Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1940, Qupperneq 57

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1940, Qupperneq 57
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 239 ur þá eina, sem gert liafa efnishyggjuna aö heimsskoðun, sjálf- rátt og vísvitandi, .... Marxista, kommúnista og sósíalista 19. og 20. aldar.“ Þessi skilgreining er æskilega glögg og ákveðin. IJm gagnrýni Nordals á efnishyggjumönnum er það að segja, að óvenjulegt er nú orðið hér á landi að sjá jafndrengilegan vopnaburð, þegar veitzt er að þessum utangarðsmönnum þjóðfé- lagsins'. Hér er auðsjáanlega á ferðinni maður, sem liefur svo hreinan skjöld sjálfur, að liann má við því að láta andstæðinga sína njóta sannmælis, þarf ekki að falsa þeim skoðanir né dæma þá fyrir fram óalandi og óferjandi. Lýsing Nordals á efnishyggj- unni og afstöðu efnishyggjumanna er gerð af sanngirni og sam- vizkusemi, og hún er að miklu leyti rétt, en þar sem út af bregð- ur, er víst misskilningi um að kenna. II. Hér skal orðið efnishyggjumaður notað í sömu merkingu og gert er í hók Nordals, að þvi tilskildu, að átt sé við mann, sem aðhyllist svokallaða dialektiska efnishyggju, en svo nefna Marx- istar, kommúnistar og sósíalistar sína heimspekistefnu. Um meginsjónarmið lífsspeki Nordals ætti honum og efnis- hyggjumanninum að geta komið saman að miklu leyti. Efnis- hyggjumaðurinn mun þó leggja áherzlu á það, að sú siðfræði sé ekki viðhlítandi, sem kennir einstaklingnum að leita sinnar hamingju, án þess að leita um leið liamingju allra manna. Hann mun jafnvel halda því fram, að sönn lífshamingja einstaklings- ins, samfara sönnum þroska, sé ekki hugsanleg, á meðan mikill hluti mannkynsins á að búa við örbirgð, á meðan mannlífið er jafn grimmt, ranglátt, ófagurt og óskynsamlegt sem nú. Þetta er að minnsta kosti „andleg reynsla“ fjölmargra efnishyggjumanna. Því mun verða svarað, að svona óeigingjarnir séu menn eklci yfirleitt. En ég held, að krafan um hamingju til lianda öllum mönnum sé ekki einkum sprottin af óeigingirni, heldur miklu fremur af þeirri heilbrigðu eigingirni, sem þarfnast þess að sjá í hinni félagslegu tilveru mannúð, réttlæti, fegurð og umfram allt skynsamlegt vit, til þess að geta notið hennar til fulls. Þessi afstaða krefst nokkurs persónuþroska — ákveðins þroska andlegra eiginda, sem Nordal metur sýnilega mikils. Honum og efnishyggjumanninum kemur þvi saman um, að skilyrði sánnr- ar hamingju sé sannur þroski. En um þroskaleiðina gæti aftur orðið ágreiningur, og líklega einnig um það, hvað sé sannur þroski. Til dæmis mun efnishyggjumaðurinn ekki geta fallizt á, að ákjósanlegasta þroskunarleiðin sé sú að miða líferni sitt við jafnósannaða tilgátu og þá, að líf sé eftir dauðann. Hans lif-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.