Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1965, Side 57

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1965, Side 57
tónasamböndum. Þetta mátti einnig læra af Schönberg.“ Sem kunnugt er, lagði Schönberg ekki tólftónakerfið til grundvallar í kennslu sinni, heldur skilning á meisturum fortíðarinnar. Og sú staðreynd, að það tók hann og nemendur hans heilt ár, að því er Eisler segir, að rýna Kunst der Fuge eftir Bach, er meðal annars til vitnis um, hve slík grandskoðun samhliða tónsmíðakennslunni var gagngerð. Að vísu rakti Eisler þann skilning á verkum sígildra meistara, sem hann fann hjá Schönberg í svo ríkum mæli, ekki eingöngu til yfirburðahæfileika meistara síns, heldur þekkingar, sem gengið hafði mann frá manni, allar götur aftur frá Schönberg til Zemlin- sky, Brahms og Schumanns og ennþá lengra. Þeirri þekkingu, auðgaðri nýjum athugunum sjálfs sín, miðlaði Eisler aftur nemendum sínum og vin- um, og hún varð þeim ógleymanleg reynsla. Af þessu skilst hin óttablandna virðing Eislers fyrir þessum manni, sem bar ekki aðeins umhyggju fyrir nemanda sínum í kennslustundum, heldur var honum stoð árum saman og kenndi honum meistaratök á list sinni. Það var þó annað en léttur leikur, að því er Eisler telur, svo þver- lundaður hafi hann verið á þeim ár- um. Það sem hann gat ekki lært af Schönberg, kemur síðar til umræðu. En einmitt þess vegna ber ekki að dyljast þess, er nú var sagt. Því þessi Eisler og Schönbcrg hlið málsins getur einnig skýrt að nokkru hið flókna ósamþykki Eislers og kennara hans, sem bryddi að vísu á þegar á námsárunum, en kom ekki til fulls í ljós fyrr en síðar. Árið 1922 fær Schönberg fjárhæð frá sér ókunnri velgerðarkonu til styrktar gáfuðum en fátækum nem- endum sínum. Gefandinn er augsýni- lega geðtruflaður og áttar sig ekki á verðfallstímunum, ])ví að fúlgan er nær einskis virði. Schönberg ritar henni þakkarbréf og kveðst hafa af- hent féð þeim Eisler og Rankl, tveim- ur bráðgáfuðum lærisveinum sínum. (Það er sá Rankl, sem Schönberg biður skömmu fyrir dauða sinn að færa verk sitt „Jakobsstigann“ í hljómsveitarbúning, þar sem hann kenni sig ekki lengur mann til þess). Hann skýrir Eisler frá þessu og heitir á hann að skrifa nú velgjörðarkonu þessari, sem auðsjáanlega sé mjög sjúk, afarkurteislegt og hlýlegt bréf, svo að hún megi njóta draums síns. Drög að bréfinu vill hann fá að sjá, áður en frá því sé gengið. Það er komið allt fram á árið 1942, er Bertolt Brecht, sem Eisler kemur í kynni við Schönberg, fer nokkrum orðum um „harðstjórann“ i skiptum við nemendur sína gamla, sem sjálfir eru þá teknir að hærast. Honum er skemmt, er hann sér, að Eisler er ekki laus við skjálfta, þegar hann gengur á fund Schönbergs, og gerir sér rellu út af því, hvort háls- 167
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.