Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2005, Side 87

Frjáls verslun - 01.08.2005, Side 87
F R J Á L S V E R S L U N • 8 . T B L . 2 0 0 5 87 TEXTI: SIGURÐUR BOGI SÆVARSSON MYND: GEIR ÓLAFSSON Því gerðum við hjá B&L ráð fyrir að sala ykist um fjórðung. Aukningin hefur hins vegar orðið um 50%.METÁR Í BÍLUNUM B ílakaup mæla stöðuna í þjóðarbú- skapnum vel. Ef fólk sér fram á góða tíð endurnýjar það bílinn en sleppir því þegar ljóst má vera að tekjurnar muni dragast saman. Haustið 2004 sögðu allar spár að hagur þjóð- arinnar myndi vænkast á árinu 2005. Því gerðum við hjá B&L ráð fyrir að sala ykist um fjórðung. Aukningin hefur hins vegar orðið um 50%. Í meðalári seljum við um 1.200 nýja bíla, en í ár verða þeir um 2.200,“ segir Erna Gísladóttir forstjóri B&L og for- maður Bílgreinasambandsins. Átján þúsund fólksbílar á árinu Afkoma bíl- greinarinnar er ágæt um þessar mundir enda hefur gengisþróun krónunnar verið öllum innflutningi hagstæð. „Bílaumboðin hafa verið gagnrýnd fyrir að lækka verð á bílum ekki meira,“ segir Erna. „En verðum við ekki að skoða hlutina í samhengi? Samkeppni er gífurlega hörð á bílamarkaðnum, sem er afar jákvætt fyrir bílakaupendur. Til lengri tíma litið stuðlar þessi harða samkeppni að minni verðsveiflum en ella, einfaldlega vegna þess að svigrúmið er minna en á hinum almenna neytendamarkaði. Árið 2001 lækkaði gengið um 25%. Bílar hækkuðu í kjölfarið að jafnaði um aðeins 5%-10%.“ Þá eru miklar sveiflur í bílgreininni. Í ár verða fluttir til landsins um 18 þúsund nýir fólksbílar, eða um 6.000 fleiri en í meðalári. Stundum koma svo mögur ár; 2001 voru aðeins fluttir inn til landsins um 7.000 bílar. „Að jafnaði eru fimm til sex ár að á milli toppanna og vitaskuld gera þessar sveiflur rekstrarumhverfið erfitt, sveiflurnar hér eru líka meiri en í flestum öðrum löndum sem ég þekki til,“ segir Erna. Hún segir reynsluna þó kenna mönnum að bregðast við aðstæðum hvers tíma. Nú séu bílaumboðin þess með- vituð að safna ekki upp miklum fjölda not- aðra uppítökubíla. Eftir sumar uppsveiflur hafi umboðin jafnvel átt 500 til 1000 bíla, sem um síðir hafi verið seldir með miklum afslætti. Díselmálið er misheppnað Sú var tíðin að nýjar árgerðir bifreiða komu á markaðinn síðla sumars. Nú er þetta breytt, nánast allt árið er verið að kynna nýjasta nýtt frá bíla- framleiðendum heimsins. „Ég var fyrir skömmu á alþjóðlegu bílasýn- ingunni í Frankfurt. Þar var mjög fróðlegt að sjá nýjustu stefnur og strauma. Með hækk- andi eldsneytisverði skapast aukinn þrýst- ingur á þróun bíla sem nota orkugjafa eins og rafmagn, metangas og vetni. Við Íslend- ingar bindum miklar vonir við notkun vetnis sem eldsneytisgjafa. Vetnið er hins vegar enn svo óþétt að ég tel lengra í almenna notkun en ætla mætti. Með auknum framlögum til rannsókna gætum við stigið stór skref fram á við í þessari þróun.“ Ætla má að tekjur ríkissjóðs af bifreiðum í ár verði rúmlega 40 milljarðar króna á móti 31 milljarði í fyrra. „Þetta eru svaka- legar miklar upphæðir og athygli vekur að framlög til vegamála hafi ekki aukist til sam- ræmis,“ segir Erna Gísladóttir sem bætir við að fólk í bílgreininni hafa orðið fyrir vonbrigðum með dísilmálið svonefnda, það er að nú er innheimt olíugjald í stað þunga- skatts. „Okkur finnst breytingin að vissu leyti hafa misheppnast. Fólk heldur að sér höndum með kaup á dísilbílum sem menga umtalsvert minna en bensínbílar. Vegna umhverfissjónarmiða hefur verið rekinn áróður fyrir meiri notkun dísilbíla, en það hvernig staðið hefur verið að olíugjaldinu og innheimtu þess stuðlar að hinu gang- stæða.“ Erna Gísladóttir, forstjóri B&L NR. 47 Á AÐALLISTA
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.