Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2008, Page 40

Frjáls verslun - 01.07.2008, Page 40
40 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 8 Forsíðu grein sprotaFYrirtÆKi Viðskiptamenntun frumkvöðla Ef rannsóknir eru einhver vísbending um það sem hægt er að bæta, þá bendir allt til þess að það sé fyrst og fremst skortur á þekkingu og skilningi á hvernig reka eigi fyrirtæki sem gerir að verkum að fyr� irtækjum gengur illa að fóta sig og ná hröðum vexti. Vandamálið er hins vegar að hefðbundin viðskiptafræðimenntun og MBA�námskeið koma einungis að takmörkuðu gagni. Langflestar fræðikenningar snúast fyrst og fremst um stórfyrirtækjarekstur en ekki hvernig eigi að búa til fyrirtæki og auka vaxtarmöguleika þeirra. Vandamálið er líka hve fáir geta kennt stefnumótun vaxtarfyrirtækja, ekki bara á Íslandi heldur á heimsvísu. Rannsóknir eru takmark� aðar á þessu sviði og fáir ráðgjafar sem hafa eitthvað annað til brunns að bera en þum� alfingursreglur þegar kemur að því að gefa vaxtarfyrirtækjum ráð. Slík hugmyndafræði er afar takmörkuð. Það er engu að síður ljóst að með því að gefa frumkvöðlum betri hugmyndafræði og tæki og tól sem hjálpardekk er hægt að auka líkur á því að ekki séu gerð einföld mistök og að frumkvöðlar hafi hugmynd um hver næstu skref þeirra í ferlinu eigi að vera. Þetta þarf hins vegar að vera byggt á einhverju öðru en gömlum rekstrarhagfræðibókum. Vandamálið er að það er lítill skilningur á Íslandi á slíkum hug� myndum, ekki frekar en annars staðar. Í rannsóknum GEM kemur fram að menntun og þjálfun frumkvöðla er ekki á nægilega háu plani í nokkru þeirra landa sem taka þátt í rannsókninni til þess að styðja frumkvöðlastarfsemi. Með því að leggja verulega orku og auðlindir í viðskiptamenntun fyrir frumkvöðla á Íslandi er hægt að skapa Íslandi sérstöðu á þessu sviði. Peningar í hátæknirannsóknir Það er auðvitað klisja að benda á að það eigi að setja aukið fé í rannsóknir og styrkja akademíuna þegar kemur að því að ýta undir nýsköpun og frumkvöðla. Vandamálið er að ekki er alveg beinn og greiður vegur frá rannsóknum til fyrirtækj� areksturs. Yfirleitt er sá vegur mjög ógreiðfær. Fyrirtæki sem byggð eru á flóknum og tíma� frekum rannsóknum eru jafnan áhættumeiri en þau sem byggjast á einfaldari viðskipta� módelum. Ef hugmyndin er hins vegar að skapa eitthvað í líkingu við Sílikon�dalinn í Bandaríkjunum er mikilvægt að verulegum fjármunum verði varið í rannsóknir, miklu mun meira en er í dag. Fyrir margt löngu er vitað að íslenska hag� kerfið er komið á það stig að nýsköpun, tækni og þekking verða að vera vaxtarbroddarnir og forsendur hagvaxtar. Með því að tengja betur saman rannsóknir og frumkvöðlastarfsemi byggða á viðskiptamenntun er hægt að auka lík� urnar verulega á að til verði fyrirtæki er byggja á þessum rannsóknum. texti: dr. eyþór ívar jónsson • myndir: geir ólaFsson o.Fl Gæti Ísland orðið vagga nýsköpunar og frumkvöðla í evrópu? Áhugaverðustu sprotafyrirtæki Íslands gefa von um að það sé margt áhugavert að gerast í sprotaumhverfinu. margt þarf hins vegar að breytast til þess að Ísland geti orðið fremri öðrum evrópuþjóðum. Það er engu að síður hægt. eftirfarandi sjö áherslur myndu breyta leiknum. ísland sem sproTaland evrópu Það er fyrir margt löngu vitað að íslenska hagkerfið er komið á það stig að nýsköpun, tækni og þekking verða að vera vaxtarbroddarnir og forsendur hagvaxtar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.