Litli Bergþór - 01.06.2013, Blaðsíða 42

Litli Bergþór - 01.06.2013, Blaðsíða 42
42 Litli-Bergþór að túni. Við höfum fargað eins seint og mögulegt er, hrútarnir fara rétt fyrir hrútafellingu í lok október og gimbrarnar í byrjun nóvember. Meðalþunginn var í haust tæp 24 kg og 41,3 kg eftir ána, en frjósemin er um 1,9 lömb eftir á. Ég hef notað um þrjá ha af káli fyrir hver 100 lömb og í haust var ég með um 18 ha af káli fyrir lömbin. Kýrnar fá miklu minna, eða um þrjá til fjóra ha. Menn hafa spurt mig hvort þessi mikla kálbeit borgi sig. Indriði á Skjaldfönn hringdi í mig í haust þegar ljóst var að ég hefði slegið metið. Hann hélt nú að það væri vel þess virði að borga örlítið með svona góðum árangri! En mér hefur sýnst ég hafa kaup út úr þessu þó það sé svosum enginn stórgróði. Kálræktin er liður í endurræktun túna og það er góð réttlæting. Þetta er þægileg aðferð til að nýta skít og undirburð undan kindum og nautum, að setja hann í flög. Ég hef líka fengið kalkúnaskít úr Helludal, sem er frábær áburður á nýbrotið land en ekki eins heppilegt á tún vegna fjaðranna. Mykja undan kúnum fer á túnin. Landið hjá mér er grýtt og þegar ég endurrækta túnin set ég skít í flögin og sái káli í ein þrjú ár í röð, eða meðan torfið fúnar, til að þurfa ekki að leggja mikla vinnu í að slétta eða tína grjót. Torfið gerir grjóttínsluna erfiða. Síðan sái ég korni í ein þrjú ár og þá er unnið að grjóthreinsuninni. Flögin eru plægð og grjótið sem kemur upp er múgað á eftir með grjótrakstrarvél. Síðan er farið yfir múgana með grjótmulningsvél, samskonar og vegagerðin notar í vegkanta og reiðvegi. Þessi vél ræður við steina sem eru ekki stærri en svo að maður ræður við að lyfta þeim. Stærri steinar eru teknir með ámoksturstækjum. Eftir um þrjú ár í káli og þrjú í korni er síðan stefnt að því að sá túngrasi. Er ekki hætta á hrútabragði þegar lambhrútarnir verða svona stórir og er slátrað seint? Nei, ég hef ekki trú á að væn hrútlömb séu frekar með hrútabragð en önnur sem slátrað er á þessum tíma. Við slátruðum vænsta hrútnum heima í haust þar sem við þorðum ekki að setja hann í sláturhúsið. Fallið var 33,7 kg og við merktum ekki að það væri hrútabragð af honum. Hrútabragðið er í fitunni, t.d. á hryggnum, og kemur ef lömbin lenda í aflögn. Síðheimtir hrútar eru þess vegna uppskrift að hrútabragði. En ef lömbin eru í jöfnum vexti kemur síður bragð af þeim. Hrútar bæta meiru á sig á kálinu en gimbrarnar og þeir lenda ekki í fitufellingu eins og vill gerast með þær, þar sem gimbrar hætta fyrr að vaxa eðli sínu samkvæmt. Þess vegna verður meiri munur á gimbrum og hrútum eftir því sem lömbin verða vænni. Fitufelling verður síður ef lömbin eru í jafnri framför, þá verður einungis vöðvasöfnun. En jafnvel bara tímabundið bakslag veldur því að þau byrja að safna fitu. Þetta er eðlilegt viðbragð líkamans við því að grös sölna þegar haustar og þá byrja skepnurnar að safna vetrarforða. Skiptir ekki aðbúnaður að vorinu líka miklu máli fyrir lambærnar? Jú, góð hey og góð vorbeit er lambánum nauðsynleg. Við erum svo heppin að vera með gömul en góð Við mjaltir. Eiríkur, Skírnir Eiríksson og María Jónsdóttir við störf í mjaltabásnum. Séð yfir fjárhúsið og sældarlegt sauðfé. Eiríkur og kollóttur skrautlambhrútur.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.