Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1965, Page 86

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1965, Page 86
Tímarit Máls og menningar úr lífi höfundar sjálfs tekur völdin, hrekur Hildigunni úr sæti, en þar sezt mágkona höfundar, Randíður á Val- þjófsstað. Atburðurinn gerist ekki í Vörsabæ vorið 1011, heldur að Val- þjófsstað 1255. Það er ekki Flosi, heldur Þorvarður Þórarinsson, sem grýtir hásætinu í gólfið með sletlum um konunga- og jarladekur, lang- þreyttur á hofmóði Oddaverja, sem vissu, að þeir áttu til konunga að telja og þótti hörnum sínum vart bj óðandi önnur nöfn en af erlendum konunga- ættum. Og það er Þorvarður Þórar- insson, en ekki Flosi, sem veit það, áður en fundum ber saman, að hann á heiptúðugri konu að mæta, sem heimtar blóðhefndir og tekur ekki tillit til aðstæðna, þar sem mælt er eftir mann, sem veginn var í hanni, og eftirmál urðu því ekki sótt að lög- um. Þá kemur Barði með athyglis- verða ábendingu í sambandi við skikkjuna Flosanaut, sem Höskuldur var veginn í og Hildigunnur notaði síðan blóði drifna til særingar um hefndir. Einu sinni minntist Halldór Laxness á þessa skikkju sem dæmi þess, hve höfundum fornsagna okkar var ósýnt um að laga sögu sína eftir því, hvað sennilegt gat talizt, og reiðubúnir að bregða þar út af, ef listræna nauðsyn har til. Engum gat í hug komið að leggja trúnað á það, að Höskuldur Hvítanesgoði hefði farið í viðhafnarskikkjuna Flosa- naut til voryrkju. Það er sams konar fjarstæða og ef nútímabóndi settist kjólklæddur upp á traktor til að slá túnið. Höfundur Njálu hirðir um það eitt að undirbyggja hið áhrifa- mikla augnablik, þegar Hildigunnur dembir blóðlifrunum yfir Flosa. Barði bendir á það, að hér er stuðzt við gamla arfsögn úr ætt Valþjófs- staðamanna. Skartkona frá Þorgerð- arstöðum í Flj ótsdal, Þorgerður silfra ættmóðir þeirra, eggjar stjúp- son sinn, Bjarna Broddhelgason á Hofi í Vopnafirði, til hefnda eftir föður sinn með dreyrugum fötunum, sem faðir hans var veginn í. Um það er ritað í Vopnfirðingasögu. Barði segir: „Hugrenningatenglsin eru hér svo skýr, að á hetra verður ekki kos- ið. Höfðinginn frá Hofi er særður til blóðhefnda af húsfreyjunni á Val- þjófsstað.“ V Hildigunni hef ég tekið sem sýnis- horn og dæmi. En á fleira verður að benda af því, sem Barði telur fram skoðun sinni til styrktar. Einar Olaf- ur Sveinsson nefnir nokkrar sögur, sem líklegar eru til að hafa veitt fræðslu um efni, sem í Njálu stend- ur: Laxdæla, Eyrbyggja, Ljósvetn- inga saga, Gauks saga Trandilssonar, Hróars saga Tungugoða, Kristni- þáttur, Brjáns saga, Olkofra þáttur, einhverjar Austfirðinga sögur, ef til vill Fljótshlíðinga saga, þáttur af Þorgeiri skorargeir. Það er vafamál, 196
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.