Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2008, Qupperneq 42

Frjáls verslun - 01.07.2008, Qupperneq 42
42 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 8 Forsíðu grein sprotaFYrirtÆKi þessi bruni miklu lengri tíma en gert er ráð fyrir eða kemur fram í einföldum þumalfingursreglum. Stundum er talað um að það séu tvö fljót sem geta reynst erfið fyrir sprotafyrirtæki á þessari ferð norður til árangurs. Það fyrsta er á upphafsstigum rekstrar, hugsanlega eftir að það er búið að fá styrki til þess að þróa vöruna en áður en reksturinn er farinn að skila reglu� legum tekjum. Atvinnufjárfestar hafa venjulega lítinn áhuga á þessum fyrirtækjum og F�in þrjú: félagar, fjölskylda og frumkvöðlarnir sjálfir hafa ekki nægilega mikið fjármagn. Víða erlendis hafa svokallaðir viðskiptaenglar, sem eru efnaðir einstaklingar sem fjárfesta fyrir litlar upphæðir í sprotafyrirtækjum, brúað þetta fljót. Hér á landi eru hins vegar einungis fáeinir viðskiptaenglar og engin umgjörð til í formi engla� samtaka. Hitt fljótið sem oft er talað um er þegar fyrirtækið er komið í rekstur en hefur enn ekki náð þeim þroska að áhættufjárfestingasjóðir hafi áhuga á þeim. Að einhverju leyti geta viðskiptaenglar í sam� starfi brúað þetta bil eða fjárfestingasjóðir sem sérhæfa sig á þessum stigum. Nýsköpunarsjóður var upphaflega hugsaður til þess að hafa þetta hlutverk en hann hefur smám saman verið að færa sig aftar í fjárfestingarferlið. Sú hugmynd hefur lengi verið á borðinu að hægt væri að búa til mótframlagssjóð sem gengi út á að sjóðurinn myndi koma jafnt á móti öðrum fjárfestum. En sú hugmynd hefur ekki átt upp á pallborðið hjá hinu opinbera. Til þess að Ísland geti orðið sprotaland Evrópu þarf miklu virkari áhættufjárfestingamarkað en er í dag. Nú er þetta kaupendamarkaður en þarf að verða selj� endamarkaður. Einkaframtak frekar en opinber rekstur Ein mesta þversögnin í sprotaumhverfinu er að hið opinbera geti verið miðpunktur þess. Hið opinbera er ekki sérstaklega skilvirkt til þess að búa til fyrirtæki og enn síður eru opinberir starfsmenn líklegir til þess að vera góðir ráðgjafar fyrir einkarekstur, að öðru leyti en að því sem lýtur að opinberum reglum og gjöldum. Það eru mistök að búa til opinbera eða hálfopinbera stofnun til þess að vera miðstöð og miðpunktur frumkvöðlastarfsemi og nýsköpunar í landinu. Slíkar hugmyndir virðast eingöngu hafa að markmiði að drepa allt einka� framtak á þessu sviði. Eina hlutverk hins opinbera á þessu sviði á að vera að búa til sjóði sem á að vera hægt að sækja fjármagn í til þess að byggja upp menntun og þekkingu og styðja framtak á frumstigum og vaxtarstigum þar sem einkaaðilar hafa ekki bolmagn til þátttöku. Annað er þversögn og gjaldþrota hugmyndafræði. Þetta er að vissu leyti sama leið og farin hefur verið á Norð� urlöndum en þar hafa menn komist að því að hún er ekki mjög áhrifarík. �afnvel á ráðstefnu um opinberan stuðning við frumkvöðla� starfsemi á Norðurlöndunum, Nordic Innovation, í lok ágústmán� aðar talaði annar hver maður um hvernig hið opinbera gæti ekki verið miðpunktur í frumkvöðlarekstri. Danir eru þegar farnir að gera áhugaverðar tilraunir með hvernig hægt sé að útvista þessari starfsemi til einkaaðila. Íslendingar ættu að vita það manna best af fenginni reynslu að það hefur verið einstök lyftistöng fyrir uppbyggingu og framþróun þegar ríkið hefur dregið sig út af markaðinum. Það þýðir hins vegar að einkaaðilar verða í auknum mæli að taka við keflinu og fyr� irtæki í auknum mæli að vinna rannsóknir með háskólum og áhættusjóðir að vinna með frum� kvöðlum og englum á frumstigum rekstrar. Með einkaframtak að leiðarljósi er miklu líklegra að frumleiki, frumkvæði og framtak einkenni upp� byggingu sprotaumhverfisins. Stökkpallar til alþjóðavæðingar Tvennt hefur háð Íslandi verulega í viðskiptum. Annars vegar hversu íslenski markaðurinn er lítill, sem gerir að verkum að allt annað en smáfyrirtæki verða mjög fljót� lega að leita út fyrir landsteinana til þess að eiga möguleika á að vaxa. Hitt er að það er mjög takmörkuð markaðsþekking á Íslandi sem sýnir sig best í því hve háskólarnir hafa átt erfitt með að manna stöður prófessora á þessu sviði. Þetta eru vandamál sem haldast í hendur því vegna þess hve markaðurinn er lítill og mikil þörf fyrir alþjóðavæð� ingu, þyrfti markaðsþekking Íslendinga að vera í hæsta gæðaflokki. Útflutningsráð, utanríkisráðuneytið og forseti Íslands hafa verið iðin við að hjálpa íslenskum fyrirtækjum erlendis og alþjóðavæðing bank� anna hefur gert alþjóðavæðingu stórfyrirtækja einfaldari. Það er engu að síður þörf fyrir stökkpalla inn á erlenda markaði sem verða einungis skapaðir í samstarfi við útlendinga. Þessir stökk� pallar þyrftu að vera í einu Norðurlandanna (t.d. Svíþjóð), Bretlandi, Bandaríkjunum og í Asíu (t.d. Singapúr). Þetta væru stökkpallar sem myndu ekki snúast um að gera íslensk fyrirtæki alþjóðleg heldur búa til alþjóðleg fyrirtæki. Nokkrar leiðir eru til þess að búa til þessa stökkpalla, t.d. í samstarfi við erlendar nýsköpunarmiðstöðvar, við� skiptaengla og áhættufjárfestingasjóði. Nú eru sprotafyrirtæki að rem� bast ein og sér að skapa þessi tengsl sem er yfirleitt allt of kostnaðar� samt fyrir þau. Alþjóðlegt tengslanet einkaaðila gæti dregið verulega úr viðskiptakostnaði sprotafyrirtækja til þess að sækja erlenda markaði og veitt þeim þá markaðsþekkingu sem þau yfirleitt ekki hafa. Það þarf að búa til skattalegar ívilnanir til þess að gera dæmið ennþá áhugaverðara fyrir erlenda áhættu- fjárfestingasjóði, sérstaklega á upphafsstigum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.