Litli Bergþór - 01.06.2013, Blaðsíða 51

Litli Bergþór - 01.06.2013, Blaðsíða 51
Litli-Bergþór 51 Aðrar gjafir sem hafa verið afhentar í ár eru: Tækjasalurinn í íþróttahúsinu fékk 142.115 kr til að bæta aðstöðuna enn frekar. Félag nýrnasjúkra fékk 100.000 kr. upp í kaup á ómtæki (æðaskanna) og Heislugæslan í Laugarási fékk eyrnaþrýstingsmæli að verðmæti 715.474 kr. Framundan er síðan nokkuð hefðbundin dagskrá hjá félaginu. Við förum í ferðalag að venju þann 19. júní og er ferðinni heitið í Njálusetrið þar sem við munum leggja okkar af mörkum við Njálurefilssaum. Sumarmarkaðurinn verður heldur seinna en venjulega að þessu sinni þar sem við ætlum að vera hluti af hátíðinni Tvær úr Tungunum í ágúst og nota tækifærið til að kynna félagið okkar. Einhverntíman í sumar, jafnvel oftar en einu sinni, munum við svo hlíða kalli skógræktarnefndarinnar og skunda í skógarreitinn okkar á Spóastöðum til vinnu, samveru og nestisneyslu. Við erum ævinlega móttækilegar fyrir nýjum félögum, það er bara að hafa samband og við munum taka ykkur fagnandi. Fyrir hönd Kvenfélags Biskupstungna, Svava Theodórsdóttir Við fengum sem verkefni frá SSk að prjóna 75 búta í veggteppi sem verið er að prjóna í tilefni 85 ára afmælis samtakanna. Jafnframt var þess óskað að við gengjum 85 km, helst prjónandi ef hægt væri, og söfnuðum áheitum fyrir göngunni. Þann 16. maí gengu 12 konur prjónandi frá Spóastöðum í kvenfélagskógarreitinn. Veðrið var gott og samtals gengu konurnar 40,7 km þann dag þannig að hálfnað er verk þá hafið er. Hér má sjá þær Aðalheiði Helgadóttur, Sigrúnu Elfu Reynisdóttur og Elinborgu Sigurðardóttur með prjónana sína. Það var alveg tími til að bregða aðeins á leik. Hér eru krakkarnir í 4. og 5. bekk Bláskógaskóla í Reykholti að taka við 300.000 kr. gjafabréfi frá Kvenfélaginu ásamt heimilisfræðikennurunum sínum. Frá hægri: Aðalheiður Helgadóttir sem afhenti gjöfina sem ritari Kvenfélagsins en hún er einnig heimilisfræðikennari, Matthías Emil Óttarsson, Sigurlína Kristinsdóttir heimilisfræðikennari. Aftari röð: Guðrún Birna Þórarinsdóttir, Karl Jóhann Einarsson, Guðný Helga E. Sæmundsen, Dagur Úlfarsson, Ólafur Magni Jónsson. Fremri röð: Sigurður S. Ásberg Sigurjónsson, Bríet Erla Andrésdóttir, Jóna Kolbrún Helgadóttir, Jóhann Sigurður Andersen. Á myndina vantar þrjá nemendur þau eru: Bjarney Birta Friðriksdóttir, Sigmar Bergmann Sigurvinsson og Unnur Kjartansdóttir. Lengst til hægri er Svava Theodórsdóttir formaður Kvenfélagsins. Það voru þau Elsa Dögg Grétarsdóttir á Syðri-Reykjum, fulltrúi eldri deildar leikskólans Álfaborgar og Benjamín Andrésson í Rauðaskógi, fulltrúi yngri deildarinnar sem tóku við 300.000 kr. gjafabréfi úr hendi Svövu Theodórsdóttur formanns Kvenfélags- ins núna í vor. Benjamín hafði Grétu Gísladóttur með sér til halds og trausts. g

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.