Litli Bergþór - 01.06.2013, Blaðsíða 20

Litli Bergþór - 01.06.2013, Blaðsíða 20
20 Litli-Bergþór dreymdi skíðaferðir. Þarna var engin eldavél, hún var alltaf á leiðinni með næstu ferð en kom aldrei. Við fengum því að láni litla olíuvél og gamli prímusinn minn úr skátaferðunum kom sér vel. Bakaraofn fyrir olíuvélar var til hjá Stefáni Þorsteinssyni sem þá bjó á Stóra-Fljóti og flakkaði hann á milli húsa eftir þörfum. Þarna var heldur ekkert kalt vatn en nóg af sjálfrennandi heitu vatni úr hvernum. Í Reykholti fæddust okkur tveir synir í viðbót, Erlingur f. 22. júlí 1955 og Hafsteinn f. 18. febrúar 1957. Þegar ég átti von á Hafsteini þá var svo snjóþungt í Tungunum að það komst ekki mjólkurbíll hingað í heila 10 daga. Ég vildi vera komin suður tímanlega til að eiga barnið og Ólafur Ketilsson hafði lofað að láta mig vita þegar hann færi næst en sveik mig. Úr varð að Sigurjón í Vegatungu keyrði mig í Hveragerði og þaðan tók ég rútu sem þurfti að fara Krísuvíkurleiðina til Reykjavíkur. Ferðin tók mig 14 tíma og allan tímann sat ég, kasólétt, með Erling á hnjánum, en mamma ætlaði að passa hann fyrir mig á meðan ég væri á fæðingadeildinni. Kvenfélagið Í maí 1954 gekk ég í Kvenfélagið til að kynnast konunum í sveitinni. Þá var til siðs þegar nýjar konur gengu í félagið að setja þær beint í skemmtinefnd og þar hafnaði ég eins og aðrar. Með mér í nefndinni voru þær Júlíana Jónsdóttir í Miklaholti og Lilja í Víðigerði. Á þessum tíma var Aratunga enn ekki orðin að veruleika og skemmtanir voru haldnar í samkomuhúsinu á Vatnsleysu. Þar var lítið um salernisaðstöðu og ekkert vatn, þannig að þegar við vorum með jólaksemmtun fyrir börnin, gripum við með okkur koppa fyrir þau. Eftir skemmtanir skúruðum við svo húsið úr snjó eða tókum með okkur brúsa með heitu vatni úr hvernum í Reykholti. Mér datt fljótlega í hug að það gæti verið gaman að hafa þorrablót í sveitinni eins og tíðkuðust fyrir norðan og sem við Lilja könnuðumst báðar vel við. Það varð úr að við í skemmtinefnd Kvenfélagsins stóðum fyrir fyrsta þorrablóti Tungnamanna árið 1955. Við handskrifuðum boðsbréf til allra ábúenda í sveitinni og notuðum kalkipappír til að létta okkur verkið. Þá var vinnumaður á Stóra-Fljóti, Ívar Grétar Egilsson frá Króki, sem hjálpaði okkur með nöfn og heimilisföng fólks. Við báðum Þórð Kárason á Litla-Fljóti að semja fyrir okkur gamanbrag um sveitungana. Hann kvaðst ekki vilja gera grín að sveitungunum en samdi engu að síður fyrir okkur ágætan brag sem var sunginn á blótinu við gítarundirleik. Sá sem söng hét Guðjón Björnsson en hann vann í Víðigerði hjá Lilju. Þessi bragur var síðan oft sunginn á seinni blótum. Þetta mæltist mjög vel fyrir og húsið troðfylltist og úr varð að Kvenfélagið stóð fyrir þessu áfram í tvö til þrjú skipti. Þá komu upp raddir um að það væri eiginlega ekki sæmandi að Kvenfélagið væri að græða á drykkjuskap sveitunganna, þó héldum við inngangseyri í lágmarki, mig minnir að það kostaði 15 krónur inn á fyrsta blótið. Formaður félagsins, sem þá var Anna Magnúsdóttir, kom því þá þannig fyrir að blótið fluttist yfir á sóknirnar sem er auðvitað svolítið broslegt ef litið er til ástæðunnar fyrir því að Kvenfélagið mátti ekki halda þessu áfram. Tveir góðir vinir mínir, þeir Jóhannes í Ásakoti og Egill á Króki, voru að byggja við Gufuhlíðina á þessum tíma og voru þess vegna í fæði hjá mér. Þeir voru báðir mjög hrifnir af þorrablótinu og þegar þeir voru að spjalla miðuðu þeir tímatalið gjarnan við blótið: „Já, það var þarna viku fyrir þorrablótið“ eða „það var þarna hálfum mánuði eftir þorrablótið“. Blótið var með mínum fyrstu verkefnum í Kvenfélaginu en síður en svo það síðasta. Á þessum árum var varla haldin sú samkoma í sveitinni að Kvenfélagið sæi ekki um veitingar á henni og var starfið að því leytinu umfangsmeira en það er nú. Aðstaðan var svo allt önnur þá, hér var bara veitingastaðurinn á Geysi og þar var lokað á vetrum. Flutt í Laugarás Eftir ársdvöl í sveitinni langaði okkur Hjalta að verða sjálfs okkar herrar og sóttum því um lóð fyrir gróðurhús í Laugarási en það var þá eini staðurinn sem hægt var að fá lóðir á. Það gat verið löng bið eftir svari við slíkri umsókn og við vorum orðin hálf vonlítil um að þetta gengi og búin að ákveða að flytja til Reykjavíkur þar sem Hjalti hafði sótt um starf hjá lögreglunni og fengið það. Hann var meira að segja búinn að fara suður og máta einkennisbúning þegar við fengum loksins bréf þar sem okkur var veitt Laugargerðislóðin. Við fluttum í Laugarás árið 1957. Hjalti var þá búinn að steypa grunn að fyrsta gróðurhúsinu okkar en við byrjuðum að rækta í húsi sem við leigðum af Ólafi Einarssyni. Fyrstu sjö árin bjuggum við í Lauftúni sem krakkarnir í hverfinu kölluðu „Silfurhúsið“ af því að það var álklætt og það glampaði svo fallega á það. Þar var allt nánast jafn frumstætt og hafði verið í Reykholti, Stór og myndarlegur hópur barnabarna á 60 ára afmæli Fríðar.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.