Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2008, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2008, Blaðsíða 29
DV Fólkið þriðjudagur 24. júní 2008 29 Jóhanna VilhJálmsdóttir: Krummi forvitnilegur Eins og lesendur Monitors hafa væntanlega tekið eftir í gegnum tíðina er ætíð að finna dálk í blaðinu sem kallast satt og logið þar sem þekktur ein- staklingur svarar spurningum lesenda. Í næsta tölublaði er það enginn annar en Krummi sjálfur sem ætlar að svara öllum kjafta- sögunum en einlægari rokkara er leitun að á landinu. Monitor. is greindi frá því skömmu fyrir helgi að lesendum gæfist kostur á að spyrja Krumma spjörunum úr og samkvæmt heimasíðunni stóðu viðbrögðin svo sannarlega ekki á sér og hafa spurningarnar hrúgast yfir söngvarann. Ennþá er þó hægt að senda inn spurn- ingar til Krumma á monitor.is en það verður án efa forvitnilegt að lesa satt og logið með Krumma. Hemmi í PoPP- PunKti Spurningakeppninn Popppunkt- ur er kominn í fullt fjör. Dr. Gunni hefur valið skemmtilega í liðin en í næsta þætti er það enginn annar en Hemmi Gunn, hinn landsþekkti sjónvarps- og útvarpsmaður sem mun keppa ásamt tónlistarmann- inum Benna Hemm Hemm. Á móti þeim verða síðan bræðurnir Erpur og Sesari A. Það verður án efa mikið hlegið í næsta þætti þar sem Hemmi Gunn er þekktur fyrir að skella upp úr í tíma og ótím- an og einnig verður gaman að sjá þekkingu hans á tónlist og hvort ungu strákarnir eigi nokkurn séns í Hemma Gunn sjálfan. Þátturinn fer í loftið á miðvikudaginn næstkom- andi klukkan 10.10. „Þetta kemur út í ágúst,“ segir Ás- dís Rán Gunnarsdóttir þegar blaða- maður spyr hana nánar út í viðtal sem blaðamaður National Geogra- phic People átti við hana nú á dög- unum. „Þeir höfðu samband við mig fyrir tveimur vikum og sögð- ust vera að taka viðtöl við fólk sem væri á barmi heimsfrægðar,“ segir Ásdís glöð í bragði. Að sögn Ásdís- ar var blaðamaður National Geo- graphic People staddur á Íslandi og fór því viðtalið fram í gegnum síma. „Þeir tala við fleira fólk frá Íslandi sem og öðrum löndum sem gerir góða hluti.“ Fegurðardísin sem bú- sett er í Svíþjóð hefur verið áber- andi að undanförnu vegna þátttöku sinnar í netkeppninni savvy.com en til stendur að hún taki þátt í raun- veruleikaþætti í Ástralíu í janúar næstkomandi. Flestir þekkja tíma- ritið National Geographic en Ásdís leggur áherslu á að þetta sé National Geographic People. „Þegar Garðar, maðurinn minn, heyrði þetta fyrst grínaðist hann einmitt með það að ég væri tíunda undur veraldar,“ segir konan á barmi heimsfrægðar að lok- um í gamansömum tón. Sjónvarpsstjarnan Jóhanna Vilhjálmsdóttir og hand- boltakappinn Geir Sveins- son eiga von á nýjum fjöl- skyldumeðlim í desember. Það ríkir heldur betur gleði á heim- ili Jóhönnu Vilhjálmsdóttur sjónvarps- stjörnu og Geirs Sveinssonar hand- boltamanns en hjónin eiga von á barni í byrjun desember næstkomandi. Þetta verður fimmta barn þeirra. Ekki er langt síðan Jóhanna og Geir eignuðust soninn Vilhjálm Geir í maí á síðasta ári. Jóhanna sneri aftur til vinnu í byrjun þessa árs, mörgum til mikill- ar gleði en Jóhanna er ein af ástsælustu sjónvarpskonum landsins. Mikil gleði umvefur Jóhönnu og fjöl- skyldu hennar um þessar mundir en fyr- ir utan það að eiga von á sér á nýan leik var pabbi Jóhönnu, Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, fyrrverandi borgarstjóri, að ganga að eiga sína heittelskuðu Guð- rúnu Kristjánsdóttur Jóhanna er komin tæpa fjóra mán- uði á leið og leynir gleðin sér ekki en fólk hefur haft orð á því hversu vel Jóhanna líti út þessa dagana. Það ljómar af henni og ekki að ástæðulausu. hanna@dv.is Ólétt ftu Mikil hamingja g eir Sveinsson, handb oltakempa með meiru, og jó hanna Vilhjálmsdóttir er u án efa himinlifandi yfir n ýja fjölskyldumeðlim num. ÁSdíS RÁn GunnaRSdóttiR í Viðtali Við national GeoGRaphic people: tíunda undur veraldar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.