Litli Bergþór - 01.06.2013, Blaðsíða 7

Litli Bergþór - 01.06.2013, Blaðsíða 7
Litli-Bergþór 7 Aratunga nýrisin. var ég síhringjandi í þau í tíma og ótíma þegar mig allt í einu vantaði að vita einhvern hlut. Alltaf var mér vel tekið og aldrei báðu þau mig að hætta þessu bannsettu áreiti bæði kvölds og morgna og um miðja daga. Svo kom það í minn hlut að raða myndum upp í bókina. Allir voru sammála um að hafa mikið af myndum enda segir ein mynd meira en ellefu hundruð orð. Ritnefndin var mikill haukur í horni við myndasöfnunina og Svava sendi mér til dæmis mörghundruð myndir frá Litla-Begga undir lokin sem hún skannaði sjálf á einum eða tveimur dögum. Þær fylltu í eyðurnar og komu sér afskaplega vel. Svava gerði ýmsar athugasemdir við handritið og þótti höfundurinn stundum ekki segja nógu vel frá konum. Og ég sem taldi mig góðan feminista skammaðist mín niður í tær og betrumbætti textann eftir bestu getu. Sigríður í Arnarholti tók að sér að lesa síðustu próförk áður en handritið fór í prentun og hún var sama sinnis í sambandi við kvennamálin. Flestar hennar athugasemdir voru teknar til greina og alltaf batnaði handritið. Hún hafði ekki mikinn áhuga á íþróttum og hnýtti óspart í þessa miklu tölfræði sem ég hafði svo gaman af að setja upp. Samt hafði hún tekið þátt í Þriggjafélagamóti í slagveðri um haust og lýsti því skriflega á nöturlegan hátt. Ég greip tækifærið og setti þessa frásögn hennar inn í söguna sem varð bara litríkari fyrir bragðið Aratunga stærsta verkefnið Félagsmál, íþróttir og leiklist eru fyrirferðarmest í sögunni og svo er fjallað um helstu merkismenn félagsins í sér- stökum rammagreinum. Það er alltaf álitamál hverjir eiga heima á slíkum stalli svo ég spurði engan mann álits en ákvað þetta bara sjálfur. Þá tók ég mið af því hverjir mér sýndist hafa starfað mest og best fyrir félagið í ljósi heimilda sögunnar. Annar kaflinn náði frá kreppuárunum og þar til Aratunga var risin. Margt hefur ungmennafélagið innt vel af hendi en Aratunga er tvímælalaust þess langstærsta verkefni. Þar tóku allir sveitungar höndum saman og reistu þetta glæsilega hús í mikilli sjálfboðavinnu. Þetta gjörbreytti starfsemi ungmennafélagsins og þriðji kaflinn sem heitir einfaldlega, Í Aratungu, fjallar fyrst og fremst um hinar gjörbreyttu og bættu aðstæður til félagslífs í sveitinni með tilkomu félagsheimilisins. Íþróttir og andblær tímans Íþróttafólk og íþróttir eiga sína lakari og betri daga. Glíma, sund og frjálsíþróttir hafa átt sín gullaldartímabil og aðrar greinar hafa komið og farið. Dæmi um íþróttir sem hafa sprottið upp og síðan horfið eru karate, ju-jitsu, borðtennis og badminton og jafnvel frjálsíþróttir hafa stundum gufað upp en úr þeim geira kom einn mesti íþróttagarpur félagsins, fyrr og síðar, Jón H. Sigurðsson í Úthlíð. Ritnefndin. Standandi frá vinstri: Helgi Kjartansson, Jens Pétur Jóhannsson, Sveinn Sæland og Gunnar Sverrisson. Sitjandi: Margrét Sverrisdóttir, Svava Theodórsdóttir og Ingibjörg Sigurjónsdóttir.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.