH Kr - Fram „Þetta var ekki það HK-lið sem ég þekki,“ sagði svekktur þjálfari HK, Gunnar Guðmundsson, við DV eftir 3–0 tap liðsins gegn KR í gær- kvöldi. „Eina sem ég sé jákvætt við leikinn er að okkur tókst að tapa ekki stærra en raun bar vitni,“ bætti Gunnar við ómyrkur í máli. HK er þekkt fyrir að berjast fyrir lífi sínu í 90 mínútur og er einstak- lega erfitt heim að sækja. Því brá mörgum í brún þegar KR var kom- ið yfir strax á 5. mínútu með marki Guðjóns Baldvinssonar eftir lag- lega sókn Vesturbæinga. KR skart- aði sínum umtalaða appelsínugula varabúningi og geislaði sólin af honum sem og andliti leikmanna. KR-ingar höfðu virkilega gaman af verkefninu í gærkvöldi og sigurinn helst til of lítill. stórskotahríð Það mátti ekki líta af leiknum í fyrri hálfleik í eina sekúndu því þá var líklegt að maður missti af markskoti KR-inga. Þeir sundur- spiluðu HK frá aftasta manni til þess fremsta með eitraða framherja í Guðjóni og Björgólfi Takefusa sem gerðu mikinn usla við mark HK. Það var því það síðasta sem HK þurfti að Gunnleifur Gunnleifsson, annars langbesti maður HK, var einnig í ruglinu. Annað mark KR var í meira lagi skrautlegt en skalli Guðjóns Baldvinssonar inn fyrir vörn HK endaði í netinu eftir slakt úthlaup Gunnleifs. Það tæki ár og aldir að telja upp allar tilraunir KR að marki í fyrri hálfleik. Tilraunir HK voru aðeins tvær, ágæt skot á mark sem Stefán Logi varði vel í markinu. stormurinn kom á undan logninu Leikurinn tók mikla dýfu í seinni hálfleik. Gunnar Guðmundsson gerði eina breytingu í hálfleik þeg- ar hann tók Atla Valsson af velli en Atli lék alveg ævintýralega illa tÓmas ÞÓR ÞÓRðaRsOn blaðamaður skrifar: tomas@dv.is SÓLSKINSGLAÐIR KR-INGAR MOLAR JOhnsOn á föRum þær fregnir berast frá Merseyside að Everton sé tilbúið að hlusta á tilboð í framherjann snögga andy johnson. johnson kom frá Crystal Palace fyrir tveimur árum á 8,6 milljónir punda og búist er við því að Everton vilji í það minnsta fá sömu upphæð fyrir kapp- ann. jafnvel þó johnson hafi ítrekað sagt að hann vilji vera áfram á good- ison Park er david Moyes að leita að peningum til þess að kaupa leikmenn. Talið er að West Ham, Wigan og Midd- lesbrough fylgist öll náið með gangi mála en johnson þykir henta vel með öðrum stærri sóknarmanni. Á síðustu leiktíð fækkaði tækifærum johsons til muna hjá Everton en david Moyes var vanur að nota einn sóknarmann. signORi segiR DOnaDOni huglausan ítalski fyrrverandi landsliðsmaðuirnn guiseppe Signori er eins og aðrir ítalar ósáttur við frammistöðu landsliðsins á EM 2008 og gagnrýnir þjálfarann ro- berto donadoni harðlega fyrir hans framlag á mótinu. Hann segir donad- oni huglausan. „Hann átti ekki að láta Toni leika svona lengi gegn Spánverj- um. Hann treysti ekki öðrum sóknarmönnum í hópnum þrátt fyrir að liðið væri slakt sóknarlega. Spánverjar áttu aldrei í vandræðum með sóknir ítalíu og ég vill kenna hug- leysi þjálfarans um það,“ sagði Signori. benayOun skOtmaRk ReDknapps „Hann er toppleikmaður. Ég veit ekki hversu mikla möguleika við eigum á því að fá hann frá Liverpool,“ segir Harry redknapp, framkvæmdastjóri Port- smouth, um Youssi Benayoun, leikmann Liverpool. redknapp er þekktur fyrir að laða til sín leikmenn á góðu verði og ljóst er að Benayoun myndi hjálpa liðinu. Fleiri lið hafa verið nefnd í sömu andrá og Mark Hughes, stjóri Manchester City, er einnig talinn hafa áhuga á hinum 28 ára ísraela. „auðvitað myndum við vilja fá leikmann eins og Youssi Benayoun,“ sagði redknapp einnig.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.