Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2008, Síða 25

Frjáls verslun - 01.07.2008, Síða 25
F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 8 25 Mentor er fyrirtæki sem á allt sitt undir Internetinu. Samt varð Mentor til áður en Netið var opnað almenningi. Það bendir til að upphafsmenn þessa sprota hafi verið á undan sinni samtíð. Mentor rekur upplýsingakerfi fyrir skóla og hefur náð fótfestu bæði á Íslandi og í Svíþjóð. Og Vilborg Einarsdóttir framkvæmda- stjóri segir að hugurinn standi til enn frekari útrásar. Hugmyndin að baki Mentor er að allar upp- lýsingar um skólastarfið séu aðgengilegar fyrir kennara, foreldra og nemendur í öruggu kerfi, án þess að það kosti of mikla vinnu að halda þessum upplýsingum við og nota þær. Núna er það svo að um 97 prósent grunn- skóla á Íslandi nota Mentor. Kennarar skrá þar inn heimavinnu nemenda, allar tilkynningar, námsáætlanir og hvar hver nemandi er staddur í náminu. Foreldrar og nemendur fá aðgang að sínum síðum með lykilorði. Að jafnaði eru um 8000 notendur inni á hverjum degi. Grunnskólakennarar skrá sig að meðaltali inn í kerfið tvisvar sinnum á dag, nemendur oft einu sinni á hverjum degi og foreldrar einu sinni í viku. Auk grunnskólanna eru 120 leikskólar á Íslandi tengdir Mentor og öll stærstu sveitarfélögin. „Við erum með heildstætt kerfi sem er einfalt í notkun,“ segir Vilborg sem sjálf hefur fylgt þróun Mentors allt frá upphafi um 1990, fyrst „bara“ sem eiginkona eins stofnandans en frá 2007 sem fram- kvæmdastjóri. „Það er mikilvægt að svona upplýsingakerfi séu einföld og fljótlegt að uppfæra upplýsingar. Annars er þetta ekki notað,“ segir Vilborg. Hún segir að Mentor hafi náð meiri útbreiðslu en oft er um hlið- stæð upplýsingakerfi fyrir skóla í öðrum löndum. Ástæðan liggi m.a. í mjög almennri tölvueign á Íslandi og nettengingu á svo að segja hverju heimili. Mentor varð til út úr háskólaverkefni í tölvufræði og var í upphafi hugsað fyrir stjórnendur skóla eingöngu. Frá árinu 2001 hefur kerfið hins vegar verið aðgengilegt öllum á Netinu, kennurum, foreldrum og nemendum. „Hjá okkur fara rúm 50 prósent af útgjöldunum í þróunarvinnu. Við erum á fullu að þróa Mentorkerfið og við stefnum á frekari vöxt í útlöndum,“ segir Vilborg. Núna eru starfsmenn 22 bæði á Íslandi og í Svíþjóð. Forritarar eru sjö, þar af tveir í Svíþjóð. „Það er fjölbreyttur hópur sem vinnur hjá fyrirtækinu, ekki bara tölvufólk heldur einnig kennarar og fólk með menntun á sviði stjórn- unar,“ segir Vilborg. Fjármögnun hefur til þessa mest verið úr eigin rekstri auk þess sem Nýsköpunarsjóður kom inn með fjármagn. Vilborg segir einnig að styrkir úr Tækniþróunarsjóði hafi skipt miklu fyrir fyrirtækið. Þá eru frumkvöðlarnir hluthafar í Mentor og einnig lykilstarfsmenn þar. Vilborg segir að starfsemin nú sé miklu meiri en frumkvöðlana óraði fyrir á sínum tíma enda var Netið þá enn ekki til. Núna fara öll samskipti í Mentor um Netið. Enn sem komið er hefur Mentor einbeitt sér að útrás í Svíþjóð. Sænskt fyrirtæki með hliðstætt kerfi var keypt og síðan hefur verið unnið að þróun og útbreiðslu Mentors þar. Þá er Mentor byrjaður að leita fyrir sér um útrás í einkaskólum í Englandi. Tölvueign er þar mest á heimilum barna sem sækja einkaskóla. Annars kemur útrás til hinna norrænu ríkjanna helst til álita og annarra landa þar sem tölvur eru á nær hverju heimili. Vilborg segir að hlutverk Mentors sé að auka árangur í skólastarfi, „Ég held að hlutverkið, sem við höfum skilgreint og viðskiptahugmyndin séu eitt og hið sama,“ segir Vilborg. „Við erum í þessu til langs tíma og þróunin tekur mið af því. Þess vegna skiptir miklu að hafa skýra fram- tíðarsýn og geta miðlað henni. Til þess þarf þol- inmæði og trú á það sem menn eru að gera.“ Mentor vA l dIR S PRO TA R Við erum í þessu til langs tíma og þróunin tekur mið af því. Þess vegna skiptir miklu að hafa skýra framtíðarsýn og geta miðlað henni. Vilborg Einarsdóttir hjá þekkingarfyrirtækinu Mentor: TeNgIR SAMAN SKóLA Og HeIMILI Vilborg Einarsdóttir, fram- kvæmdastjóri hjá Mentor.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.