Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2008, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2008, Side 17
DV Sport þriðjudagur 24. júní 2008 17 AdebAyor enn orðAður við AC MilAn adriano galliani, stjórn- arformaður ítalska stórliðsins aC Milan, segir að Emmanuel adebayor, leikmaður arsenal, sé enn helsta skotmark liðsins. adebayor hefur gefið það í skyn að hann vilji til Milan en arsenal vill ekki missa Tógó-mann- inn. „Eins og stendur er adebayor eini leikmaðurinn sem við sækjumst eftir. auðvitað er hann samningsbundinn en ég er bjartsýnn að eðlis- fari. það veit enginn hvað getur gerst í þessum málum. Ef lið neita að leyfa leikmanni að fara er lítið sem þú getur gert í því,“ segir galliani. Hann segir að félagið hafi ekki efni á ronaldinho. „Hann er með fárán- legt tilboð frá Englandi og við getum ekki keppt við það,“ segir galliani. bolton Að kAupA SAhA? Bolton Wanderers hafa mikinn áhuga á því að fá meiðslageml- inginn Louis Saha til liðs við sig en dagar hans hjá Manchester united ku vera taldir. Talið er að Bolton séu tilbúnir að borga vel fyrir Saha og 10 milljónir punda hafa verið nefndar í þessu samhengi. Bolton ætlar sér ekki að verða aftur í fallbaráttu og í síðustu viku keypti félagið sóknarsinnaða miðjumanninn Patrice Muamba á 5 milljónir punda frá Birmingham. Saha hef- ur átt við þrálát meiðsli að stríða og þrátt fyrir aðdáun alex Fergusons á honum er útlit fyrir að hann fari frá félaginu. Bolton bauð í Saha í janúar síðastliðinn en því boði var hafnað. LESTU NÚNA SPORTIÐ Á DV.IS! MOLAR Stórleikur í kvöld íslandsmeistarar Vals taka á móti bikarmeisturum FH í 8. umferð Landsbankadeildarinnar í kvöld en þetta er eini leikurinn á dag- skrá. Valur stal íslandsmeist- aratitlinum af FH í 17. umferð mótsins í fyrra með 2–0 sigri í Kaplakrika en Valur vann einnig leikinn gegn FH í Laugardalnum, 4–1. þessi tvö lið mættust í þriðja skiptið á síð- asta tímabili í 8 liða úrslitum bikars- ins en þar fór FH með sigur af hólmi. þetta verður í fyrsta skiptið sem lið- in mætast á Vodafone-vellinum að Hlíðarenda. Mætast tvisvar á þremur dögum FH dró Keflavík upp úr hattinum í 16 liða úrslitum bikarsins og verður leikurinn háður 3. júlí. þessi tvö lið sem sitja á toppi Landsbankadeild- arinnar munu því mætast tvisvar sinnum á þremur dögum í júli. Fyrst í bikarnum 3. júlí og svo aftur í deildinni 6. júlí. Viðureignir liðanna í fyrra voru einstak- lega skemmti- legar en FH vann báðar, í Keflavík 2–0 og í Kaplakrika 3– 2. Bæði lið hafa spilað skemmtileg- an bolta og ríkir mikil eftirvænting fyrir leiki þessara liða. Karítas ekki í bann KSí felldi í gær úr gildi leikbann Karítasar Hrafns Elvarsdóttur, leik- manns kvennaliðs ía. Karítas var dæmd í bann út tímabilið eft- ir að hafa tekið þátt í leik með 2. flokki ía og þjálfari liðsins einnig dæmdur í bann út árið fyrir að falsa leikskýrslu. ía sagði í vörn sinni að Karítas hefði ekki vitað um hvernig leik var að ræða eins og hún sagði í viðtali á dV.is fyrr í mánuðinum. Karítas er líklega á leið utan í há- skóla þar sem hún mun einnig leika knattspyrnu. Sex lið enn taplaus íBV tapaði sínum fyrsta leik í ár en liðið var taplaust í fyrstu 7 leikjum sínum í 1. deildinni. nú eru sex lið eftir taplaus á íslandsmóti karla. Selfoss er efst þeirra liða sem hafa ekki tapað en það situr í 2. sæti fyrstu deildar og hefur ekki tapað leik. Toppliðin þrjú í 2. deildinni, ír, uMFa og Víðir úr garði, hafa heldur ekki enn tapað leik. þá eru tvö lið enn ósigruð í 3. deildinni en Berserkir eru taplausir í a-riðli og augnablik úr Kópavogi hefur ekki tapað leik í C-riðli. rautt númer tvö jóhann Bene- diktsson, leikmaður Fjarðabyggð- ar, á yfir höfði sér tveggja leikja bann eftir brott- vísun gegn Stjörnunni í fyrradag. þetta er annað rauða spjaldið sem jóhann fær í tveimur leikjum en hann var nýkominn úr banni í leiknum gegn Stjörnunni. Hann hafði tekið út annað tveggja leikja bann fyrir rautt spjald gegn Leikni í 3–2 sigurleik á Eskifirði. það sem meira er þá kom jóhann inn á í hálfleik gegn Stjörn- unni. og var valdur að mörgum góðum sóknum KR-inga. Breytingarnar skiluðu litlu því áfram hélt KR að valta yfir arfaslakt HK-lið sem hafði enga trú á sér eða neinu eftir fyrstu tvö mörkin. Það gerðist þó ekki nándar jafn- mikið og í fyrri hálfleik þó KR fengi færi með reglulegu millibili. Vikt- ori Bjarka Arnarssyni virðist þó fyr- irmunað að skora en hann fór illa með tvö dauðafæri í röð á stuttum tíma í seinni hálfleik. Viktor lék þó mun betur en hann hefur gert og hann ásamt fyrirlið- anum Jónasi Guðna Sævarssyni hreinlega áttu leikinn og hófu nán- ast allar sóknir KR. vonandi framhald á þessu Björgólfur Takefusa skoraði þriðja mark KR í leiknum undir lokin og sitt sjöunda í deildinni til þessa. Þjálfari hans og KR-inga, Logi Ólafsson, var eðlilega mjög brattur eftir leik. „Við vorum staðráðnir í að koma ákveðnir til leiks sem við og gerðum. Spilamennskan var mjög góð og gaman að sjá hvernig menn vörðust frá fremsta manni til þess aftasta. Það er venjulega mjög erf- itt að mæta HK á heimavelli því það berst grimmt fyrir öllu sínu og það gerir þennan sigur enn betri,“ sagði Logi kampakátur í leikslok. KR hefur nú náð að vinna þrjá leiki í röð og það er Logi sáttur með. „Það var einhver lognmolla í byrj- un hjá okkur þar sem við töpuð- um nokkrum leikjum í röð. Svo var þetta upp og ofan en núna náum við góðum úrslitum í röð og von- andi verður framhald þar á,“ sagði Logi við DV að lokum. Ætluðum okkur stóra hluti Gunnar Guðmundsson, þjálf- ari HK, var ómyrkur í máli eft- ir leik. „Við ætluðum okkur stóra hluti í þessum leik, mun stærri en raunin varð. Við ætluðum að byrja grimmir frá fyrstu mínútu en eftir fimm mínútur er staðan orðin 1– 0. Eftir mark númer tvö fannst mér andinn vera farinn úr þessu og ég er mjög ósáttur,“ sagði Gunnar við DV eftir leik. SÓLSKINSGLAÐIR KR-INGAR Fram vann sigur á Breiðabliki 2–1 á Laugardalsvelli. Góð byrjun Fram- ara skóp sigurinn en sterkur varnar- leikur er sem fyrr aðalsmerki liðsins. Leikurinn fór fjörlega af stað og strax á annarri mínútu fengu Framarar gott færi þegar Casper Jacobsen varði frá Hjálmari Þórarinssyni af stuttu færi. Góð byrjun Fram var engin tilvilj- un og á 9. mínútu náði það forystunni með góðu skallamarki frá Heiðari Geir Júlíussyni í stöng og inn. Blikar sóttu í sig veðrið eftir markið en tíu mínútum eftir það bættu heima- menn við marki. Ívar Björnsson var þar að verki með hnitmiðuðum skalla eftir sendingu frá Paul McShane sem einnig lagði upp fyrra markið. Blikar svöruðu með stórsókn og Nenad Petrovi skaut í þverslána áður en Guðmundur Kristjánsson minnk- aði muninn með glæsilegu skoti fyrir utan teig sem Hannes Þór Halldórsson átti ekki möguleika á því að verja. Guðmundur er efnilegur leikmað- ur og spilaði vel í leiknum. Síðari hálf- leikur var svo til eign Blika frá upphafi. Þeim gekk hins vegar bölvanlega að skapa sér marktækifæri. Góður leikur miðvarðanna Auðuns Helgasonar og Reynis Leóssonar hélt sóknarmönn- num Blika niðri. Eitthvað fór harður varnarleikur Framara í taugarnar á Prince Rajc- omar, sóknarmanni Breiðabliks, sem virtist gefa Auðuni olnbogaskot um 15 mínútum fyrir leikslok. Í kjölfarið veitti Valgeir Valgeirsson dómari honum brottvísun. Valgeir dæmdi þarna sinn fyrsta leik í deildinni en hann kom inn á sem varadómari fyrir Magnús Þóris- son sem þurti að yfirgefa völlinn. Undir lokin sóttu Blikar stíft þrátt fyir að vera einum færri. Ólafur Kristj- ánsson setti inn sóknarmann fyrir varnarmann en allt kom fyrir ekki og Framarar hrósuðu góðum 2–1 sigri. Varnarleikur Framara var sterkur sem fyrr í sumar og gaman var að sjá til Auðuns Helgasonar og Ingvars Óla- sonar sem léku vel. Hjá Blikum var Guðmundur góður á miðjunni auk þess sem Arnari Grétarssyni óx ásmeg- in eftir því sem á leikinn leið. Sóknar- mennirnir áttu hins vegar ekki góðan dag og því náðu þeir ekki stigi þrátt fyr- ir að vera síst lakari aðilinn. Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram, var sáttur í leikslok. „Við litum mjög vel út fyrstu 20 mínúturnar og komumst í 2–0. Menn voru mjög svekktir að fá þetta mark á sig í lok fyrri hálfleiks og það fylgdi þeim út í seinni hálfleik. Ég hefði viljað sækja meira í síðari hálf- leik en sigurinn er góður og það er fyrir mestu.“ Ívar Björnsson var sáttur við sigur- inn og lýsti markinu fyrir DV. „Ég hljóp bara inn fyrir og náði að sneiða hann. Kannski hefði maður sett annað í lokin en ég var alveg búinn á því,“ sagði Ívar. Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiða- bliks, var svekktur í leikslok. „Það var grátlegt að ná ekki að nýta vissa stöð- uyfirburði í leiknum en sóknin var máttlaus,“ segir Ólafur Kristjánsson sem vildi lítið tjá sig um rauða spjaldið sem Prince Rajcomar fékk en sagð þó. „Prince er strangheiðarlegur leikmað- ur og menn eru með hendur, svona at- vik geta alltaf komið upp,“ sagði Ólafur. Framarar eru áfram í toppbaráttu eftir sigur á Blikum: Byrjunin dugði Fram KR gjörsigraði HK í Landsbankadeild karla í gærkvöldi, 3–0. Fyrstu tvö mörkin komu innan 15 mínútna og lagði HK árar í bát eftir það. Það var gaman að sjá til KR-liðsins í gærkvöldi sem spilaði einstaklega vel og skapaði sér urmul marktækifæra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.