Litli Bergþór - 01.06.2013, Blaðsíða 9

Litli Bergþór - 01.06.2013, Blaðsíða 9
Litli-Bergþór 9 Bergþóri hafa birst frábær viðtöl við Tungnamenn og svo er þar að finna fréttir af starfi ungmennafélagsins á sviði íþrótta, leiklistar og nefndu það bara, hverju sem er. Litli-Bergþór er nefnilega miklu meira en ungmennafélagsblað, hann er sveitarblað sem stendur vel fyrir sínu. Um tíma var hann kallaður Afréttarblaðið vegna margra greina sem áhugamenn um hálendið skrifuðu og birtu þar. Svo fékk hreppsnefndin eina blaðsíðu til að byrja með til að segja frá sínum málum. Blaðsíðum hreppsnefndarfrétta fjölgaði með árunum en þegar þær voru í þann veginn að yfirtaka blaðið var mönnum nóg boðið og hentu þeim út. Þá kom í ljós að fréttabréf sveitarfélagsins var hinn rétti vettvangur. Úr leikritinu Er á meðan er. Gunnlaugur Skúlason, Jónína Jónsdóttir og Sigurður Þorsteinsson. sýningu til jafnaðar. Sem er alveg prýðilegt því fæstir urðu þeir átta á leiksýningu Tungnamanna í Garðinum. Líklega hafa allir heimamenn verið á sjó. Forystufólk Eitt af því sem einkennir sögu Ungmennafélags Biskupstungna er þessi fjölmenni hópur af góðu forystufólki í félaginu, samanber ritnefndina. Allar götur frá stofnun félagsins hafa ótrúlega margir félagslega þroskaðir einstaklingar starfað innan þess. Það sýnir sig kannski best í því að hver formaður þurfti ekki að sitja nema tvö til fjögur ár. Þá var hægt að velja nýjan formann sem gaf þeim fyrri ekkert eftir. Í mörgum öðrum félögum hefur maður séð formenn sitja í áratug eða tvo, aðallega vegna þess að aðra jafn góða var ekki að hafa. En það verður samt ekki vandalaust að taka við formennskunni af Helga Kjartanssyni. Fyrstu árin voru konur áberandi í starfi félagsins og nú á seinni árum hafa þær verið fjölmennar í forystusveitinni. Gott foreldrastarf í sambandi við íþróttirnar hefur vakið athygli út fyrir landsteina Biskupstungna og þannig mætti endalaust telja fram. Ég vil gjarnan þakka öllu því góða fólki sem var mér til aðstoðar í þessu verki og vona að þarna sé að finna flest það sem máli skiptir í sögu Ungmennafélags Biskupstungna. Saga félagsins er samofin sögu sveitarinnar og nú fá allir ungir og gamlir Tungnamenn tækifæri til að kynna sér hana. Þetta var skemmtilegt verkefni, ég þakka fyrir mig og óska ungmennafélaginu til hamingju með þann stórhug sem það sýndi við útgáfu sögunnar. Og nú er ekkert annað að gera, góðir Tungnamenn, en að eignast bókina og lesa hana. Sjón er sögu ríkari. Jón M. Ívarsson Litli-Bergþór var mér mikil uppspretta heimilda. Ég fékk eitt sett í hendurnar frá félaginu og hef sennilega flett því öllu í gegn svona hundrað sinnum. En það borgaði sig því þar var margt bitastætt að finna. Stundum féll maður í þá freistni að birta orðrétt góðar klausur úr Litla-Begga en ef ég hefði komið með allt sem mér þótti athyglisvert hefði bókin orðið 500 blaðsíður. Það er líka vandi að takmarka sig. Léttleikandi Tungnamenn Ég var svo ljónheppinn að sjá með eigin augum Lénharð fógeta og Er á meðan er, sem eru meðal fyrstu leikritanna eftir að Aratunga kom til sögunnar. Þetta eru hreint ógleymanleg stykki en Tungnamenn komu með þau niður í Félagslund á sínum tíma fyrir hálfri öld eða svo. Maður sér þessa snillinga ennþá fyrir sér, til dæmis Hrein Erlendsson þegar hann tók heljarstökkið í átökum við Jóhann í Holtakotum. Svo komst ég að því að leiklistin hefur stöðugt haldið áfram að vaxa í Biskupstungum. Síðustu áratugina undir handleiðslu Guddu á Tjörn og Egils á Hjarðarlandi. Þau sögðu mér margt skemmtilegt af leikmálum en sumt varð ég að geyma hjá mér því það var eiginlega of skemmtilegt. Sagan af því þegar félagarnir settu óblandað viský í pelann hjá Agli og Brynjari á Heiði fékk þó að fara í bókina enda í sjálfu sér jafn blásaklaus og hrekkjusvínin þóttust vera eftir leiksýninguna. Leikdeildin er eitt af flaggskipum félagsins og það eru ótrúlega margir Tungnamenn sem hafa sýnt leikræn tilþrif á senunni í Aratungu en allt byggist þetta á frábærri forystu Guðnýjar og Egils svo ekki sé nú talað um hvað þeim hefur tekist að halda vel á fjármálunum. Það er auðvitað bara afreksverk. Ég tók saman tölfræði um leiklistina og tókst að setja saman lista yfir öll leikrit í Aratungu ásamt umfangi sýninga og áhorfendafjölda. Ég sé það núna að ég hef gleymt að telja saman áhorfendur en þeir munu alls vera 23.569 á 252 sýningum sem gerir tæplega 100 áhorfendur á

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.