Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1965, Blaðsíða 110

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1965, Blaðsíða 110
Tímarit Máls og menningar kversins: hún hefur sjálfsagt verið mæt kona, en mynd hennar er dregin upp með eintómum „föstum dráttum", hún er múmía og nálgast að vera skopstæling. Það er sannast sagna að hugsýn hinnar „íslenzku skapgerðar“ er löngu orðin lítt bærilegt stokkmótíf sem mjög þarfnast gagnrýni. Og auðvitað: sú gagnrýni er líka til í ritum Halldórs Laxness! Hinir einstöku þættir persónunnar X virðast mér allir hafa verið of ótraustir til þess að í þeim væri nokkurt hald. Þar á ofan urðu þessir ólíku þættir aldrei að heild: persónan er samansett úr brotum sem ómögulega hafa getað samlagazt: það má auðvitað segja að það sé versti ágalli hennar. En tilraun Halldórs Laxness til að móta þessa mannsmynd er þrátt fyrir allt ærið merkilegur þáttur í verki hans, — tilraunin og mistökin. í þeirri tilraun koma ef til vill í Ijós hörðustu átök hans við þann tíma sem vér lifum á. Persónan X er umfram allt ljóst merki um þær miklu andstæður sem alla tíð hafa búið í rithöfundinum og manninum og þeir bókmenntaskýrendur hafa jafnan lagt mikla áherzlu á sem af mestu viti liafa ritað um þennan liöfund. Halldór Kiljan Laxness hefur kannski ekki sízt verið yfir flesta samtíðarmenn sína og samlanda hafinn fyrir þá sök að hann hefur kunnað að skynja andstæður hlutanna í einni sjónhendingu, og tekizt þegar bezt lét að láta þær lifa í verkum sínum, einum íslenzkra höfunda til þessa dags. Það er óhætt að segja að díalektík lians hafi ekki verið nein tillærð Iffvana íormúla, heldur hafi hún staðið djúpum rótum í upplagi hans og reynslu. Hún var ekki neinn aðskotahlutur eða ókeypis við- bót við lífsskilning, heldur ástríðufull bar- átta. En hitt er líklegt að einhverskonar dulrænar tilhneigingar hafi löngum verið þáttur í þessari díalektík, og einmitt „taó- isminn" þjónaði sem hvati og safngler fyrir þessar tilhneigingar. Ég held sé ekki fjarri lagi að segja að hin díalektíska aðferð hafi í síðustu verkum Halldórs Laxness vik- ið æ meirá fyrir „taóisma", og að ítök hins yfirskilvitlega og óröklega hafi aukizt á kostnað traustsins á mannlegri skynsemi. Og ég held líka að mestu afrek Halldórs Kiljans Laxness hafi verið unnin þegar día- lektískt veruleikaskyn hans hefur lialdið „taóismanum“ í skefjum; að díalektík hans liafi misst þrótt sinn eftir því sem „taóism- inn“ varð fyrirferðarmeiri þáttur hennar. Mér virðist einnig að sú andskynsemis- stefna sem bólað hefur á í ýmsum ritum Iíalldórs á seinni árum (þar á meðal anti- historismi) og er í rauninni um þessar mundir hið ódýra búðargóss evrópskra bók- mennta, sé þeim mun höttóttari sem hún er fjær því að vera honum eiginleg. Um leið og þetta er sagt er rétt að minn- ast þess að Halldór Kiljan Laxness hefur ævinlega verið maður hinna margbreytilegu möguleika. Fyrir tuttugu og þremur árum, það er að segja á þeim tíma þegar nýjasta stórverk hans var Ljósvíkingurinn, birtist í Tímariti Máls og menningar grein um hann eftir Artur Lundkvist. Lokaorð greinarinn- ar voru þessi: „Maðurinn er svo víðfeðmur, á svo marga úrkosti, er svo fullur af and- stæðum, að hann hlýtur ávallt að vekja eftirvæntingarfulla óvissu [...] Við lestur síðustu bóka hans verður sú spuming á- leitnust, hvort skarpskyggni hans á veru- leikann sljóvgist ekki vegna vaxandi hneigðar hans til leiðsluhrifningar og draumóra." Það er naumast hægt að bera á móti því að tilgáta sfðari málsgreinarinn- ar hafi ásannazt að nokkru, þó að úrkostir mannsins væru svo miklir að honum hafi lengstaf verið fleiri en einn vegur fær öll þau ár sem síðan eru liðin. Sigjús Daðason 220
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.