Litli Bergþór - 01.06.2013, Blaðsíða 49

Litli Bergþór - 01.06.2013, Blaðsíða 49
Litli-Bergþór 49 • Menn úr Sérsveit ríkislögreglustjóra handtóku þjóf í versluninni Geysi í Haukadal sunnudaginn 21. apríl. Hann hafði stolið fatnaði að verðmæti um 400.000 kr. Þar sem hann var á reynslulausn vegna eldra brots, var hann nánast samstundis settur inn aftur til að afplána það sem eftir var af þeim dómi. • Út er komin bók um rúmlega aldarlanga sögu Ungmennafélags Biskupstungna. Af því tilefni var haldið útgáfuhóf í Aratungu á sumardaginn fyrsta sem telst vera afmælisdagur félagsins og bar uppá 25. apríl í ár. • Kosningar til Alþingis fóru fram þann 27. apríl. Í Biskupstungum voru þó nokkrir, mishátt, á famboðslistum. Á lista Bjartrar framtíðar mátti sjá Magnús Magnússon á Árbakka í 12. sæti og Pétur Z. Skarphéðinsson í Laugarási í heiðurssætinu. Á lista Dögunar var Karólína Gunnarsdóttir í 7. sæti. Hjá Hægri grænum var Agla Þyri Kristjánsdóttir í 2. sæti og hjá Regnboganum hans Bjarna Harðar sem er frá Laugarási og var í fyrsta sæti, var Sigríður Jónína Sigurfinnsdóttir í Hrosshaga í 17. sæti. Þá var Helga Ágústsdóttir burtflutt Tungnakona í 18. sæti hjá honum. Enginn ofantalinna náði þó inn á þing. • Tungnamenn þurfa samt ekki að örvænta þar sem Björt Ólafsdóttir frá Torfastöðum var kjörin á þing fyrir Bjarta framtíð, en hún var í fyrsta sæti fyrir flokkinn í Reykjavík Norður, þannig að við „eigum“ þingmann í Tungunum og óskum henni að sjálfsögðu velfarnaðar í því starfi. • Þórður Halldórsson á Akri var endurkjörinn formaður Félags framleiðenda í lífrænni ræktun þann 12. apríl á aðalfundi félagsins. • Eigendur Garðyrkjustöðvarinnar að Espiflöt buðu til hátíðar í tilefni 65 ára afmælis stöðvarinnar þann 1. maí og kom margmenni til að samgleðjast þeim. Miðvikudaginn 8. maí var opnuviðtal við eigendurna í Bændablaðinu vegna þessa og þar kemur fram að fulltrúar þriðja ættliðarins, þau Axel Sæland og Heiða Pálrún Leifsdóttir eru að taka við rekstri stöðvarinnar og eru orðin meirihlutaeigendur í stöðinni. • Eigendur Ferðaþjónustunnar í Úthlíð hafa náð samningum við hjónin Höllu Ruth Sveinbjörnsdóttur og Jón Vigfússon úr Hafnarfirði um rekstur Ferðaþjónustunnar í Úthlíð sumarið 2013. Halla og Jón hafa víðtæka og fjölbreytta reynslu af rekstri Hvort er hún þá kölluð Bláskóga- stjórnin eða Toyota- stjórnin? afþreyingarfyrirtækja, tískuverslunar og húsasmíði. • Það má segja að ný ríkisstjórn hafi verið mynduð í Bláskógabyggð. Funduðu þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokks og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðis- flokks hér og þar í sveitarfélaginu, m.a. í Reykholti í húsi Páls Samúelssonar, sem er tengdafaðir Sigmundar. Þannig að Sigmundur er að sjálfsögðu tengdasonur Biskupstungna. • Steinunn Lilja Heiðarsdóttir frá Höfða, útskrifaðist 17. maí frá Hótel- og matvælaskólanum í Kópavogi með hæstu meðaleinkunn yfir skólann 8,9. Hún fékk þrjár viðurkenningar fyrir góðan námsárangur. • Þjóðbjörg Eiríksdóttir frá Gýgjarhólskoti var með hæstu meðaleinkunn við Menntaskólann að Laugarvatni þriðja árið í röð með einkunnina 9,9. • Samþykkt hefur verið að Brunavarnir Árnessýslu í Reykholti fái núverandi húsnæði áhaldahúss fyrir sig ásamt aðgengi að fundaraðstöðu og salernisaðstöðu áhaldahússins. • Ársreikningar sveitarfélagsins hafa verið lagðir fram og samþykktir. Þeir sem vilja kynna sér þá nánar og/eða önnur málefni sem lesa má um í fundargerðum sveitarfélagsins er bent á vefslóðina; http://blaskogabyggd.is/Stjornsysla/ fundargerdir/ Samantekt ritstjórn. Björt Ólafsdóttir frá Torfastöðum, þingmaður Bjartrar framtíðar.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.