Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2007, Blaðsíða 139

Frjáls verslun - 01.05.2007, Blaðsíða 139
F R J Á L S V E R S L U N • 5 . T B L . 2 0 0 7 139 Kathleen M. Eisenhardt Stjórnun með einföldum reglum Kathleen M. Eisenhardt er prófessor í stjórnun og stefnumótun við Stanford háskóla. Það sem gerir feril Eisenhardts sérstakan og aðdáunarverðan er að hún er jafnvíg þegar kemur að því að mæta kröfum hins akademíska sviðs og kröfum stjórnendasamfélagsins. Nánast samtímis hefur hún verið með ritverk í Admin- istrative Science Quarterly og Harvard Business Review. Hún er einna þekktust fyrir bókina „Competing on the Edge: Strategy as Structured Chaos“ (1998) sem hún skrifaði ásamt Shonu L. Brown ráðgjafa hjá McKinsey. Í bókinni er fjallað um stefnu, ákvarðanir og þróunarstarf hjá fyrirtækjum sem starfa á mörkuðum þar sem ríkir bæði mikil samkeppni og mikil óvissa um framtíðina. Í bókinni er að finna nálgun að stjórnun og rekstri sem er bæði framsækin og í takti við aðstæður þar sem miklar og viðvarandi breytingar eru aðaleinkennið. Til grundvallar framlagi prófessors Eisenhardts eru rannsóknir á 12 upp- lýsingatæknifyrirtækjum sem störfuðu í Asíu, Evrópu og Norður-Ameríku. Upplýsingatæknifyrirtæki starfa í mjög kviku umhverfi þar sem tækniþróun er mikil og líftími vöru og vörutengdrar þjónustu er stuttur. Auk raunupplýs- inga um rekstur árangursríkra fyrirtækja byggja höfundar á fyrirliggjandi kenningum um flókin kerfi og nýsköpun. Bók Browns og Eisenhardts er gagnleg lesning fyrir alla stjórnendur sem starfa í kviku umhverfi þar sem bæði atvinnugreinar og markaðir taka miklum breytingum á stuttum tíma. Við þessar aðstæður er nauðsynlegt að öll stjórnun og allt skipulag fyrirtækjanna sem um ræðir fylgi með og einnig að stefna fyrirtækjanna sé að skila þeim rétta leið í hafróti samkeppninnar. Brown og Eisenhardt taka þeirri áskorun að benda á nýjar leiðir fyrir stjórnendur. Þær segja að stjórnendur þurfi að gæta þess að takast ekki á við nútímann með hugmyndum og verkfærum sem urðu til við allt aðrar aðstæður en þær sem gilda. Þær bjóða fram hugsun og sýn sem þær kalla „competing on the edge“ til að auðvelda stjórnendum verkið. Kjarni málsins í nálguninni er að ná virkri málamiðlun á milli stjórnleysis og reglufestu þegar kemur að því að gera það sem gera þarf til að viðhalda samkeppnis- forskoti fyrirtækis. Þetta hefur stundum verið nefnt stjórnun á grundvelli einfaldra reglna. Nálgunin felur þó í sér meira en það. Grunnstoðirnar eru viðskiptin í dag, viðskiptin á morgun og hraðinn sem ýmist er mögulegur eða óumflýjanlegur. Þegar kemur að viðskiptunum í dag þarf að tvinna saman opna, skapandi og framsækna nálgun við að nýta tækifærin sem bjóðast og leiðir til að ná fram samlegðaráhrifum í starfinu. Þegar kemur að viðskiptum morgundagsins er byggt á síendurmetnu forskoti fyrirtæk- isins í samkeppni og stöðugri viðleitni til að læra og meta þá kosti sem framundan eru. Varðandi hraðann þá er lykill- inn sá taktur sem mögulegt er að ná og það vald sem stjórn- endur hafa á dansinum, þ.e. á umbreytingu fyrirtækisins sem er nauðsynleg og nægileg á hverjum tíma. Nánari upplýsingar um Kathleen M. Eisenhardt eru á vefsíðunni www.stanford.edu/dept/MSandE/people/ faculty/eisenhardt/index.html. Mary Parker Follett „Win-win“ lausnir Það er óumdeilt að Mary Parker Follett (1868-1933) var ein af frumherjunum sem gerðu stjórnun að sérstöku fagi. Framan af voru verk Folletts miðuð að opinbera geiranum, sbr. fyrstu bækurnar hennar: „The Speaker of the House of Representatives“ (1909) og „The New State“ (1918). Fyrsta bókin var byggð á rannsóknum hennar meðan hún var í Kathleen M. Eisenhardt hefur rannsakað markaði þar sem mikil samkeppni ríkir. Hún telur að ná þurfi fram virkri málamiðlun á milli stjórnleysis og reglufestu og hefur þetta verið nefnt stjórnun á grundvelli einfaldra reglna.Kathleen M. Eisenhardt. S T J Ó R N U N Kathleen M Eisenhardt Stjórnun með einföldum reglum www.stanford.edu Mary Parker Follett „win-win“ lausnir www.follettfoundation.org Rosabeth Moss Kanter Árangursríka breytingastjóra www.goodmeasure.com Edith T. Penrose Auðlindasýn www.amazon.com Margaret J. Wheatley Forystu og ný vísindi www.margaretwheatley.com Kenningadrottningar: Eru m.a. þekktar fyrir: Gagnlegar vefsíður:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.